Pavel gefur alltaf gullin sín

Pavel Ermolinskij með Stefáni Rafni, sem er með verðlaunapeninginn, og ...
Pavel Ermolinskij með Stefáni Rafni, sem er með verðlaunapeninginn, og Árna Degi. Ljósmynd/Berglind Stefánsdóttir

Pavel Ermolinskij, landsliðsmaður í körfubolta og margfaldur meistari með KR, hefur það fyrir venju að gefa börnum verðlaunagripi, sem hann hlýtur að launum fyrir afrek sín. Þannig fengu bræðurnir Árni Dagur og Stefán Rafn Sigurgeirssynir gullpening Pavels sem hann var sæmdur þegar KR varð Íslandsmeistari í liðinni viku.

Bræðurnir búa með foreldrum sínum í Vesturbænum og á liðnu hausti byrjaði Stefán, sem er sjö ára, að æfa körfubolta hjá KR. Æfingarnar voru á undan æfingum meistaraflokks og því sá Stefán Pavel reglulega á æfingum í vetur, en var feiminn og þorði ekki að gefa sig á tal við átrúnaðargoðið. „Ég spilaði körfubolta með Tindastóli sem unglingur á Sauðárkróki og áhugi minn hefur smitast yfir í synina,“ segir Berglind Stefánsdóttir, móðir drengjanna. Hún segir að Pálmar Ragnarsson, þjálfari yngri flokka KR, sé ekki aðeins mjög góður þjálfari heldur hafi hann hrifið börnin og forráðamenn þeirra með sér og meðal annars hvatt krakkana til þess að mæta á leiki. „Með honum óx áhugi Stefáns á körfunni, Árni Dagur, sem er fimm ára, smitaðist og þeim finnst mjög gaman að fara á leiki,“ segir Berglind. „Þeir eru öllum stundum að skjóta á körfu á bílskúrsveggnum hérna heima og stefna að því að verða jafngóðir og Pavel.“

Frábær fyrirmynd

Strákarnir hafa ekki alltaf verið duglegir að borða fisk, en þar varð heldur betur breyting á þegar þeir vissu að fiskurinn væri keyptur hjá Pavel í sælkerabúðinni Kjöti & fiski á Bergstaðastræti. „Það er nóg að segja að fiskurinn sé keyptur hjá Pavel þá er hann borðaður þegjandi og hljóðalaust. Þetta er líka frábær búð með besta fiskinn og kjötið sem hægt er að fá í bænum,“ segir Berglind.

Daginn eftir annan leikinn í úrslitakeppninni fór fjölskyldan sem oftar í búðina til Pavels. Berglind segist þá hafa sagt honum að það væri honum að þakka að drengirnir væru orðnir duglegir að borða fisk. „Ég bætti við að þeir væru auðvitað grjótharðir KR-ingar og mættu vel á leiki, meðal annars í Haukahúsið kvöldið áður. Honum þótti þetta greinilega merkilegt og sagði við þá að ef KR landaði titlinum á heimavelli næsta mánudag skyldu þeir koma til sín og hann myndi gefa þeim medalíuna sína. Þeir sáu ekkert nema stjörnur og töluðu ekki um annað. Leikurinn tapaðist en á leiðinni í fjórða leikinn sögðu þeir að kannski fengju þeir medalíuna hans Pavels eftir leik. Ég sagði þeim að Pavel hefði bara talað um heimaleikinn, en þeir fóru samt til hans eftir sigurinn. „Hæ, við erum strákarnir úr fiskbúðinni. Manstu eftir okkur?“ sögðu þeir við hann. Hann mundi strax eftir þeim, tók af sér medalíuna og gaf þeim.“ Berglind á ekki til orð yfir hugulsemi Pavels. „Hann er frábær fyrirmynd í íslenskum körfubolta,“ segir hún.

„Það var ánægjulegt að heyra að bræðurnir hafa tekið upp þann góða sið að borða fisk eins og ég og það er mikill sigur fyrir mig að vera fyrirmynd ungra og efnilegra körfuboltamanna,“ segir Pavel. „Ég hef alltaf gefið mínar medalíur og það hefur oft verið þannig að fyrsti krakkinn sem hefur beðið um verðlaunin hefur fengið þau,“ heldur hann áfram. Hann segist ekki hafa verið mjög vongóður um að hitta bræðurna í hamaganginum eftir síðasta leik, en hann hafi beðið rólegur eftir því að sjá þá. „Margir krakkar báðu mig um medalíuna en ég sagði þeim sem var að það væri búið að panta hana. Svo komu strákarnir feimnir upp fyrir haus, minntu mig á loforðið og ég gaf þeim medalíuna.“

Pavel segir að hann þurfi ekki að eiga stóran bikaraskáp. „Ég þarf ekki medalíur til að minna mig á minningarnar og sigrana,“ segir hann. „Medalían er stórmál fyrir krakkana og þegar ég var á þeirra aldri leit ég upp til íþróttamanna og þótti vænt um athygli frá þeim. Ef sigurlaunin gleðja krakkana gleður það mig meira en medalían sjálf.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Boðið inn af ókunnri „stúlku“

21:15 „Það er ekkert mál fyrir ofbeldismenn að hafa samband við unga krakka á Instagram,“ segir Arnrún Bergljótardóttir, sem lenti í miður skemmtilegri reynslu í London á dögunum þegar stúlka, að því er virtist, hafði samband við hana í gegn um samfélagsmiðilinn. Meira »

Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu

20:52 Fyrir rúmlega ári síðan hóf íslenski hjólaframleiðandinn Lauf að selja malarhjól undir eigin merkjum. Viðtökur fagtímarita hafa verið gríðarlega góðar og er salan komin vel af stað. Á næsta ári ætlar fyrirtækið að kynna nýtt hjól. Meira »

Segir sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar

20:15 Magnús Helgi Árnason hefur sagt sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar. Þetta kemur fram á vef útgerðarinnar, en þar segir að hann hafi sagt sig úr stjórninni í kjölfar fundar hennar, þar sem fyrir lá tillaga um að boða til hluthafafundar og afgreiða tillögu um vantraust á hendur honum. Meira »

Óvíst hvort viðgerð á Fjordvik borgi sig

19:36 Ekki er víst hvort gert verði við flutningaskipið Fjordvik að fullu. Það er komið á þurrt land í Hafnarfjarðarhöfn. Bráðabirgðaviðgerð á skipinu hefst að líkindum á næstu dögum en í dagsbirtu á morgun mæta eigendur og tryggingarfélög á staðinn og meta stöðuna. Meira »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi

18:55 Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall. Meira »

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar

18:40 Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu. Meira »

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

18:38 Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Meira »

10 geðhjúkrunarrými í viðbót

18:35 Hjúkrunarheimilið Mörk óskaði eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá að breyta 10 almennum hjúkrunarrýmum í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á þetta. Meira »

Rykmagn veldur háum styrk svifryks

17:55 Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurvegur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira »

Perlan með afmælissýningu á Bessastöðum

17:08 Leikhópurinn Perlan heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og hélt þar sýningu í tilefni að 35 ára afmæli hópsins. Meira »

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

17:00 Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði. Meira »

Sakaði meirihlutann um blekkingarleik

16:50 „Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag. Meira »

„Ekki skemmtilegt að keyra þennan veg“

16:32 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist hafa fundið fyrir mikilli samstöðu íbúa, ekki aðeins á Vatnsnesi, heldur á öllu svæðinu, og sveitarstjórnar um umbætur á Vatnsnesvegi. „Samstaða hjálpar alltaf til þegar við þurfum að úthluta fjármagni og forgangsraða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Meira »

Fimm milljónir í listsjóð á Akureyri

16:13 Samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi var undirritað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Meira »

1.500 milljóna endurfjármögnun

16:10 „Það er ljóst að það þurfti að endurfjármagna fyrirtækið og við höfum í sjálfu sér ekki tæmt þá umræðu,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, í samtali við mbl.is um heimild til að endurlána Íslandspósti allt að 1,5 milljörðum króna árið 2019. Meira »

Ríkið sýknað af 320 milljóna kröfu

16:03 Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af 320 milljóna króna skaðabótakröfu Garðabæjar vegna reksturs hjúkrunarheimilisins Ísafoldar á árunum 2013 til 2015. Meira »

Nemendur umkringdu skólann

15:35 Nemendur Háteigsskóla umkringdu skól­ann í dag og sungu af­mæl­is­söng­inn, en skólinn fagnar hálfrar aldar afmæli á laugardaginn. Með þeim gjörningi voru nemendur og starfsfólk að ramma inn höfuðáherslur skólans; virðing, samvinna og vellíðan. Meira »

Hjúkrunarrýmum fjölgar um 200 á 2 árum

15:32 Hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara fjölgar um 200 á næstu tveimur árum. Á næsta ári átti að verja 45,9 milljörðum í málaflokkinn en nú stendur til að sú upphæð verði 733,6 milljónum lægri. Meira »
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 15% afsláttur af Natalie? Bjóðum upp á þennann afslátt fram a...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk..205/55R16.. Verð kr 12000..Sími 8986048......
íbúð með sérinngangi eða sérbýli óskast.
Ábyrg og snyrtileg fjögurra manna fjölsk. óskar eftir húsnæði í Reykjavik og nág...
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....