Fylgi Guðna 67,1%

Efstu frambjóðendur í könnuninni (f.v.) Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson …
Efstu frambjóðendur í könnuninni (f.v.) Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson.

Guðni Th. Jóhannesson nýtur stuðnings ríflega 2/3 kjósenda, eða 67,1%, skv. könnun um fylgi við forsetaframbjóðendur sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir Morgunblaðið í vikunni.

Davíð Oddsson hefur 17,4% fylgi og Andri Snær Magnason er með 7,8%. Sturla Jónsson mælist með 1,8% fylgi og Halla Tómasdóttir með 1,5%. Aðrir hafa minni stuðning. Fjórir frambjóðendur hafa 0,1% fylgi og tveir mælast fylgislausir.

Alls 2.003 manns voru í úrtaki könnunar Félagsvísindastofnunar sem gerð var yfir netið. Reynt var að tryggja að þverskurður af þjóðinni væri úrtakið í könnuninni, sem 937 manns svöruðu eða 47% þeirra sem leitað var til, að því er fram kemur í umfjöllun um könnunina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »