„Ryðja út heiðarlegu viðskiptafólki“

„Það má kalla þetta ákveðin ruðningsáhrif aflandsfélaga,
„Það má kalla þetta ákveðin ruðningsáhrif aflandsfélaga," sagði Guðrún. mbl.is/Styrmir Kári

Guðrún Johnsen lektor í fjármálum og fyrrum rannsakandi hjá rannsóknarnefnd Alþingis, telur það ekki eiga að vera í forgrunni hvort skattar hafi verið greiddir heldur hvaða áhrif aflandsfélög hafi á virkni viðskiptalífsins. Þetta kom fram í Kastljósi kvöldsins þar sem rætt var við Guðrúnu.

Guðrún sagði opinberanir Panamaskjalanna hvalreka fyrir þá sem stunda rannsóknir á skattamálum. Eins séu þær tækifæri til að skilja til hlítar þá dýnamík sem skapast í kringum aflandsfélögin og byggja upp betra regluumhverfi í kringum fyrirtækjarekstur.

Hún rifjaði upp þá niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar að íslenskir bankar hefðu gefið út óhemju mikið af skuldabréfum á erlendum mörkuðum og fært það fjármagn heim til Íslands.

„Og þegar þeir eru komnir til Íslands þá þurfa þeir auðvitað að koma þeim pening í vinnu. Þeir gerðu það með því að búa til fyrirtækja samstæður eða fyrirtækjavef, vef fyrirtækja sem voru tengd með eignarhaldi og rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að stærstur hluti þessa fjármagns sem kom til landsins fór í lán til þeirra sem áttu líka bankana.“

Stór hluti lánanna var veittur í gegnum félög sem voru ekki innan lögsögu Íslands og rannsóknarnefndin. Heimildir rannsóknarnefndarinnar náðu aðeins til íslensku bankanna en Guðrún segir henni þó hafa tekist það sem staðfest var í Panamalekanum, að komast að því að fyrirtækin sem bankamenn hvöttu til að sett væru upp voru tengd fólki sem hafði þá náð eignarhaldi af bönkunum sjálfum.

Ruðningsáhrif aflandsfélaga

„Ef við förum yfir það, þá er alveg ljóst að þeir sem eru í þessari aðstöðu, bæði að fá lán út úr bankakerfinu, koma upp félögum í erlendri eigu, fela eignarhaldið, fá arðinn út úr kerfinu - bæði taka þeir þá ekki gengisáhættu á Íslandi, þeir borga ekki skatta, hugsanlega,  á Íslandi og eru ósýnilegir. En eftir að höftum var aflétt í áföngum hafa þeir getað komið með peningana aftur inn í íslenskt hagkerfi á 20% afslætti, að meðaltali,“ sagði Guðrún.

„Það má kalla þetta ákveðin ruðningsáhrif aflandsfélaga, það er að segja, það er verið að ryðja út heiðarlegu viðskiptafólki sem ætlar sér að borga samviskusamlega til samfélagsins og  byggja upp heilbrigt viðskiptalíf. Það á í rauninni engan sjens gagnvart svona viðskiptamönnum, sem í krafti þess að hafa ekki borgað skatta og skyldur - að öllum líkindum - geta keypt félög sem hér hafa verið til sölu frá hruni, á mun hærra verði en hinir sem ekki hafa farið þessar leiðir.“

„Stöðug barátta“

Guðrún sagði mikilvægt að horfa á málið heilstætt. Það sem gerðist fyrir hrun hafi verið í sérflokki og að það væri allt öðruvísi bankastarfsemi viðhöfð á Íslandi í dag og að hún teldi engan áhuga fyrir þeim starfsháttum sem viðhafðir voru áður. Hún sagði þó ekkert hægt að fullyrða.

„Það er í raun stöðug barátta bæði á Íslandi og útum allan heim að halda úti heilbrigðu fjármálakerfi og það er bara vakt sem þarf að standa; bæði stjórnir félaganna, fjármálaeftirlit og auðvitað stjórnmálamenn.“

Hún sagði það þó ljóst að ef stjórnmálamenn eru studdir af auðjöfrum sem hafa efnast á því að fara á svig við lögin væri hætta á því að regluverkið væri sett upp þannig að „þessir gerningar“ væru gerðir löglega. Hún sagðist þó telja vitundarvakningu í samfélaginu um að kerfi síðstu áratuga væri ekki að þjóna hagsmunum almennings.

„Ef að almenningur krefst þess ekki að leikreglunum sé breytt þá auðvitað gerist ekki neitt en almenningur krefst þess ekki nema þá aðeins að þeir átti sig á því að kerfið hafi verið að vinna gegn þeim.“

Guðrún Johnsen sagði opinberun Panamaskjalanna hvalreka.
Guðrún Johnsen sagði opinberun Panamaskjalanna hvalreka.
mbl.is

Innlent »

Vilja hafna þriðja orkupakka ESB

Í gær, 23:06 Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjavík telur að ástæða sé til að að hafna þriðja orkupakka ESB og að leita þurfi allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi. Meira »

Hringsólaði í klukkutíma

Í gær, 21:53 Farþegaþotu Icelandair sem var á leiðinni til San Francisco í Bandaríkjum var snúið við skömmu eftir að hún tók á loft frá Keflavíkurflugvelli síðdegis vegna bilunar í hreyfli. Meira »

Opna nýjan sjávarklasa í Seattle

Í gær, 21:45 Nýr systurklasi Sjávarklasans verður formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle á morgun. Í forsvari fyrir klasann verður Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur sem hefur meðal annars gegnt störfum skipstjóra, stýrimanns og háseta. Meira »

Milljónir séð auglýsingu fyrir au-pair

Í gær, 21:37 María og Jesper eru búsett á Eskifirði og eiga sex ára tvíbura. Þau hafa tvisvar verið með au-pair, en eftir að hafa auglýst eftir danskri au-pair á Facebook hafa þeim borist á sjöunda tug umsókna og hefur auglýsingunni verið deilt yfir 7.500 sinnum. Meira »

Fjórir skiptu með sér 45 milljónum

Í gær, 20:43 Fjórir heppnir miðaeigendur skiptu með sér 45 milljóna króna fyrsta vinningi í nóvemberútdrætti Happdrættis Háskólans en dregið var í kvöld. Meira »

20% fjölgun fólks á biðlistum

Í gær, 20:31 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst og í september biðu að meðaltali 411 einstaklingar eftir slíkum rýmum. Í september í fyrra biðu að meðaltali 342 og nemur fjölgunin á landsvísu 20%. Meira »

Orðlaus yfir tillögu fjárlaganefndar

Í gær, 20:22 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist vera orðlaus yfir tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

„Tindurinn er tappinn í flöskunni“

Í gær, 20:05 „Þegar maður er búinn að stunda fjallgöngur í mörg ár, þá hættir fjall að vera „bara fjall“. Það skiptir máli hvernig er farið á fjallið og hvaða leið. Tindurinn sjálfur lækkar í sessi,“ skrifaði Þorsteinn Guðjónsson í Lesbók Morgunblaðsins um ferð þeirra Kristins Rúnarssonar til Perú 1985. Meira »

Í aðgerðir vegna kólnandi hagkerfis

Í gær, 20:03 „Verðbólgan lætur aðeins á sér kræla, hagvöxtur er aðeins minni en gert er ráð fyrir og einkaneysla er að dragast saman. Þetta hefur allt áhrif á stærðir í frumvarpinu,“ segir Willum Þór Þórsson. Meirihluti fjármálanefndar ætlar að bregðast við kólnandi hagkerfi með aðhaldsaðgerðum. Meira »

Draumurinn um Nepal rættist eftir 59 ár

Í gær, 19:37 „Mig hefur dreymt um að fara til Nepals frá því að Dalai Lama var úthýst frá Tíbet. Ég er friðarins manneskja og það má segja að ferðin sem ég fór til Nepals á dögunum sé einskonar pílagríms- og friðarferð,“ segir Gróa Halldórsdóttir, sem fór með Íslendingum í efri búðir í fjallinu Mardi Himal í Nepal. Meira »

Jón Gnarr ætlar að farga Banksy-verkinu

Í gær, 18:39 Jón Gnarr hefur ákveðið að farga mynd eftir Banksy, sem hann fékk að gjöf þegar hann starfaði sem borgarstjóri Reykjavíkur, við fyrsta tækifæri „þannig að hún og allt það sem hún stendur fyrir trufli engan“. Meira »

Gleði og vinátta í prjónaklúbbum

Í gær, 18:30 Hlátrasköll og kliður mæta blaðamanni þegar hann mætir í Menningarhúsið í Árbæ. Mánudagsprjónahópurinn er á sínu þriðja starfsári og gleðin og ánægjan í hópnum er svo mikil að þær tóku sér ekki frí í sumar að sögn Vilborgar Eddu Lárusdóttur og Sigurlínu Guðmundsdóttur, þátttakenda í prjónahópnum. Meira »

Stressandi en frábær upplifun

Í gær, 18:17 „Við höfðum trú á því að við gætum endað í sæti en þetta var smá sjokk,“ segir Kara Sól Einarsdóttir, nemandi í Árbæjarskóla. Hún var hluti af sigurliði Árbæjarskóla í Skrekk í gærkvöldi. Meira »

Landsréttur stytti farbannið

Í gær, 17:51 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að tveir menn skuli sæta farbanni að kröfu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Meira »

Skiptar skoðanir um eitt leyfisbréf

Í gær, 16:47 Hugmyndir eru til skoðunar í menntamálaráðuneytinu um að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennslu í framhaldsskólum, grunnskólum og leikskólum í stað þess að gefið sé út eitt leyfisbréf fyrir hvert skólastig líkt og staðan er í dag. Meira »

Innkalla 113 Ford Edge-bifreiðar

Í gær, 15:43 Neytendastofu hefur borist sú tilkynning frá bílaumboðinu Brimborg að innkalla þurfi díselknúnar Ford Edge-bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2018. Alls eru þetta 113 bifreiðar. Meira »

Eltu börn á hvítum sendibíl

Í gær, 15:19 Lögreglunni á Suðurnesjum bárust tvær tilkynningar um grunsamlega menn sem óku um á hvítum sendiferðabíl og eltu uppi börn í síðustu viku. Meira »

Tengist ekki Atlantic SuperConnection

Í gær, 15:05 Fram kemur í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að rangt sé að fyrirtækið Atlantic SuperConnection hafi verið að skoða möguleika á lagningu sæstrengsins Ice-Link á milli Bretlands og Íslands sem sé á verkefnalista Evrópusambandsins. Meira »

Svisslendingar eyða mestu á Íslandi

Í gær, 14:49 Svisslendingar eru sá hópur ferðamanna sem eyddi mest í neyslu hér á landi á síðasta ári. Að meðaltali eyddi hver Svisslendingur 292 þúsund krónum í heimsókn sinni á Íslandi. Meira »
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 1500.- Er í Garðabæ s: 8691204...
isl-stáleldhúskollar ódýrir
er með nokkra ódýra eldhús-kolla á 5,500 kr STYKKIÐ sími 869-2798...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...