Húsnæðislausn fyrir ungt fólk

Hallgrímur Óskarsson kynnir Strax í skjól.
Hallgrímur Óskarsson kynnir Strax í skjól.

Strax í skjól er húsnæðislausn fyrir fólk ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur hefur unnið að verkefninu frá áramótum en í lausninni felst að fyrirframgreiddur skyldulífeyrir er notaður sem eigið fé til útborgunar í fyrstu íbúð.

Lausnin var fyrst kynnt fyrir nokkrum dögum en hefur tekið nokkrum breytingum eftir að hagsmunaðilar kynntu sér hana. „Það er búið að kynna hana fyrir ungu fólki, lífeyrissjóðunum og svo alþingismönnum og það hafa allir tekið afar vel í hana. Þetta er vel framkvæmanleg lausn ef hagsmunaaðilar sameinast um að gera hana að veruleika.“

Hallgrímur segir þörfina á lausn fyrir ungt fólk í húsnæðismálum alltaf verða meiri og meiri sérstaklega þar sem húsnæðisverð hafi hækkað mikið, leigumarkaðurinn orðið dýrari sem og samkeppni um leiguna meiri þar sem mikið er um ferðamannaleigu. „Þessar aðstæður eru afar óvinveittar ungu fólki og sú útborgun sem það þarf að eiga til þess að geta keypt sér íbúð er allt í einu orðin svo há að það eru afar fáir sem kljúfa hana.“ 

Ungt fólk kemst strax í eigið húsnæði 

Hann segir lausnina hagstæða fyrir lífeyrissjóði og lántakendur og einungis þurfi að gera litlar breytingar á löggjöfinni svo að unnt sé að hefjast handa. „Það þarf að breyta orðalagi í 36. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða því þar er rammi um ákveðin hámörk sem lífeyrissjóðir mega fjárfesta í húsnæði.“ Þá hafa nokkrir alþingsmenn haft samband við Hallgrím og eru áhugsamir um að keyra lausnina í gegnum þingið fyrir haustið.

Hallgrímur segir ávinning lausnarinnar þann að ungt fólk komist strax í eigið húsnæði, húsnæðið sé skuldlaust við starfslok, fólk hafi sömu ráðstöfunartekjur við starfslok, ríki og sveitarfélög þurfi ekki að gefa eftir skatttekjur og að samfélagsleg ábyrgð lífeyrissjóða aukist í leiðinni.

Lausnin er sambland af þeim leiðum sem reynst hafa best síðustu 50 ár í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og víðar en er svo aðlöguð að því lífeyrissjóðakerfi sem var fyrir á Íslandi. „Þetta er svona hálfevrópsk og hálfíslensk lausn.“ Hallgrímur segir að næst á dagskrá sé að koma lausninni í gegnum Alþingi og vonar að hún geti orðið að veruleika með haustinu. „Þetta mun breyta mjög miklu á leigumarkaði. Það mun vera margt fólk sem fer af leigumarkaði og nær að kaupa sér eignir.“

Lífeyrissjóðirnir útfæra lausnina 

Aðspurður hvort lausnin muni leiða til hækkunar á fasteignaverði segir Hallgrímur að það gæti gerst verði lausnin opin fyrir alla og framkvæmd án umhugsunar. „En í tillögunum kemur fram að auðvelt sé að koma í veg fyrir verðbólgu og hækkun á fasteignaverði með því að byrja á því að bjóða lausnina aðeins til ákveðins hóps sem þarf mest á henni að halda og setja skorður um að hún gildi aðeins fyrir ákveðinn verðflokk af húsnæði.“ Hann segir að síðan sé hægt að taka þetta í skrefum og í rauninni geti hver og einn lífeyrissjóður sniðið lausnina að sínum þörfum. Lífeyrissjóðirnir geta útfært lausnina í smáatriðum eins og hentar hverjum sjóði, útlánagetu, fjölda lántakenda og öðrum þeim atriðum sem skipta sjóðina máli.

„Nú þarf bara góða umræðu um málið og sjá hvort það sé ekki hægt að sameinast um þessa lausn. Því hún kemur frá óháðum aðila sem hefur þann eina vilja að þetta ástand á þessum markaði verði aðeins skárra.“

Frétt mbl.is - Allir eigi skuldlaust húsnæði  

Í lausninni felst að fyrirframgreiddur skyldulífeyrir er notaður sem eigið ...
Í lausninni felst að fyrirframgreiddur skyldulífeyrir er notaður sem eigið fé til útborgunar í fyrstu íbúð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Góðar líkur á bindandi niðurstöðu

11:46 Íbúakosning um nýjan miðbæ á Selfossi fer vel af stað í sveitarfélaginu Árborg samkvæmt formanni yfirkjörstjórnar, Ingimundi Sigurmundssyni. Kosið er um nýtt deiluskipulag en í því felst meðal annars bygging skyr- og mjólkursafns sem yrði alþjólegt heimili skyrsins á Selfossi. Meira »

Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur

11:40 Bifhjól og fólksbíll rákust saman á gatnamótum Bústaðavegar og Sogavegar nú skömmu fyrir hádegi. Hefur ökumaður bifhjólsins verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka. Meira »

Hafa landað meira en þúsund tonnum

11:25 Makrílafli smábátaveiðimanna er nú kominn yfir þúsund tonn og hefur mestu verið landað í Keflavík, eða alls 765 tonnum miðað við löndunartölur í gær. Meira »

Guðni kominn í mark

10:49 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er kominn í mark í hálfu maraþoni á tímanum 01:48:40. Þetta er í 16. sinn sem Guðni hleypur hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Sigruðu í hálfu maraþoni

10:44 Fyrstu hlauparar í hálfu maraþoni eru komnir í mark í Lækjargötunni. Sigurvegari í karlaflokki er Raymond McCormack Jr., frá Bandaríkjunum á tímanum 01:05:17, en sigurvegari í kvennaflokki er Jess Draskau Petersson frá Danmörku, á tímanum 01:15:58. Meira »

Má bjóða þér kanilsnúð að drekka?

09:57 Hver elskar ekki dúnmjúka kanilsnúða? Og hver elskar ekki góðan bjór? En hvað ef það væri hægt sameina þetta tvennt í eina vöru, kanilsnúðana og bjórinn? Búa til kanilsnúðabjór. Það er nefnilega nákvæmlega það sem brugghúsið RVK Brewing Co hefur verið að gera. Meira »

Sterkur heiðagæsastofn

08:18 Gæsaveiðitímabilið hefst á mánudag, 20. ágúst, og er leyfilegt að skjóta grágæs og heiðagæs. Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki, segir á vef Umhverfisstofnunar, eða um fimmfalt stærri að talið er en grágæsastofninn. Meira »

Gifsplötur efst á matseðli myglu

07:57 Hátt í 300 manns mættu á málstofu um myglu sem Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (RB) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt í gær. Yfirskrift fundarins var: Rakaskemmdir og mygla. Íslenski útveggurinn og reynsla Svía. Meira »

Hefðbundið leiðakerfi rofið í kvöld

07:54 Strætó mun í dag aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun, frá morgni og til klukkan 22.30. Þó má búast við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkurmaraþons, að því er fram kemur í tilkynningu frá byggðasamlaginu. Meira »

Sundhöllin ekki friðuð

07:37 Minjastofnun Íslands telur sér ekki fært að eiga frumkvæði að því að leggja til við menntamálaráðherra að friðlýsa Sundhöllina í Keflavík. Óskað hafði verið eftir áliti húsafriðunarnefndar á friðlýsingu hússins ef varðveisla þess yrði ekki tryggð skv. deiliskipulagi. Meira »

Met slegið í söfnun áheita

07:34 Alls hafa 14.579 manns skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fram fer í dag í 35. sinn. Aldrei áður hafa jafnmargir skráð sig í 10 kílómetra hlaupið, auk þess sem það stefnir í metfjölda í svokölluðu þriggja kílómetra skemmtiskokki. Ljóst er enn fremur að metið í söfnun áheita, frá því í fyrra, hefur þegar verið slegið. Meira »

Í eigu erlendra félaga

05:30 Flugvélafloti WOW air samanstendur af 20 flugvélum sem flestar eru í eigu félaga sem sérhæfa sig í flugvélafjármögnun og útleigu. Meira »

Skuldir í borginni aukast

05:30 Kostnaður við þrjár skólabyggingar í Reykjavík er nú áætlaður alls um milljarði meiri en áður var talið. Meirihlutinn í borginni hefur samþykkt endurskoðaða fjárfestingaráætlun A-hluta borgarsjóðs árið 2018. Dagur B. Meira »

Kosið um skipulag á Selfossi í dag

05:30 Íbúakosningar verða á Selfossi í dag. Greidd verða atkvæði um breytingar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjarins.   Meira »

Aldrei of seint að byrja að vera með

05:30 Pálína Bjarnadóttir, elsti þátttakandinn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í dag, skráði sig í þriggja kílómetra skemmtiskokk með fjölskyldu og vinum. Meira »

Öflug jarðvegssög flýtir fyrir lögnum

05:30 „Þetta er sög sem sagar ofan í jarðveg fyrir jarðstrengjum, rörum og lögnum,“ segir Hörður Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Línuborun hf., en fyrirtækið var að festa kaup á 38 tonna jarðvegssög fyrir 120 milljónir króna. Meira »

Laugar ætla að stækka við Lágafell

05:30 Laugar ehf. hafa samið við Mosfellsbæ um að fá að reisa 900 fermetra viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina Lágafell. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir samninginn fela í sér góða viðbót við Íþróttamiðstöðina Lágafell, þar sem Laugar leigi nú aðstöðu fyrir líkamsræktarstöð sína. Meira »

20 milljónir vegna umframafla

05:30 Álagning vegna umframafla strandveiðibáta í maí til júlíloka losar 20 milljónir króna sem renna í ríkissjóð.   Meira »

Vannærðir kettlingar í pappakassa

Í gær, 23:25 Í dag kom dýravinur með læðu og fimm kettlinga hennar í Kattholt, en kettlingarnir höfðu fundist í pappakassa við ruslatunnur í Reykjanesbæ og læðan þar í grenndinni. Frá þessu er greint á vef Kattholts og brýnt fyrir kattaeigendum að sýna ábyrgð. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Bosch þvottavél til sölu
Góð Bosch þvottavél er til sölu í 108 Reykjavík. Verð: 20.000 kr. Hafið samb...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...