Davíð býður sig fram til forseta

Davíð Oddsson
Davíð Oddsson Ómar Óskarsson

Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands.  Þetta var kynnt í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Davíð segist ekki geta  svarað því hvort hann hefði ekki boðið sig fram ef Ólafur Ragnar hefði ekki gert það. Ekki séu nema örfáir dagar síðan hann fór að velta þessu fyrir sér.

Davíð segist ekki hafa tekið því illa upp þegar Ólafur Ragnar bauð sig fram 2012. Hann hafi ekki kosið hann þá, en hefði gert það ef ekki hefði verið nokkuð öruggt að hann hlyti kosningu. Því hafi fylgt öryggi að hafa Ólaf Ragnar á Bessastöðum þá.

„Mér fannst þetta ekki jafn rétt núna, þegar tíminn er orðinn svona langur og við þær aðstæður sem hann gaf upp,“ sagði Davíð.

Davíð segist ekki ganga að því sem vísu að hann eigi öruggan stuðningshóp. „Í forsetakosningum er það svo að það er ótrúlegt hverjir styðja hvern.“

Frambjóðandi til forsetaframboðs verði að ganga að því vísu að svo kunni að fara að hann tapi.

Páll spurði því næst hvernig hann muni taka því ef svo fari, hann sé ekki vanur að tapa kosningu? „Ég held að ég myndi tapa vel ef svo má segja. Ég er ekki lengi að grufla yfir því sem gengið er. Ef að þannig færi, sem vel getur verið, þá mun ég líta á það sem rétta niðurstöðu hver sem hún er. Fara á minn gamla vinnustað og byrja að skrifa."

Hann muni fara í leyfi frá störfum sínum sem ritstjóri Morgunblaðsins á næstunni. "Ég mun hverfa í sumarleyfi fljótlega eftir að þessi ákvörðun var tekin," segir Davíð.

Davíð kveðst hafa verið ánægður með það hvernig Ólafur Ragnar tók á Icesave málinu og Páll minntist þá á fjölmiðlalögin og að Davíð hafi ekki verið jafn sáttur með ákvörðun Ólafs Ragnars þá. „Varðandi fjölmiðlalögin voru þannig að þau tóku ekki gildi fyrr en eftir næstu alþingiskosningar, þannig að það var fráleitt að beita þessu valdi þá. Ég tel þó að í meginatriðum fram að þessu hafi hann staðið sig vel.“

Spurður hvort  breyta eigi hlutverki forsetans til að breyta áfrýjunarvaldinu, segir Davíð að hann telji að  að meginstofni til hafi þetta vald ekki verið misnotað. „En ég held að menn verði að fara mjög varlega með það.“ Misjafnt sé hvort fyrri forsetar hafi talið sig hafa þetta vald. „Ákvæðið er fyrir hendi að ég vil telja að þeir hafi allir, jafnvel Ólafur, beitt því varlega.“

Páll nefndi þá að Davíð hafi verið gagnrýnin í garð Ólafs Ragnars og Guðna Th.  í síðasta Reykjavíkurbréfi sínu.  „Menn verði að gæta hófs, en það er nauðsynlegt að vita hvaða menn eru á ferðinni og fyrirhvað þeir standa. Það verður að liggja fyrir.“ Sjálfur sé hann þannig að  fólk þekki kosti hans og galla í gegnum fyrri störf.

Er þetta fyrsti þátturinn í umsjón fjölmiðlamannsins Páls Magnússonar.

Uppfært 11:49

Spurður hvað muni vinna með honum og hvað hann telji að vinni gegn sér nefnir Davíð óvissuástand innan lands sem utan. „Ég held að flestir meti það svo að forsetaembættið sé verið að leita að manni sem er til staða og sem getur brugðist við, en ekki til að taka þátt í veislum eða eiga fróðleg spjöll við erlenda gesti.“ Viss störf, m.a. starf forsetans sé þess eðlis að menn séu þar til að geta brugðist við aðstæðum sem upp geta komið. „Þar séu þá menn sem geta tekið ákvörðun og láta engann hræra í sér. Þetta eru eiginleikar sem ég tel mig hafa og hef nýtt, oftast nær til góðs, þeir myndu nýtast vel. Auk þess sem að ég væri kominn þarna til að láta gott af mér leiða og stilla til friðar.

Gallarnir væru hins vegar væntanlega að menn teldu hann hafa verið of lengi í pólitík og hafi  fengið menn upp á móti mér. „En ég hef átt gott að starfa með fólki.“

Spurður hvort hann hafi átt eða eigi fé í aflandsfélögum svaraði Davíð: „Ég hef því miður aldrei verið svo fjáður eða hugmyndaríkur að eiga fé erlendis.“ Eina undantekningar  sé ávísanareikningur sem hann hafi átt á námsárum í sumarskóla í Cambridge. „Það var í síðasta skipti sem ég var með ávísun í útlöndum.“

Páll spurði því næst hvort ekki sé nóg komið að einhverjir væru væntanlega þeirrar skoðunar að tími þeirra Ólafs Ragnars væri liðinn. „Þetta er sanngjörn spurning, en svo eru aðrir sem segja að svo að ekki að þessir menn hafi kosti sem enn megi nýta. Það eru vandamál hér, við erum með veikt þing og við þær aðstæður væri skrýtið að þjóðin myndi velja veikan forseta.“

mbl.is

Innlent »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi

18:55 Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall. Meira »

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar

18:40 Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu. Meira »

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

18:38 Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Meira »

10 geðhjúkrunarrými í viðbót

18:35 Hjúkrunarheimilið Mörk óskaði eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá að breyta 10 almennum hjúkrunarrýmum í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á þetta. Meira »

Rykmagn veldur háum styrk svifryks

17:55 Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurvegur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira »

Perlan með afmælissýningu á Bessastöðum

17:08 Leikhópurinn Perlan heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og hélt þar sýningu í tilefni að 35 ára afmæli hópsins. Meira »

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

17:00 Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði. Meira »

Sakaði meirihlutann um blekkingarleik

16:50 „Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag. Meira »

„Ekki skemmtilegt að keyra þennan veg“

16:32 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist hafa fundið fyrir mikilli samstöðu íbúa, ekki aðeins á Vatnsnesi, heldur á öllu svæðinu, og sveitarstjórnar um umbætur á Vatnsnesvegi. „Samstaða hjálpar alltaf til þegar við þurfum að úthluta fjármagni og forgangsraða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Meira »

Fimm milljónir í listsjóð á Akureyri

16:13 Samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi var undirritað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Meira »

1.500 milljóna endurfjármögnun

16:10 „Það er ljóst að það þurfti að endurfjármagna fyrirtækið og við höfum í sjálfu sér ekki tæmt þá umræðu,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, í samtali við mbl.is um heimild til að endurlána Íslandspósti allt að 1,5 milljörðum króna árið 2019. Meira »

Ríkið sýknað af 320 milljóna kröfu

16:03 Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af 320 milljóna króna skaðabótakröfu Garðabæjar vegna reksturs hjúkrunarheimilisins Ísafoldar á árunum 2013 til 2015. Meira »

Nemendur umkringdu skólann

15:35 Nemendur Háteigsskóla umkringdu skól­ann í dag og sungu af­mæl­is­söng­inn, en skólinn fagnar hálfrar aldar afmæli á laugardaginn. Með þeim gjörningi voru nemendur og starfsfólk að ramma inn höfuðáherslur skólans; virðing, samvinna og vellíðan. Meira »

Hjúkrunarrýmum fjölgar um 200 á 2 árum

15:32 Hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara fjölgar um 200 á næstu tveimur árum. Á næsta ári átti að verja 45,9 milljörðum í málaflokkinn en nú stendur til að sú upphæð verði 733,6 milljónum lægri. Meira »

Frávísunarkröfu hafnað

15:21 Héraðsdómur Reykjaness hefur hafnað kröfu fimm sakborninga af sjö í gagnaversmálinu um að máli þeirra verði vísað frá. Verjendur mannanna töldu að réttindi þeirra hefðu ekki verið virt og að rann­sak­end­ur hefðu beitt ólög­mæt­um aðferðum til að afla sér upp­lýs­inga við rann­sókn­ina. Meira »

Stal 650 kg af humri og keyrði ölvaður

15:16 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku karlmann á þrítugsaldri í eins árs fangelsi, þar af ellefu mánuði skilorðsbundna, fyrir að stela 650 kg af humri, auk fleiri brota. Kona sem var samverkamaður hans í öðrum þjófnaði var dæmd í tveggja mánaða fangelsi, þar af annan skilorðsbundinn. Meira »

Snorri fær 3,5 milljónir í bætur

14:45 Hæstiréttur hefur dæmt Akureyrarbæ til að greiða Snorra Óskarssyni 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna uppsagnar hans sem grunnskólakennara við Brekkuskóla. Bæturnar voru þar með lækkaðar um 3 milljónir króna en Héraðsdómur Norðurlands hafði dæmt Akureyrarbæ til að greiða honum 6,5 milljónir króna. Meira »

Nær allir orðið vitni að slysi

14:23 „Það er ekkert eðlilegt við það ástand og kvíðvænlegt fyrir íbúa að búa við þann ótta að einn daginn þegar þú kemur að bíl utan vegar að einhver sé lífshættulega slasaður eða jafnvel látinn.“ Nær allir ábúendur á Vatnsnesi hafa horft upp á eða komið að slysi +a Vatnsnesvegi. Meira »
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Flygill
Til sölu fallegur og vel með farinn Yamaha flygill. Hljóðfærið er C-týpa, ca. 40...
Nissa Leaf til sölu..
Til sölu Nissan Leaf Tekkna árg. 2016. 30 kw, dökkblár, leiðurklæddur, myndavél...