Hver er þessi Guðni Th.?

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Væntanlega mun Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur tilkynna formlega framboð sitt til embættis forseta Íslands á fundi sem hann hefur boðað til á fimmtudaginn í Salnum í Kópavogi. Kannanir sem gerðar voru áður en ljóst þótti hvort Guðni ætlaði í framboð benda til þess að hann njóti næstmests fylgis á eftir núverandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni, í könnunum þar sem þátttakendur nefndu þann einstakling sem þeir vildu í embættið.

En hver er Guðni Th. Jóhannesson? Guðni fæddist í Reykjavík 26. júní árið 1968, sonur hjónanna Margrétar Thorlacius, kennara og blaðamanns, og Jóhannesar Sæmundssonar, íþróttakennara og íþróttafulltrúa. Guðni á tvo bræður, þá Patrek, íþróttafræðing og fyrrverandi landsliðsmann í handbolta, og Jóhannes, kerfisfræðing. Faðir þeirra lést árið 1983, 42 ára að aldri, úr krabbameini og sá móðir þeirra eftirleiðis að fullu um uppeldi þeirra bræðra.

Líkt og Patrekur stundaði Guðni handbolta á uppvaxtarárunum í Garðabænum en faðir þeirra var meðal annars handboltaþjálfari. Föðuramma og -afi Guðna voru frá Patreksfirði en þaðan er nafn Patreks komið. Þess utan voru þeir bræður skírðir í kaþólskum sið en Guðni sagði í samtali við Morgunblaðið 2009 að foreldrum þeirra hefði líkað þetta dýrlinganafn. Guðni yfirgaf hins vegar kaþólsku kirkjuna í kjölfar frétta af glæpum ýmissa kaþólskra presta.

Bræðurnir Patrekur og Guðni Jóhannessynir.
Bræðurnir Patrekur og Guðni Jóhannessynir. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Guðni stendur í dag utan trúfélaga en sagði aðspurður í samtali við fréttavefinn Hringbraut fyrr á þessu ári að hann tryði á almætti. Þar sagði hann ennfremur: „Líður vel með mína barnatrú og mín trúarjátning er ekki lengur „credo in unum deum“ heldur mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna: „Hver maður er borinn frjáls, jafn öðrum að virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvisku og ber þeim að breyta bróðurlega hver við annan.““

Guðni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1987 og BA-gráðu í sögu og stjórnmálafræði við Warwick-háskóla í Englandi 1991. Næsta árið stundaði hann nám í þýsku við Háskólann í Bonn í Þýskalandi en lauk ekki prófi. Á árunum 1993-1994 stundaði hann nám í rússnesku við Háskóla Íslands. Árið 1997 útskrifaðist Guðni með meistaragráðu í sagnfræði frá HÍ. Tveimur árum síðar lauk hann MSt-gráðu í sögu frá Oxford-háskóla á Englandi.

Guðni var þar með ekki hættur námi en 2003 lauk hann doktorsnámi í sagnfræði frá University of London. Þau Guðni og Eliza Reid, eiginkona hans, kynntust árið 1998 þegar þau voru bæði við nám við Oxford-háskóla, en hún er frá Kanada. Þau hafa verið búsett á Íslandi frá árinu 2003 og rekur Eliza eigið ráðgjafarfyrirtæki. Sjálf er Eliza er með BA-gráðu í alþjóðasamskiptum frá Toronto-háskóla í Kanada og MSt-gráðu í nútímasögu frá Oxford-háskóla.

Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðni og Eliza búa við Tjarnarstíg á Seltjarnarnesi og eiga saman fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. Börnin eru Duncan Tindur (f. 2007), Donald Gunnar (f. 2009), Sæþór Peter (f. 2011) og Edda Margrét (f. 2013). Guðni á sömuleiðis dótturina Rut (f. 1994) með fyrri eiginkonu sinni, Elínu Haraldsdóttur, viðskiptafræðingi og listakonu. Rut stundar í dag nám við Háskóla Íslands.

Guðni hefur meðal annars starfað sem kennari við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og University of London. Í dag starfar hann sem dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands. Eftir hann liggja mikil ritverk á sviði sagnfræði, meðal annars um þorskastríðin og forsetaembættið. Hann ritaði meðal annars ævisögu Gunnars Thoroddsens, fyrrverandi forsætisráðherra, og bók um embættistíð Kristjáns Eldjárns, fyrrverandi forseta Íslands.

mbl.is

Innlent »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

11:58 Erlendur karlmaður var á föstudaginn staðinn að því að stela fjórtán kartonum af sígarettum úr fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann hafði keypt sér flugmiða til London en fór aldrei út úr flugstöðinni heldur lét greipar sópa í fríhöfninni og ætlaði síðan að yfirgefa hana. Meira »

Segir vellíðan ekki nást með valdboði

11:52 Fjölskylduábyrgð hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og áratugi. Staðan er breytt frá því þegar karlmenn voru fyrirvinnur, sá tími er sem betur fer liðinn, en nú leitar fólk að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Meira »

Leggja til friðlýsingu tveggja vatnasviða

11:41 Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu vatnasviða Jökulsár á Fjöllum í Þingeyjarsýslu og Markarfljóts í Rangárvallasýslu á grundvelli flokkunar svæðanna í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Meira »

Vara við svikastarfsemi á Seltjarnarnesi

11:41 Lögreglan varar íbúa á Seltjarnarnesi við því að kaupa þjónustu manna sem hafa farið á milli húsa þar, og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, og boðist til að spúla innkeyrslur, glugga eða þök gegn gjaldi. Meira »

Stærri skjálftinn reyndist 4,6 stig

10:58 Stærri skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í nótt reyndist 4,6 stig að stærð en ekki 3,3 stig eins og áður hafði komið fram. Hinn skjálftinn sem var yfir þremur stigum og mældist 3,5 stig var hins vegar rétt mældur. Meira »

Slökkviliðið æfir í reykfylltu húsi

10:56 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið við æfingar í húsi sem stendur til að rífa við Lækjarfit í Garðabæ.  Meira »

17 ára á 161 km hraða

10:12 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært ellefu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var sautján ára piltur og mældist bifreið hans á 161 km/klst. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Meira »

Íslendingar alltaf að hugsa um vinnuna

09:16 Það skiptir miklu máli að við sköpum samfélag með jafnvægi milli heimilis og vinnustaðar, þar sem fólk getur lifað af launum sínum, sinnt fjölskyldu sinni og haft sín áhugamál. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu um vellíðan á vinnustað á vegum Hagvangs í dag. Meira »

Á að byggja á mati fjölmiðlamanna

08:22 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að almennt sé afstaða félagsins sú að það eigi að vera mat fjölmiðlamanna hvað varði almenning. Meira »

Þrýstingur á vegabætur

08:18 Það dró úr meðalfjölda ferða fólks út fyrir búsetusvæði á liðnu sumri, miðað við fyrri kannanir. Þetta átti sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið og er spurning hvort rigningin hafði þessi áhrif. Meira »

Banaslysum barna hefur fjölgað

07:57 Tíu einstaklingar á aldrinum 0-16 ára létust í umferðinni á tímabilinu 2013-2017, samanborið við aðeins tvo á árunum 2008-2011. Meira »

Góða veðrið nýtt til hins ýtrasta í malbikuninni

07:37 Malbikunarhópur greip tækifærið sem gafst með þurra veðrinu í gær og malbikaði þennan vegspotta í Breiðholtinu.   Meira »

Malbikað á Vesturlandsvegi

07:32 Stefnt er að því að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á milli hringtorga við Álafossveg og Reykjaveg.  Meira »

Kveikt í strætóskýli

06:55 Kveikt var í strætóskýli við Ártúnsbrekku í gærkvöldi en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mjög mikið hefur verið um sjúkraflutninga. Meira »

Vélarvana norður af Húnaflóa

06:44 Björgunarbátur er á leiðinni til þess að aðstoða áhöfn vélarvana báts norður af Húnaflóa. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er engin hætta á ferðum. Meira »

Hangir þurr víða

06:28 Útlit er fyrir hægan vind á landinu í dag. Það ætti að verða þurrt nokkuð víða en þó ber að nefna að úrkomusvæði lónar yfir syðsta hluta landsins og gefur einhverja rigningu eða slyddu með köflum á þeim slóðum. Meira »

Stórir skjálftar við Bárðarbungu

05:50 Rétt eftir miðnætti mældust tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu af stærð 3,3 og 3,5. Engin merki eru um gosóróa að sögn sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

53% aukning í ráðgjöf um síldarafla

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Meira »

Vertíðinni lauk í gærkvöldi

05:30 Síðasta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík snemma í gærmorgun. Er um að ræða skipið Ocean Dream, sem er 35.265 brúttótonn, og lagðist það að Skarfabakka, en skipið lét úr höfn í gærkvöldi. Skemmtiferðaskip þetta tekur nokkuð yfir 1.000 farþega og eru í áhöfn rúmlega 500 manns. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...