Vilja göng milli Siglufjarðar og Fljóta

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þverpólitískur hópur þingmanna hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli innanríkisráðherra „að hefja vinnu við nauðsynlegar rannsóknir og frumhönnun á jarð­göngum milli Siglu­fjarðar og Fljóta.“ Ráðherra skili þinginu skýrslu með niðurstöðum rannsókna fyrir árslok 2018.

„Með stóraukinni umferð um Siglufjörð með tilkomu Héðins­fjarðarganga og sífelldu jarðsigi á Siglu­fjarðarvegi um Almenninga og mjög tíðum aur- og snjóflóðum á ströndinni út frá Siglufirði að Stráka­göngum er fullljóst að framtíðarvegtenging frá Siglufirði í vesturátt verður best tryggð með gerð jarð­ganga milli Siglu­fjarðar og Fljóta,“ segir meðal annars í greinargerð.

Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar.

mbl.is