Áætlunin í takt við kröfu undirskriftanna

Kristján Þór Júlíusson (fyrir miðju), var meðal þeirra þingmanna og …
Kristján Þór Júlíusson (fyrir miðju), var meðal þeirra þingmanna og ráðherra sem hlustuðu á erindi Kára Stefánssonar á lokahátíð undirskriftarsöfnunarinnar Endurreisum heilbrigðiskerfið sem fram fór í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, var viðstaddur loka­hátíð und­ir­skrifta­söfn­un­ar­inn­ar „End­ur­reis­um heil­brigðis­kerfið“ sem fram fór í hús­næði Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar í dag. Þar afhenti Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, for­sæt­is­ráðherra, veg­leg­an bunka með 86.729 und­ir­skrift­um.

„Þetta er góður dagur og maður er að sjá hversu mikill samhljómurinn er meðal þess gríðarlega fjölda sem tekur þátt í undirskriftarsöfnun til að standa þétt að baki íslenska heilbrigðiskerfisins og uppbyggingu þess,“ segir Kristján Þór í samtali við mbl.is.

Í fjár­mála­áætl­un til næstu fimm ára sem ríkisstjórnin kynnti í gær er meðal annars gert ráð fyr­ir að fram­lög til heil­brigðismála verði auk­in veru­lega, að há­marks­greiðslur úr fæðing­ar­or­lofs­sjóði verði hækkaðar í 500 þús. kr. og fram­kvæmd­ir við nýj­an Land­spít­ala verði boðnar út árið 2018. Þá er einnig gert ráð fyr­ir þrem­ur nýj­um hjúkr­un­ar­heim­ilum.

Frétt mbl.is: „86.000 radda kór hefur tjáð sig“

Í áætl­un­inni er gert ráð fyr­ir að fram­lög til heil­brigðismála verði auk­in veru­lega á næstu árum þannig að þau verði orðin ríf­lega 30 millj­örðum króna hærri árið 2021 og verði þar með orðin ríf­lega 200 millj­arðar króna á ári. Það svar­ar til þess að fram­lög­in verði auk­in um 18% að raun­v­irði yfir tíma­bilið. Sú aukn­ing er fyr­ir utan all­ar launa­hækk­an­ir sem munu bæt­ast við á tíma­bil­inu auk annarra verðlags­breyt­inga. Þá nema fram­lög til kaupa á tækja­búnaði fyr­ir LSH og FSA 5 millj­örðum á ár­un­um 2016-2021 og 2,5 millj­örðum verður varið til stytt­ing­ar á biðlist­um á sama tíma­bili.   

Kristján Þór segir segir áætlunina vera í tak við þær kröfur sem undirskriftarlistinn standi fyrir, það er að 11% af vergri landsframleiðslu fari til heilbrigðismála.

„Þetta er á góðu róli og í fullu samræmi við þær áherslur sem þessi ríkisstjórn hefur sett fram og staðið við. Þetta gefur okkur færi til að styrkja mjög alla innviði í þessari heilbrigðisþjónustu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert