Grunur um íkveikju í Sandgerði

Húsið er ónýtt eftir brunann.
Húsið er ónýtt eftir brunann. mbl.is/ Reynir Sveinsson

Talið er að kveikt hafi verið í geymsluhúsi sem Sandgerðisbær á við Hafnargötu samkvæmt heimildum fréttaritara Morgunblaðsins. Tilkynnt var um eldinn rétt fyrir klukkan sex í morgun. Í húsinu var geymt mikið af jólaskrauti bæjarins, sem og sláttuvélar, sláttuorf  og ýmis önnur tæki sem notuð eru til  sumarvinnu í bæjarfélaginu.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en húsið ásamt öllu því sem í því var er ónýtt.

Brotist var í nótt inn í áhaldahús bæjarins sem er við Strandgötu, á öðrum stað í bænum. Samkvæmt heimildum mbl.is  er einnig talið að brotist hafi verið inn í geymsluhúsið og þykir ástand á vettvangi með þeim hætti að líklegt megi telja að kveikt hafi verið í.

Lögreglan á Suðurnesjum tjáir sig ekki um málið að öðru leyti en því að málið sé í rannsókn.

Jólaskraut, sláttuvélar og sláttuorf voru meðal þess sem geymt var …
Jólaskraut, sláttuvélar og sláttuorf voru meðal þess sem geymt var í húsinu, en innbúið er allt ónýtt. mbl.is/Reynir Sveinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert