Seldu gullhring fyrir svefnstað

Hér má sjá börnin og Irinu með farangur sinn á …
Hér má sjá börnin og Irinu með farangur sinn á flugvellinum í París eftir komuna frá Íslandi.

 „Í gær grét ég, grét vegna þeirrar staðreyndar að ég hef enga stjórn á aðstæðum.“

Svona hefst þriðji tölvupóstur Irinu Seibel til mbl.is, annar pósturinn sem sendur er frá Frakklandi eftir að henni og eiginmanni hennar, Vladimir, var synjað um hæli á Íslandi og vísað úr landi ásamt þremur börnum sínum.

Mbl.is hefur birt hina tvo póstana á síðustu dögum, þann fyrsta kvöldið fyrir flutningana þar sem Irina lýsti vonbrigðum sínum og ótta við framhaldið og þann næsta í gær, þar sem hún lýsir fyrsta degi fjölskyldunnar sem hælisleitendur í Frakklandi.

Í pósti dagsins segir hún frá því að fjölskyldan hafi verið mætt á skrifstofu héraðsstjóra klukkan níu í morgun og þar hafi allt virst fremur stórt í sniðum.

Klukkan tíu kom að þeim og sýndu þau konunni sem tók á móti þeim pappírana sem þau höfðu þegar sýnt lögreglunni. Hún leit yfir gögnin og sagði þeim að bíða. Þau biðu til hádegis.

„Eftir allt þetta kallaði hún á okkur og sagði „Hvað er vandamálið?“ Við urðum steinhissa og sögðumst vera flóttamenn, að við vildum sækja um hæli. Önnur kona kom fram og sagði „Farið heim, komið aftur á morgun klukkan níu.“

Aftur vorum við í áfalli, við sögðumst ekki hafa neinn stað að sofa á, enga peninga. Hún sagðist ekkert geta hjálpað okkur frekar og að við yrðum að koma aftur á morgun.“

Þar sem flóttamenn eru ekki fólk

Irina segir aðstæður fjölskyldunnar skelfilegar, raunverulegan hrylling og spyr hvernig Frakkland geti verið sagt lýðræðislegt og öruggt.

„Hér eru flóttamenn ekki fólk og enginn hér vill hjálpa þér eða lætur sig vandamál þín varða.“

Hún segir frá því að fjölskyldan hafi fundið þjónustu sem sjái heimilislausum fyrir næturstað en að staðurinn sé hræðilegur.

„Guð hjálpi okkur,“ skrifar Irina að lokum. „Við erum á götunni. Höfum selt gullhring til að borga fyrir aðra nótt á hóteli.“

Fréttir mbl.is um Seibel fjölskylduna:

„Hvað ef við verðum skilin eftir á götunni“

„Líf! Hvaða líf?“

„Við elskum að vera hérna“

„Hér göng­um við frjáls úti á götu“

Fjölskyldan kom til Íslands í ágúst en var hafnað um …
Fjölskyldan kom til Íslands í ágúst en var hafnað um hæli eftir átta mánaða veru. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert