Allt aðrar kosningar í dag en í gær

Davíð Oddsson tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands fyrr ...
Davíð Oddsson tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands fyrr í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta eru allt aðrar forsetakosningar í dag en í gær,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Baldur segir fregnir af framboði Davíðs Oddssonar gjörbreyta forsetakosningunum en segir ómögulegt að segja til um það á þessum tímapunkti af hverjum hann mun taka fylgi.

Baldur segir baráttuna orðna pólitískari og með skýrari valkostum en í upphafi. „Nú erum við ekki aðeins með sitjandi forseta til 20 ára heldur líka annan þann stjórnmálamann sem mesta reynslu hefur á landinu og þeir hafa báðir mjög skýra stefnu. Hins vegar með aðra frambjóðendur sem eru yngri og boða aðrar áherslur, svo það eru nokkuð skýrir valkostir sem standa kjósendum til boða í þessum kosningum.“

Ólíkar afstöður forsetaframbjóðandanna

Baldur segir að ef marka megi það sem Davíð hefur áður sagt í stjórnmálum og sem ritstjóri Morgunblaðsins virðist það vera þannig að bæði hann og Ólafur Ragnar standi með því samfélagi sem þeir hafa sjálfir tekið þátt í að móta, báðir í stjórnmálum og Ólafur Ragnar sem forseti. „Þeir eru að ákveðnu leyti að tala fyrir þeim áframhaldandi stöðugleika eins og þeir sjá hann og hann birtist þeim og þeirra kjósendum,“ segir hann og heldur áfram: „Til dæmis með stjórnarskránna, að henni megi ef til vill breyta en þær breytingar eigi að vera hógværar og standa með þessu samfélagi eins og það hefur verið byggt upp“. Þá segir hann það hins vegar virðast vera að hinir frambjóðendurnir séu opnari fyrir meiri og róttækari stjórnarskrárbreytingum.

Hann bendir á að Ólafur Ragnar, Davíð og Andri Snær virðist eiga það sameiginlegt að vilja að forsetinn taki skýra afstöðu til einstakra mála og eigi ekki að hika við það þegar á reynir. Guðni Th. Sé hins vegar á annarri skoðun. „En á sama tíma hefur Guðni talað mjög afdráttarlaust gegn inngöngu Íslands að Evrópusambandinu og er því ekki alveg samkvæmur sjálfum sér með að forsetinn eigi ekki að vera „í liði“ eins og hann orðaði það“. Þá segir hann Ólaf Ragnar ef til vill hafa beitt embættinu á þann veg að erfitt sé fyrir forsetaframbjóðendur að hafna því að ætla að taka afstöðu í stórum deilumálum í samfélaginu, „en við eigum eftir að sjá það betur,“ segir Baldur.

Davíð með mildari tón til að ná til kjósenda

Baldur segir það hafa skinið í gegn í viðtalinu við Davíð í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að hann væri að reyna að höfða til breiðs hóps. „Davíð hefur verið mjög afdráttarlaus í sínum ritstjórapistlum í Morgunblaðinu en hann er farinn að breyta um stíl. Hann er að reyna að höfða til víðtækari hóps en lesendahóps Morgunblaðsins,“ segir hann og bætir við að Davíð hafi tekist mjög vel til með slíkt bæði sem borgarstjóri Reykjavíkur og sem formaður Sjálfstæðisflokksins í þingkosningum. Áhugavert verði því að sjá hversu breiðs hóps hann nái til.

„Það vakti athygli mína þegar ég hlustaði á Davíð á Bylgjunni í morgun að það var ekki ritstjóri Morgunblaðsins sem hélt utan um þennan beinskeytta penna á ritstjórnarskrifstofunni í Hádegismóum heldur var föðurlegri tónn í honum,“ segir Baldur. „Þarna var ekki maður sem var að ýta undir átök í samfélaginu eða skapa deilur með yfirlýsingum heldur var þetta maður sem sagði hvað honum fyndist en talaði föðurlega, mildum tóni til þjóðarinnar.“

Baldur segir áhugavert verða að fylgjast með kosningabaráttu Davíðs. „Það verður áhugavert að sjá ef hann notar þennan mildari tón, að hvaða marki hann muni höfða til kjósenda. Með þessum mildari tón getur hann höfðað til mun fleiri en kjarnafylgis Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokksins.“

Ekki ólíklegt að baráttan verði óvægin

Fleira vekur þó athygli í forsetakosningunum að mati Baldurs, eins og það hversu fáar konur eru í framboði og hvað þær konur sem eru í framboði fái takmarkaðan hljómgrunn. „Það voru margar mjög hæfar konur sem voru augljóslega að huga að því að fara í framboð og lýstu því yfir að þær væru að skoða það alvarlega, en þær fóru ekki fram. Þá er spurningin, án þess að menn vilji fullyrða um það, hvort þær hiki frekar við þessa baráttu en karlarnir,“ segir hann og heldur áfram:

„Það er ekki ólíklegt að þessi barátta gæti orðið óvægin. Við erum með tvo mestu þungavigtarmenn í íslenskum stjórnmálum sem munu takast á, og svo fólk sem hefur mjög lítinn eða engan þátt tekið í stjórnmálum.“ Baldur segir þó frambjóðendur í seinni flokknum, þá sérstaklega Guðni Th., Andri Snær og Halla vera óhrædd við að gagnrýna mótframbjóðendur sína og tala fyrir sínum málstað afdráttarlaust.

Að lokum segir Baldur að baráttan gæti orðið hörð, sérstaklega ef skoðanakannanir sýna að það sé mjótt á mununum.

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir forsetakosningarnar gjörbreyttar.
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir forsetakosningarnar gjörbreyttar. mbl.is/Ómar Óskarsson
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefur aftur kost á sér ...
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefur aftur kost á sér í júní. mbl.is/Golli
Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi.
Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi. mbl.is/Golli
Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi.
Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi. Mynd/Aðsend
Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi.
Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjölmenn skötumessa

23:12 „Þetta var ótrúlega magnað, það hafa aldrei áður mætt svona margir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður og frumkvöðull Skötumessunnar í Garðinum. Fjölmennasta Skötumessan til þessa var haldin á miðvikudagskvöld í Miðgarði Gerðaskóla. Meira »

Malbikunin gengið „gríðarlega vel“

22:32 Áætlað er að malbikun á Hellisheiði ljúki um kl. 4 í nótt og verður þá opnað fyrir alla umferð bæði til austurs og vesturs.   Meira »

Sér ekki eftir ákvörðunum Isavia

21:58 „Vélin er farin, ekki af því að við gerðum eitthvað rangt, heldur út af því að héraðsdómur úrskurðaði með röngum hætti,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia í samtali við mbl.is. Hann segist ekki sjá eftir þeim ákvörðunum sem Isavia hafi tekið í málinu. Meira »

Æðardúnninn sama gamla kókaínið

21:22 Bandarískur rithöfundur nokkur er allra manna meðvitaðastur um að góð vísa er aldrei of oft kveðin. Hann slær því upp í blöðum æ ofan í æ, nú í Guardian, að íslenskur æðardúnn sé kókaín Íslendinga. Meira »

Skoða grindhvalina eftir helgi

21:11 Tveir til þrír sérfræðingar frá Hafrannsóknarstofnun ætla að skoða tugi grindhvala sem strönduðu í Löngufjörum á Snæfellsnesi eftir helgi. Þeim verður flogið með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þetta segir Gísli Arn­ór Vík­ings­son, hvala­sér­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un. Meira »

Dr. Gunni hesthúsar pylsu í foreftirrétt

20:20 Á nýopnuðum matarmarkaði á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn sást til Dr. Gunna í hægindum sínum vera að gæða sér á pylsu í eftirrétt. Aðalrétturinn hafði ekki verið upp í „rassgatið á flugu.“ Meira »

Tveir fengu 121 milljón króna

19:55 Fyrsti vinningur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld. Hins vegar voru tveir heppnir Norðurlandabúar með annan vinning og hlaut Dani og Norðmaður hvor um sig rúmlega 121 milljón króna. Meira »

Kemur til greina að loka tímabundið

19:03 Til greina kemur að loka tímabundið Efstadal II ef ekki næst að rjúfa smitleið E.coli-sýkingar með alþrifum á staðnum. Heilbrigðiseftirlitið og Matvælastofnun hafa gripið til hertari aðgerða á staðnum eftir að í ljós kom að tveir fullorðinir einstaklingar greindust með E.coli í dag Meira »

„Núna eru menn að vakna“

19:00 „Það kemur manni á óvart að það sé verið að bregðast við þessu núna fyrst. Skipstjórnarmenn á nýja Herjólfi hafa bent á að það þurfi að gera breytingar á hafnarmannvirkjum í Vestmannaeyjum og núna eru menn að vakna,” segir Njáll Ragnarsson formaður bæj­ar­ráðs Vest­manna­eyja. Meira »

„Þarf að gagnrýna forsetann“

18:25 „Ég kunni að meta það,“ segir dr. Munib Younan, biskup frá Palestínu sem býr í suðurhluta Jerúsalem, þar sem hann ræðir um það þegar Hatarar drógu upp fána Palestínu í Eurovision-söngvakeppninni í maí. Meira »

„Við fylgjum bara okkar stefnu“

17:50 „Þó maður hafi nú einsett sér fyrir tíu árum að sveiflast ekki eftir skoðanakönnunum þá verð ég að viðurkenna að þetta er samt auðvitað mjög ánægjulegt og við erum þakklát fyrir þennan stuðning,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um fylgisaukningu flokksins. Meira »

Kröfum um stöðvun framkvæmda hafnað

17:22 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum kærenda í sex kærumálum um stöðvun undirbúningsframkvæmda vegna Hvalárvirkjunar á meðan að úrskurðað er í málunum. Meira »

Starfsmaður smitaði ekki ferðamann

17:18 Það er útilokað að starfsmaðurinn á Efstadal, sem var smitaður af E.coli, hafi smitað erlendan ferðamann þann 8. júlí. Ferðamaðurinn smitaðist þó að aðgerðir á staðnum hafi átt að koma í veg fyrir það. Meira »

31 þúsund tonn í sérstakar aðgerðir

17:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðstafað rúmlega 31 þúsund tonnum til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða samtals 23.316 þorskígildistonnum. Meira »

Sóttu veikan mann í Drottninguna

16:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan mann um borð í skipið Queen Mary 2, skip breska skipa­fé­lag­sins Cun­ard í gærkvöldi. Beiðni barst Landhelgisgæslunni um klukkan sjö í gærkvöldi þegar skipið var um 80 sjómílum sunnan af Vík í Mýrdal. Meira »

Greiðir ekki ­fólki með lausa kjara­samn­inga

16:34 Akureyrarbær ætlar ekki að greiða starfs­fólki með lausa kjara­samn­inga ein­greiðslu 1. ág­úst næstkomandi. Meirihluti bæjarráðs hafnar erindi Einingar-Iðju þess efnis og vísar jafnframt til þess að samningsumboð sveitarfélagsins vegna kjarasamninga er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Meira »

Eldur í vinnuskúr í Kópavogi

16:11 Eldur kom upp í vinnuskúr á vegum Kópavogsbæjar við Fífuhvamm á þriðja tímanum í dag. Slökkviliði var kallað á vettvang og hefur það náð tökum á eldinum þótt enn logi. Nú er barist við að rífa af þaki og slökkva eldinn. Meira »

Ekki ákærðir vegna dauða ungrar konu

16:11 Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumönnum sem voru til rannsóknar vegna afskipta lögreglu af ungri konu sem dó á Landspítala síðar sama kvöld í apríl. Rannsókn málsins lauk í upphafi mánaðar. Meira »

Hótaði að skera kærustuna á háls

15:41 Maðurinn sem er grunaður um að stinga ann­an mann í heima­húsi í Nes­kaupstað um miðnætti 10. júlí síðastliðinn situr í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Landsréttur staðfesti fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Austurlands. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Flottur Hyundai Tucson Comfort 2018
Hyundai Tucson Comfort 2,0 dísel 4x4 ekinn aðeins 11 þ. Km. Hiti í stýri, afteng...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...