Töldu að dagar þeirra væru taldir

C-117 herflugvélin á Sólheimasandi áður en öll verðmæti úr henni ...
C-117 herflugvélin á Sólheimasandi áður en öll verðmæti úr henni voru fjarlægð. Ljósmynd/Þórir Níels Kjartansson

Þann 21. nóvember 1973 var bandarísk herflugvél af gerðinni Douglas C-117 á leiðinni frá Höfn í Hornafirði til herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli þegar veður fór skyndilega versnandi. Flugvélin hafði verið að flytja varning til ratsjárstöðvarinnar við Stokksnes. Hitinn féll niður í 10 gráðu frost, öflugar vindhviður skullu á flugvélinni og ís fór að safnast fyrir í vél hennar.

Eftir að áhöfn flugvélarinnar, undir forystu flugstjórans James Wicke, hafði tekist á við mikla ókyrrð í lofti um tíma drapst á báðum hreyflum hennar vegna ísingar. Þokan sem umlukti flugvélina var svo þykk að áhafnarmeðlimirnir fimm sáu ekki endana á vængjum hennar. Flugvélin tók að hrapa og stefndi beint á fjallshlíð þegar Wicke sendi út neyðarkall á meðan hann reyndi í örvæntingu sinni að koma hreyflum vélarinnar aftur í gang.

Voru staddir yfir einhverju sem líktist tunglinu

Mennirnir um borð voru sannfærðir um að dagar þeirra væru taldir. Aðstoðarflugstjórinn, Gregory Fletcher, sem hafði aðeins 21 flugtíma að baki í C-117 flugvél og var enn í þjálfun, tók yfir stjórn vélarinnar og tók þá ákvörðun að stefna suður á bóginn og lenda vélinni í hafinu fyrir sunnan landið. Hann vissi að 15 sekúndur í Norður-Atlantshafinu þýddi ofkælingu en einnig að áhöfnin myndi samstundis láta lífið ef flugvélin brotlenti í ísilagðri fjallshlíð.

Þegar flugvélin kom niður fyrir skýin í 2.500 feta hæð sá Fletcher að þeir væru staddir yfir einhverjum sem „liti út eins og tunglið.“ Þar var um að ræða Sólheimasand. Hann ákvað að gera tilraun til þess að lenda í frosinni sandfjörunni. Það tókst og stöðvaðist vélin að lokum um sex metra frá sjónum. Flugvélin var illa farin eftir lendinguna en allir voru á lífi. „Þægilegasta lending sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Howard Rowley síðar en hann var í áhöfninni.

Flakið af C-117 flugvélinni á Sólheimasandi.
Flakið af C-117 flugvélinni á Sólheimasandi. mbl.is/Jónas Erlendsson

Þegar flugvélin hafði stöðvast drifu áhafnarmeðlimirnir sig út úr henni enda höfðu komið göt á eldsneytistanka hennar við lendinguna. Áður gripu þeir sjúkrakassa vélarinnar og handfrjálsa fjarskiptastöð frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Fletcher hóf strax að reyna að ná sambandi við herstöðina í Keflavík. Um klukkustund síðar kom björgunarþyrla frá varnarliðinu á staðinn og flutti þá til Keflavíkur undir læknishendur. Í ljós kom að ekkert amaði að þeim.

Bandaríski sjóherinn veitti Fletcher heiðursmerki fyrir framgöngu hans. Hann starfar í dag sem lögfræðingur í Memphis í Bandaríkjunum. „Ég reyndi bara að gera það besta úr hörmulegum aðstæðum. Ég gerði mitt besta,“ er haft eftir honum í umfjöllun Eliots Stein á vefsíðunni Vice.com. Bandaríkjamenn hirtu allt sem hægt var að hirða úr flugvélaflakinu og skildu síðan það sem eftir stóð eftir á Sólheimasandi þar sem það hefur verið síðan.

Fjölmargar bandarískar flugvélar farist á Íslandi

Grein Steins er byggð á rannsókn hans á sögu C-117 flugvélarinnar. Hann sökkti sér niður í gögn frá bandaríska hernum og hafði uppi á Rowley og Fletcher. Hann ræddi einnig við þau Einar Þorsteinsson og Eyrúnu Sæmundsdóttur sem bjuggu á jörðinni þar sem flugvélin lenti þegar það gerðist. Þau sáu vélina lenda og fóru á staðinn á dráttarvél. En hún var hægfara og þegar þau komu á staðinn var þegar búið að bjarga áhöfninni og byrjað að rífa flakið.

Þau Einar og Eyrún gerðu ráð fyrir því að Bandaríkjamennirnir myndu fjarlægja flak flugvélarinnar að fullu en það gerðu þeir ekki sem fyrr segir. Flakið, sem oft hefur ranglega verið sagt af Douglas DC-3 flugvél, var framan af nýtt af Einari sem skýli fyrir rekavið og síðar leyfði hann kunningjum sínum að skjóta á það úr byssum. Í seinni tíð hefur það hins vegar orðið að vinsælum ferðamannastað sem vakið hefur athygli víða um heiminn.

Úr tónlistarmyndbandi söngvarans Justins Bieber.
Úr tónlistarmyndbandi söngvarans Justins Bieber. Skjáskot

Haft er eftir Friðþóri Eydal, sem lengi var fjölmiðlafulltrúi varnarliðsins, að samkomulag hafi verið á milli Bandaríkjamanna og íslenskra stjórnvalda um að þeir fyrrnefndu greiddu 85% af kostnaðinum vegna björgunar ef bandarísk flugvél hrapaði á Íslandi. Íslensk stjórnvöld þyrftu hins vegar að sjá um að fjarlægja flökin. Forsenda þess hafi hins vegar verið sú að landeigendur færu fram á að flökin væru fjarlægð en það hafi þeir hins vegar nær aldrei gert.

Stein segir að samkvæmt gögnum Bandaríkjahers hafi fjölmargar bandarískar flugvélar farist hér við land. Raunar segir hann að á fáum stöðum í heiminum hafi fleiri bandarískar flugvélar hlotið slík örlög. Ástæðan hafi oftar en ekki verið íslenska veðrið. Þannig hafi 385 slys átt sér stað frá 1941, þegar Bandaríkjaher kom fyrst til Íslands, til 1973, þegar C-117 flugvélin nauðlenti á Sólheimasandi, þar sem bandarískar herflugvélar hafi komið við sögu.

„Með það í huga að við höfum aldrei háð stríð við Íslendinga, að ekkert ríki hefur ráðist á Ísland í 70 ár og að þessi eyþjóð hefur ekki einu sinni her, þá er þetta bilun,“ ritar Stein og vísar síðan í Fletcher: „Þú verður að hafa í huga að veðrið á Íslandi er mjög kraftmikið. Það breytist líklega oftar en nokkurs staðar í heiminum fyrir utan heimskautasvæðin sem er ástæða þess að við fljúgum vanalega ekki yfir þau.“

mbl.is

Innlent »

Lilja setur Menntaskólann á Ásbrú í fyrsta sinn

12:13 Fyrsta skólasetning Menntaskólans á Ásbrú fór fram í aðalbyggingu Keilis í gær að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Rúmlega fjörtíu nemendur hefja námið á haustönn, en um eitt hundrað sóttu um og komust því færri að en vildu. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – allavega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Upphafið að einhverju mikilvægu

11:50 „Þetta er ótrúlega mikilvægt,“ segir bankastjóri Íslandsbanka um fund í morgun, þar sem samtök fjórtán norrænna stórfyrirtækja og þjóðarleiðtogar Norðurlandanna undirrituðu sameiginleg markmið um sjálfbærni og jafnrétti. Meira »

Innbrot í fyrirtæki í Vesturbæ og Kópavogi

11:39 Morguninn var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla þurfti þó að sinna útkalli klukkan níu í morgun vegna innbrots í fyrirtæki í vesturhluta borgarinnar. Þá barst einnig tilkynning um innbrot í fyrirtæki í Kópavoginum. Meira »

Ók upp á fólksbíl á Granda

11:11 Sérkennilegt umferðaróhapp varð á Grandagarði í morgun þegar kona ók bíl sínum upp á annan fólksbíl. Tvær konur voru í bílnum, asískir ferðamenn, og samkvæmt heimildum mbl.is höfðu þær nýverið tekið bílinn á leigu. Meira »

„Þetta á allt eftir að hrynja“

11:10 „Það eru miklar viðvaranir þarna niður frá vegna brim- og hrunhættu. Það er alltaf þarna eitthvað hrynjandi. Ég hef nú meira að segja lent í því sjálfur að hrunið hafi á mig þegar ég var í lunda,“ segir íbúi í Görðum við Reynisfjöru. Lög­regl­a lokaði í gær aust­asta hluta ­fjörunnar. Meira »

„Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð“

10:38 „Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð!“ Þetta sagði Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar þegar loftslagssáttmáli sex Norðurlandaþjóða var undirritaður í Hörpu í morgun. Meira »

Má vænta vaxtalækkana

10:04 Ásgeir Jónsson hefur tekið við embætti seðlabankastjóra. Hann mætti til vinnu á skrifstofur Seðlabankans klukkan 9:04 í morgun. Ásgeir segir að vaxtalækkanir geti hæglega verið í kortunum. Meira »

43 sagt upp hjá Íslandspósti

09:53 43 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Íslandspósti. Alls fækkar stöðugildum hjá fyrirtækinu um 80 á árinu 2019. Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart um hópuppsögnina. Meira »

Stór skriða féll úr Reynisfjalli

08:22 Mjög stór skriða féll úr fjallinu fyrir ofan Reynisfjöru í Mýrdal í nótt og er sjórinn brúnlitur á því svæði þar sem skriðan féll. Lögreglan á Suðurlandi ítrekar að austasti hluti Reynisfjöru er lokaður almenningi. Meira »

Hvítur, hvítur dagur í forval evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

08:20 Hvít­ur, hvít­ur dag­ur, nýj­asta kvik­mynd leik­stjór­ans og hand­rits­höf­und­ar­ins Hlyns Pálma­son­ar, er ein þeirra 46 kvikmynda sem eru tilnefndar til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Tilkynnt var um þetta í morgun. Meira »

Fast gjald 324% hærra en notkunin

08:18 Rafmagn til að kveikja á sex ljósaperum í rúmlega 20 fm sameiginlegu geymsluhúsnæði kostar eigendur fjögurra húsa sem tengjast saman samtals 40 kr. á ári eða 10 kr. á eign. Til viðbótar greiða eigendur sameiginlega 12.976 kr. í mælagjald á ári. Meira »

Færri komust að en vildu

08:08 Alls hófu 44 nemendur nám við nýja námsbraut Menntaskólans á Ásbrú í tölvuleikjagerð í gær. Komust færri að en vildu.  Meira »

Ömurlegasta sumar í áratugi

07:57 Veðrið hefur ekki leikið við íbúa Langaness og annarra svæða norðausturhornsins í sumar. Veðrið hefur verið í algerri andstöðu við veðurblíðuna á Suður- og Vesturlandi. Meira »

Framtíð jökla ógnað

07:37 Líklega voru litlir sem engir jöklar hér á landi snemma á yfirstandandi hlýskeiði, fyrir um 5.000-8.000 árum. Svo uxu jöklarnir fram þegar kólnaði og hafa verið mjög breytilegir að stærð síðan land byggðist, að sögn Tómasar Jóhannessonar, fagstjóra á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Rok og rigning á morgun

06:56 Víðáttumikil lægð með allhvössum vindi fer fram hjá landinu aðra nótt og á morgun. Búast má við vindi allt að 20 m/s með suðurströndinni og dálítilli úrkomu á Suðaustur- og Austurlandi með. Meira »

Tjónvaldur 17 ára og í vímu

06:50 Sautján ára ökumaður sem var undir áhrifum fíkniefna er talinn bera ábyrgð á árekstri tveggja bifreiða á Dalvegi í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Ung stúlka sem ekki er komin með bílpróf ók bifreið út af á Heiðmerkurvegi síðdegis í gær. Meira »

Ógnað með eggvopni

06:32 Leigubílstjóra var ógnað með eggvopni og hótað að stinga hann með sprautunál í nótt af pari sem neitaði að greiða bílstjóranum fyrir akstur í Árbæinn. Hann tilkynnir um greiðslusvik og hótanir. Hafði ekið pari að ákveðnu húsi og er hann krafði manninn um greiðslu ógnaði maðurinn honum með eggvopni og konan hótað að stinga hann með nál. Málið er í rannsókn.   Meira »
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...