Vilhjálmur átti félag á Jómfrúareyjum

Vilhjálmur Þorsteinsson.
Vilhjálmur Þorsteinsson. Ljósmynd/Vilhjálmur Þorsteinsson

Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrum gjaldkeri Samfylkingarinnar átti aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum. Félagið kemur fyrir í Panamas-kjölunum. Frá þessu greinir Kjarninn.

Í umfjöllun miðilsins kemur fram að Vilhjálmur sé annar stærsti hlut­hafi Kjarnans eigi 15,98 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu, og hafi setið í stjórn hans. Ákveðið hafi verið í morgun að hann skuli víkja sæti en hann hafi upplýst stjórn Kjarnans um málið um liðna helgi vegna yfirvofandi umfjöllunar Kastljóss um málið.

Umrætt félag hét M-Trade og var stofnað árið 2001 en afskráð formlega árið 2012. Nafn fyrirtækisins kemur fyrir í skjölum tengdum Mossack Fonseca en það fjárfesti m.a. í afleiðuviðskiptum og var í eignastýringu hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Þar að auki átti Vil­hjálmur ann­að dótt­ur­fé­lag á árunum 2009 til 2011 sem skráð var á Guerns­ey og hafði sama til­gang og M-Trade hafði áður.

Minntist ekki á M-Trade

Þann 31. mars tilkynnti Vilhjálmur í pistli á bloggsvæði Eyjunnar að hann ætti eignarhaldsfélag í Lúxemborg, Meson Holding. Sagði hann ástæðu staðsetn­ing­ar fé­lags­ins aft­ur á móti ekki tengd skatta­mál­um, held­ur „fyrst og fremst vegna krón­unn­ar, gjald­eyr­is­hafta og óstöðug­leika ís­lensks efna­hags- og stjórn­má­laum­hverf­is“. Sagði hann að þrátt fyrir að starfsemi félagsins væri lögleg myndi hann segja af sér sem gjaldkeri Samfylkingarinnar þar sem „flókið eign­ar­halds- og fjár­fest­inga­dæmi hjá gjald­kera Sam­fylk­ing­ar­inn­ar – jafnaðarmanna­flokks Íslands“ væri ekki til þess fallið að „fókusa“ umræðuna um af­l­ands­fé­lög og skatta­skjól á það sem máli skipt­i: ríkisstjórnina og Stjórnarmeirihlutann. Vilhjálmur minntist ekki á M-Trade í pistlinum.

Frétt mbl.is: Hættir sem gjaldkeri Samfylkingarinnar

Í umfjöllun Kjarnans kemur fram að nafn Vilhjálms sé ekki meðal skjalanna frá Mossack Fonseca þó nafn M-Trade sé það. Vilhjálmur segi sjálfur að Meson Holding hafi flutt allar eignir sínar úr eignastýringu Kaupþings eftir fall bankans árið 2008.

Þar með hafi félagið verið úr ­sög­unni hvað hann varð­ar.

Árið 2009 hafi Meson Holding hafið viðskipti við alþjóðlegan banka sem síðan hafi stofnað dótturfélagið á Guernsey, Jacinth, sem starfað hafi til júní 2011. Síðan þá seg­ist Vil­hjálmur ekki hafa átt nein félög á aflands­svæð­um.

Umfjöllun Kjarnans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert