Vill ekki þiggja forsetalaun

Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen.
Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen. mbl.is/Freyja Gylfa

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi, segist ekki ætla að þiggja forsetalaun nái hann kjöri sem forseti Íslands. Þetta kom fram í viðtali við hann í sjónvarpsþættinum Eyjan á Stöð 2 síðdegis. 

„Ég mun ekki þiggja laun á Bessastöðum. Ég fæ eftirlaun sem eru um 40%. Ég vil draga úr pjatti og þess háttar. Færa forsetann heim og gefa fólkinu aðgang að Bessastöðum. Þá held ég að það sé ekki við hæfi að hafa 2,5 milljónir á mánuði í laun,“ sagði Davíð. 

Segir hann að með eftirlaununum yrðu laun hans meira á pari við ráðherra.

„Ég veit hvernig hún Ástríður [Thorarensen, eiginkona Davíðs] er, hún getur ekki hugsað sér pjatt og snobb og að menn séu að glenna sig hér og þar. Þá held ég að það sé við hæfi að þjóðin fái mig frítt,“ sagði Davíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert