Davíð býður sig fram til forseta

Davíð Oddsson
Davíð Oddsson Ómar Óskarsson

Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands.  Þetta var kynnt í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Davíð segist ekki geta  svarað því hvort hann hefði ekki boðið sig fram ef Ólafur Ragnar hefði ekki gert það. Ekki séu nema örfáir dagar síðan hann fór að velta þessu fyrir sér.

Davíð segist ekki hafa tekið því illa upp þegar Ólafur Ragnar bauð sig fram 2012. Hann hafi ekki kosið hann þá, en hefði gert það ef ekki hefði verið nokkuð öruggt að hann hlyti kosningu. Því hafi fylgt öryggi að hafa Ólaf Ragnar á Bessastöðum þá.

„Mér fannst þetta ekki jafn rétt núna, þegar tíminn er orðinn svona langur og við þær aðstæður sem hann gaf upp,“ sagði Davíð.

Davíð segist ekki ganga að því sem vísu að hann eigi öruggan stuðningshóp. „Í forsetakosningum er það svo að það er ótrúlegt hverjir styðja hvern.“

Frambjóðandi til forsetaframboðs verði að ganga að því vísu að svo kunni að fara að hann tapi.

Páll spurði því næst hvernig hann muni taka því ef svo fari, hann sé ekki vanur að tapa kosningu? „Ég held að ég myndi tapa vel ef svo má segja. Ég er ekki lengi að grufla yfir því sem gengið er. Ef að þannig færi, sem vel getur verið, þá mun ég líta á það sem rétta niðurstöðu hver sem hún er. Fara á minn gamla vinnustað og byrja að skrifa."

Hann muni fara í leyfi frá störfum sínum sem ritstjóri Morgunblaðsins á næstunni. "Ég mun hverfa í sumarleyfi fljótlega eftir að þessi ákvörðun var tekin," segir Davíð.

Davíð kveðst hafa verið ánægður með það hvernig Ólafur Ragnar tók á Icesave málinu og Páll minntist þá á fjölmiðlalögin og að Davíð hafi ekki verið jafn sáttur með ákvörðun Ólafs Ragnars þá. „Varðandi fjölmiðlalögin voru þannig að þau tóku ekki gildi fyrr en eftir næstu alþingiskosningar, þannig að það var fráleitt að beita þessu valdi þá. Ég tel þó að í meginatriðum fram að þessu hafi hann staðið sig vel.“

Spurður hvort  breyta eigi hlutverki forsetans til að breyta áfrýjunarvaldinu, segir Davíð að hann telji að  að meginstofni til hafi þetta vald ekki verið misnotað. „En ég held að menn verði að fara mjög varlega með það.“ Misjafnt sé hvort fyrri forsetar hafi talið sig hafa þetta vald. „Ákvæðið er fyrir hendi að ég vil telja að þeir hafi allir, jafnvel Ólafur, beitt því varlega.“

Páll nefndi þá að Davíð hafi verið gagnrýnin í garð Ólafs Ragnars og Guðna Th.  í síðasta Reykjavíkurbréfi sínu.  „Menn verði að gæta hófs, en það er nauðsynlegt að vita hvaða menn eru á ferðinni og fyrirhvað þeir standa. Það verður að liggja fyrir.“ Sjálfur sé hann þannig að  fólk þekki kosti hans og galla í gegnum fyrri störf.

Er þetta fyrsti þátturinn í umsjón fjölmiðlamannsins Páls Magnússonar.

Uppfært 11:49

Spurður hvað muni vinna með honum og hvað hann telji að vinni gegn sér nefnir Davíð óvissuástand innan lands sem utan. „Ég held að flestir meti það svo að forsetaembættið sé verið að leita að manni sem er til staða og sem getur brugðist við, en ekki til að taka þátt í veislum eða eiga fróðleg spjöll við erlenda gesti.“ Viss störf, m.a. starf forsetans sé þess eðlis að menn séu þar til að geta brugðist við aðstæðum sem upp geta komið. „Þar séu þá menn sem geta tekið ákvörðun og láta engann hræra í sér. Þetta eru eiginleikar sem ég tel mig hafa og hef nýtt, oftast nær til góðs, þeir myndu nýtast vel. Auk þess sem að ég væri kominn þarna til að láta gott af mér leiða og stilla til friðar.

Gallarnir væru hins vegar væntanlega að menn teldu hann hafa verið of lengi í pólitík og hafi  fengið menn upp á móti mér. „En ég hef átt gott að starfa með fólki.“

Spurður hvort hann hafi átt eða eigi fé í aflandsfélögum svaraði Davíð: „Ég hef því miður aldrei verið svo fjáður eða hugmyndaríkur að eiga fé erlendis.“ Eina undantekningar  sé ávísanareikningur sem hann hafi átt á námsárum í sumarskóla í Cambridge. „Það var í síðasta skipti sem ég var með ávísun í útlöndum.“

Páll spurði því næst hvort ekki sé nóg komið að einhverjir væru væntanlega þeirrar skoðunar að tími þeirra Ólafs Ragnars væri liðinn. „Þetta er sanngjörn spurning, en svo eru aðrir sem segja að svo að ekki að þessir menn hafi kosti sem enn megi nýta. Það eru vandamál hér, við erum með veikt þing og við þær aðstæður væri skrýtið að þjóðin myndi velja veikan forseta.“

mbl.is

Innlent »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

21:32 Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári. Óvíst er hvort þau verði í nýrri samgönguáætlun. Meira »

Tveggja sólarhringa seinkun frá París

20:55 Tveggja sólarhringa seinkun er orðin á flugi Icelandair frá París til Keflavíkur. Vél sem átti að fljúga frá París til Keflavíkur um hádegisbil í gær er á áætlun um hádegi á morgun en verulegar tafir hafa orðið á viðgerð vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Allt um aksturskostnað á nýjum vef

20:24 Upplýsingar um aksturskostnað alþingismanna verða birtar á nýrri vefsíðu sem til stendur að búa til. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Meira »

Torfærutæki beisluð á fjöllum

19:41 „Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjaldtölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu.“ Meira »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

16:55 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Töluvert um hálkuslys

17:15 Töluvert hefur verið um það að fólk hafi leitað á slysadeild Landspítala vegna hálkuslysa. Um 12 manns höfðu leitað á deildina þegar mbl.is náði tali af Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra bráða- og göngudeildar, en fór fjölgandi. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

16:20 Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandann til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Mercedes Benz 316
Mercedes Benz 316 CDI maxi 4x4. framl. 07.2016. Ekinn. 11.100 km. Hátt og lágt d...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Félagsslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...