Húsnæðislausn fyrir ungt fólk

Hallgrímur Óskarsson kynnir Strax í skjól.
Hallgrímur Óskarsson kynnir Strax í skjól.

Strax í skjól er húsnæðislausn fyrir fólk ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur hefur unnið að verkefninu frá áramótum en í lausninni felst að fyrirframgreiddur skyldulífeyrir er notaður sem eigið fé til útborgunar í fyrstu íbúð.

Lausnin var fyrst kynnt fyrir nokkrum dögum en hefur tekið nokkrum breytingum eftir að hagsmunaðilar kynntu sér hana. „Það er búið að kynna hana fyrir ungu fólki, lífeyrissjóðunum og svo alþingismönnum og það hafa allir tekið afar vel í hana. Þetta er vel framkvæmanleg lausn ef hagsmunaaðilar sameinast um að gera hana að veruleika.“

Hallgrímur segir þörfina á lausn fyrir ungt fólk í húsnæðismálum alltaf verða meiri og meiri sérstaklega þar sem húsnæðisverð hafi hækkað mikið, leigumarkaðurinn orðið dýrari sem og samkeppni um leiguna meiri þar sem mikið er um ferðamannaleigu. „Þessar aðstæður eru afar óvinveittar ungu fólki og sú útborgun sem það þarf að eiga til þess að geta keypt sér íbúð er allt í einu orðin svo há að það eru afar fáir sem kljúfa hana.“ 

Ungt fólk kemst strax í eigið húsnæði 

Hann segir lausnina hagstæða fyrir lífeyrissjóði og lántakendur og einungis þurfi að gera litlar breytingar á löggjöfinni svo að unnt sé að hefjast handa. „Það þarf að breyta orðalagi í 36. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða því þar er rammi um ákveðin hámörk sem lífeyrissjóðir mega fjárfesta í húsnæði.“ Þá hafa nokkrir alþingsmenn haft samband við Hallgrím og eru áhugsamir um að keyra lausnina í gegnum þingið fyrir haustið.

Hallgrímur segir ávinning lausnarinnar þann að ungt fólk komist strax í eigið húsnæði, húsnæðið sé skuldlaust við starfslok, fólk hafi sömu ráðstöfunartekjur við starfslok, ríki og sveitarfélög þurfi ekki að gefa eftir skatttekjur og að samfélagsleg ábyrgð lífeyrissjóða aukist í leiðinni.

Lausnin er sambland af þeim leiðum sem reynst hafa best síðustu 50 ár í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og víðar en er svo aðlöguð að því lífeyrissjóðakerfi sem var fyrir á Íslandi. „Þetta er svona hálfevrópsk og hálfíslensk lausn.“ Hallgrímur segir að næst á dagskrá sé að koma lausninni í gegnum Alþingi og vonar að hún geti orðið að veruleika með haustinu. „Þetta mun breyta mjög miklu á leigumarkaði. Það mun vera margt fólk sem fer af leigumarkaði og nær að kaupa sér eignir.“

Lífeyrissjóðirnir útfæra lausnina 

Aðspurður hvort lausnin muni leiða til hækkunar á fasteignaverði segir Hallgrímur að það gæti gerst verði lausnin opin fyrir alla og framkvæmd án umhugsunar. „En í tillögunum kemur fram að auðvelt sé að koma í veg fyrir verðbólgu og hækkun á fasteignaverði með því að byrja á því að bjóða lausnina aðeins til ákveðins hóps sem þarf mest á henni að halda og setja skorður um að hún gildi aðeins fyrir ákveðinn verðflokk af húsnæði.“ Hann segir að síðan sé hægt að taka þetta í skrefum og í rauninni geti hver og einn lífeyrissjóður sniðið lausnina að sínum þörfum. Lífeyrissjóðirnir geta útfært lausnina í smáatriðum eins og hentar hverjum sjóði, útlánagetu, fjölda lántakenda og öðrum þeim atriðum sem skipta sjóðina máli.

„Nú þarf bara góða umræðu um málið og sjá hvort það sé ekki hægt að sameinast um þessa lausn. Því hún kemur frá óháðum aðila sem hefur þann eina vilja að þetta ástand á þessum markaði verði aðeins skárra.“

Frétt mbl.is - Allir eigi skuldlaust húsnæði  

Í lausninni felst að fyrirframgreiddur skyldulífeyrir er notaður sem eigið ...
Í lausninni felst að fyrirframgreiddur skyldulífeyrir er notaður sem eigið fé til útborgunar í fyrstu íbúð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Veltan eykst talsvert minna

07:37 Nýjar tölur Hagstofunnar sýna að verulega hægði á veltuaukningu í byggingarstarfsemi hér á landi í fyrra samanborið við árið 2016. Aukningin í fyrra var 14,8% en árið þar á undan 36,1%. Meira »

„Leiðindaveður“ í kortunum

07:03 Í dag og á morgun verður víða vætusamt og milt veður á landinu samfara suðlægum áttum. Þá mun norðaustanáttin ná inná vestanverðan Vestfjarðakjálkann með slyddu eða snjókomu annað kvöld Meira »

Ók utan í lögreglubíl á flótta

06:43 Um klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að verið væri að reyna að brjótast inn í fyrirtæki á Stórhöfða. Er lögreglan kom á vettvang voru meintir þjófar í bifreið sem ekið var um Stórhöfða. Ökumanninum var gefið merki um að stöðva bílinn en þá var honum ekið áfram og utan í lögreglubíl sem á móti kom. Meira »

Lögðu hald á skotvopn

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á skotvopn og ætluð fíkniefni í húsleit í íbúð í Grafarvogi í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar koma ekki fram frekari upplýsingar um málið. Meira »

Metsala á lúxusíbúðum

05:30 Líklegt er að nýtt sölumet hafi verið sett á íslenskum fasteignamarkaði í Bríetartúni 9-11. Íbúðirnar fóru í sölu í síðustu viku og er nú tæplega helmingur seldur. Meira »

Umdeild próf ekki birt að sinni

05:30 „Við munum hlíta þessum úrskurði og gerum prófin opinber. Við munum birta sjálf prófin á heimasíðunni okkar. Svo erum við að skoða tæknilega útfærslu á því að birta niðurstöður nemenda eins og þær koma út úr prófakerfinu okkar.“ Meira »

Fasteignagjöld hækkuðu um 35%

05:30 Dæmi eru um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um 35% á árunum 2016 til 2018.  Meira »

Íslendingar leita sannleikans í DNA

05:30 Íslendingar eru góðir kúnnar danska fyrirtækisins DNAtest.dk, en um fimm Íslendingar eru vikulega í viðskiptum við fyrirtækið. Meira »

Tekjulágir fái persónuafslátt

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að endurskoðun tekjuskattskerfisins sé nú að hefjast hjá hópi sérfræðinga, samanber yfirlýsingu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika í tilefni af mati á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Meira »

Kynna loftslagsáætlun síðar í ár

05:30 „Stjórnvöld munu að sjálfsögðu sinna ákallinu í loftslagsmálum. Það sést best á stjórnarsáttmálanum sem vitnar um mikinn metnað í þeim málum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Meira »

Áskorun um að beita hlutarfjáreign

05:30 Stjórn Afls – starfsgreinafélags sendi frá sér ályktun í kjölfar stjórnarfundar seinni partinn í gær. .  Meira »

Andlát: Guðmundur Sighvatsson

05:30 Guðmundur Rúnar Sighvatsson, fyrrverandi skólastjóri Austurbæjarskóla í Reykjavík, lést sl. mánudag á Landspítala, 66 ára að aldri. Meira »

„Höfuðborgin heitir Reykjavík“

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, upplýsti í skriflegu svari á Alþingi í gær að opinbert nafn sveitarfélagsins þar sem höfuðborg Íslands er staðsett væri Reykjavíkurborg. Meira »

Handtekinn innan við 5 mínútum síðar

Í gær, 22:48 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í Landsrétti í máli ákæruvaldsins á hendur honum. Meira »

Upptökur á annarri plötu Kaleo

Í gær, 20:38 Strákarnir í Kaleo vinna nú að plötunni sem kemur í kjölfarið á hinni geysivinsælu A/B sem kom út fyrir tæpum tveimur árum. Sveitin hefur að undanförnu verið í upptökum og hér má sjá myndir af ferlinu í sögufrægum hljóðverum sem Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari sveitarinnar tók. Meira »

Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarp

Í gær, 23:16 Yfir eitt þúsund danskir læknar hafa sent nefndarsviði Alþingis bréf með undirskriftum þar sem umskurðarfrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, fær stuðning. Meira »

Hernaður Tyrkja „þjóðarhreinsun“

Í gær, 21:10 „Enn á ný verður Kúrdum fórnað fyrir sérhagsmuni voldugs ríkis og í þessu tilviki eru það Tyrkir,“ sagði Magnús Þorkell Bernharðsson sagnfræðiprófessor og sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda. Í samtali við mbl.is segir Magnús að hernað Tyrkja gagnvart Kúrdum megi kalla þjóðarhreinsun. Meira »

Heimila niðurrif Sundhallar Keflavíkur

Í gær, 19:55 „Ég er auðvitað mjög ósátt við þetta en er ekki tilbúin að gefast upp í málinu. Þetta er eins og í stríðinu, þessi orrusta tapaðist en stríðinu er ekki lokið.“ Þetta segir Ragnheiður Elín Árnadóttir í samtali við mbl.is. Meira »
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Stjórnartíðindi 1885-2000, 130 bækur, Almanak Þjóðvinafélags-ins ...
 
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...