Dorrit sendir frá sér yfirlýsingu

Ólafur Ragnar Grímsson forseti ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff. mbl.is/Jim Smart

Dorrit Moussaieff segist aldrei hafa rætt fjármál fjölskyldu sinnar við eiginmann sinn Ólaf Ragnar Grímsson forseta, þar sem um sé að ræða einkamál foreldra sinna. Þá segist hún eiga heimili á Bretlandseyjum, þar sem hún hafi veitt skattayfirvöldum viðhlítandi upplýsingar.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forsetafrúnni, sem skrifstofa forseta sendi á fjölmiðla. Þar segir að um sé að ræða viðbrögð við vangaveltum og ónákvæmum yfirlýsingum og fullyrðingum í fjölmiðlum.

Yfirlýsingin í heild:

STATEMENT

by Dorrit Moussaieff

There has been speculation and inaccurate statements and assertions made in various press articles. In order to set the record straight I wish to make the following clear:

1. I have never had a bank account with HSBC nor have I been a client of that bank.

2. Reference has been made linking me to a company called Jaywick Properties Inc. Jaywick was a company related to my parents and was wound up in 2001. I did not receive any benefit from Jaywick before or after it was wound up.

3. When I was resident in Iceland I made disclosures to the Icelandic tax authorities of my relevant interests. I also provided the Icelandic tax authorities with a copy of my tax return to the United Kingdom tax authorities.

4. I have never discussed my families' financial affairs or arrangements with my husband as these are my parents' private arrangements.

5. I am now resident in the United Kingdom where I have also made relevant disclosure to the United Kingdom tax authorities.

Lausleg þýðing mbl.is:

Yfirlýsing Dorritar Moussaieff

Vangaveltur og ónákvæmar yfirlýsingar og fullyrðingar hafa verið settar fram í ýmsum blaðagreinum. Til leiðréttingar vil ég koma eftirfarandi á framfæri:

1. Ég hef aldrei átt bankareikning hjá HSBC né hef ég átt í viðskiptum við bankann.

2. Skírskotað hefur verið til tengsla minna við fyrirtæki að nafni Jaywick Properties Inc. Jaywick var fyrirtæki sem tengist foreldrum mínum og var afskráð 2001. Ég hagnaðist ekki á Jaywick áður eða eftir að það var afskráð.

3. Þegar ég var skráð til heimilis á Íslandi uppýsti ég íslensk skattayfirvöld um viðkomandi hagsmuni mína. Ég sá íslenskum skattayfirvöldum einnig fyrir eintaki af skattskýrslu minni til breskra skattayfirvalda.

4. Ég hef aldrei rætt fjármál fjölskyldum minnar eða fjárhagslega tilhögun við eiginmann minn þar sem um er að ræða einkamál foreldra minna.

5. Ég er nú búsett í Bretlandi þar sem ég hef veitt breskum skattayfirvöldum viðhlítandi upplýsingar.

mbl.is