„Ryðja út heiðarlegu viðskiptafólki“

„Það má kalla þetta ákveðin ruðningsáhrif aflandsfélaga,
„Það má kalla þetta ákveðin ruðningsáhrif aflandsfélaga," sagði Guðrún. mbl.is/Styrmir Kári

Guðrún Johnsen lektor í fjármálum og fyrrum rannsakandi hjá rannsóknarnefnd Alþingis, telur það ekki eiga að vera í forgrunni hvort skattar hafi verið greiddir heldur hvaða áhrif aflandsfélög hafi á virkni viðskiptalífsins. Þetta kom fram í Kastljósi kvöldsins þar sem rætt var við Guðrúnu.

Guðrún sagði opinberanir Panamaskjalanna hvalreka fyrir þá sem stunda rannsóknir á skattamálum. Eins séu þær tækifæri til að skilja til hlítar þá dýnamík sem skapast í kringum aflandsfélögin og byggja upp betra regluumhverfi í kringum fyrirtækjarekstur.

Hún rifjaði upp þá niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar að íslenskir bankar hefðu gefið út óhemju mikið af skuldabréfum á erlendum mörkuðum og fært það fjármagn heim til Íslands.

„Og þegar þeir eru komnir til Íslands þá þurfa þeir auðvitað að koma þeim pening í vinnu. Þeir gerðu það með því að búa til fyrirtækja samstæður eða fyrirtækjavef, vef fyrirtækja sem voru tengd með eignarhaldi og rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að stærstur hluti þessa fjármagns sem kom til landsins fór í lán til þeirra sem áttu líka bankana.“

Stór hluti lánanna var veittur í gegnum félög sem voru ekki innan lögsögu Íslands og rannsóknarnefndin. Heimildir rannsóknarnefndarinnar náðu aðeins til íslensku bankanna en Guðrún segir henni þó hafa tekist það sem staðfest var í Panamalekanum, að komast að því að fyrirtækin sem bankamenn hvöttu til að sett væru upp voru tengd fólki sem hafði þá náð eignarhaldi af bönkunum sjálfum.

Ruðningsáhrif aflandsfélaga

„Ef við förum yfir það, þá er alveg ljóst að þeir sem eru í þessari aðstöðu, bæði að fá lán út úr bankakerfinu, koma upp félögum í erlendri eigu, fela eignarhaldið, fá arðinn út úr kerfinu - bæði taka þeir þá ekki gengisáhættu á Íslandi, þeir borga ekki skatta, hugsanlega,  á Íslandi og eru ósýnilegir. En eftir að höftum var aflétt í áföngum hafa þeir getað komið með peningana aftur inn í íslenskt hagkerfi á 20% afslætti, að meðaltali,“ sagði Guðrún.

„Það má kalla þetta ákveðin ruðningsáhrif aflandsfélaga, það er að segja, það er verið að ryðja út heiðarlegu viðskiptafólki sem ætlar sér að borga samviskusamlega til samfélagsins og  byggja upp heilbrigt viðskiptalíf. Það á í rauninni engan sjens gagnvart svona viðskiptamönnum, sem í krafti þess að hafa ekki borgað skatta og skyldur - að öllum líkindum - geta keypt félög sem hér hafa verið til sölu frá hruni, á mun hærra verði en hinir sem ekki hafa farið þessar leiðir.“

„Stöðug barátta“

Guðrún sagði mikilvægt að horfa á málið heilstætt. Það sem gerðist fyrir hrun hafi verið í sérflokki og að það væri allt öðruvísi bankastarfsemi viðhöfð á Íslandi í dag og að hún teldi engan áhuga fyrir þeim starfsháttum sem viðhafðir voru áður. Hún sagði þó ekkert hægt að fullyrða.

„Það er í raun stöðug barátta bæði á Íslandi og útum allan heim að halda úti heilbrigðu fjármálakerfi og það er bara vakt sem þarf að standa; bæði stjórnir félaganna, fjármálaeftirlit og auðvitað stjórnmálamenn.“

Hún sagði það þó ljóst að ef stjórnmálamenn eru studdir af auðjöfrum sem hafa efnast á því að fara á svig við lögin væri hætta á því að regluverkið væri sett upp þannig að „þessir gerningar“ væru gerðir löglega. Hún sagðist þó telja vitundarvakningu í samfélaginu um að kerfi síðstu áratuga væri ekki að þjóna hagsmunum almennings.

„Ef að almenningur krefst þess ekki að leikreglunum sé breytt þá auðvitað gerist ekki neitt en almenningur krefst þess ekki nema þá aðeins að þeir átti sig á því að kerfið hafi verið að vinna gegn þeim.“

Guðrún Johnsen sagði opinberun Panamaskjalanna hvalreka.
Guðrún Johnsen sagði opinberun Panamaskjalanna hvalreka.
mbl.is

Innlent »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

Í gær, 19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Í gær, 19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Tvöfaldur pottur næst

Í gær, 19:27 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður lottópotturinn tvöfaldur í næstu viku. Einn miðaeigandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann 656.100 kr., en miðinn var keyptur í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ. Meira »

Landspítalann aldrei jafnöflugur og nú

Í gær, 19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Beinbrunasótt greind á Íslandi

Í gær, 18:54 Ungur maður kom í nóvember heim til Íslands eftir að hafa dvalist á Filippseyjum. Hann veiktist á heimleiðinni með hita, skjálfta, niðurgangi og almennum slappleika. Staðfest var með blóðprófi að um beinbrunasótt (Dengue) var að ræða en aðeins einu sinni áður hefur hún greinst hér á landi. Meira »

27 greindust með HIV í fyrra

Í gær, 18:44 Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Meira »

Konu bjargað upp úr gjá

Í gær, 18:06 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarfólk komu göngukonu til bjargar í Heiðmörk á sjötta tímanum en konan hafði fallið niður í gjá á gönguleið. Meira »

Peningar eru ekki vandamálið

Í gær, 17:44 „Það er mjög óheppilegt að þetta skuli koma upp og hefði verið gott ef menn hefðu hugsað þetta áður en lagt var af stað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um stöðuna í millilandaflugi á Akureyri. Meira »

Ábyrgð samfélagsmiðla nú til umræðu

Í gær, 17:39 Lærdómurinn fyrir íslenska unglinga, sem eru endalaust að senda nektarmyndir af sér í gegnum Snapchat, er sá að þegar fólk áframsendir nektarmyndir af fólki sem er börn í lagalegum skilningi, þá er það að deila barnaklámi,“ segir María Rún Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði. Meira »

Óvissustig í Ólafsfjarðarmúla

Í gær, 16:20 Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu og óvissustig gildir í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurspáin hefur hins vegar skánað fyrir morgundaginn. Meira »

Látinn laus í Malaga

Í gær, 14:50 Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni, grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Meira »

Sýning fellur niður

Í gær, 17:33 Leiksýningin Himnaríki og helvíti fellur niður á morgun, sunnudaginn 21. janúar, vegna veikinda.  Meira »

Gera kröfu í dánarbú meints geranda

Í gær, 15:32 Óskað verður eftir opinberri rannsókn á meintum fjárdrætti fyrrverandi starfsmanns Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. á árunum 2010-2015. Lögmanni Höfða hefur verið falið að gera kröfu í dánarbú meints geranda. Meira »

Allt uppselt á innan við klukkustund

Í gær, 14:26 Bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert Frímann voru fyrir jól í gönguferð um Gróttu ásamt föður sínum þegar Róbert stakk upp á því að hefja sölu á kakói í Gróttu. Svo bættust kleinur við og í dag mættu þeir í annað skiptið að selja til gesta og gangandi. Þeir hafa vart undan og uppselt var strax. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...