Fluttu út ál fyrir 237 milljarða

Álverin fluttu út tæp 860 þúsund tonn af áli og ...
Álverin fluttu út tæp 860 þúsund tonn af áli og álafurðum í fyrra. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Útflutningstekjur áls námu 237 milljörðum króna í fyrra. Það eru um 38% af vöruútflutningi þjóðarinnar. Þetta kom fram í máli Magnúsar Þórs Ásmundssonar, stjórnarformanns Samáls, samtaka álframleiðenda, á ársfundi samtakanna í Kaldalóni í Hörpu í morgun.

Alls fluttu álverin út tæp 860 þúsund tonn af áli og álafurðum í fyrra.

Magnús Þór sagði að innlend útgjöld álvera hafi numið um 92 milljörðum króna á síðasta ári eða rúmum 250 milljónum á dag. Þrátt fyrir lægra álverð hafi útgjöldin verið tíu milljörðum hærri en árið þar á undan.

Samanlögð raforkukaup álvera á Íslandi námu um 41 milljarði árið 2015 og er þá miðað við meðalverð Landsvirkjunar til stóriðju. „Það undirstrikar mikilvægi álsins að á grunni samninga íslenskra orkufyrirtækja við áliðnaðinn hefur byggst upp eitt öflugasta raforkukerfi í heiminum, þrátt fyrir að Íslendingar séu fámenn þjóð í stóru og harðbýlu landi,“ sagði Magnús í erindi sínu.

Hann nefndi að starfsmenn álvera á Íslandi hafi verið um 1.452 í fyrra, en auk þess hafi fastir starfsmenn verktaka inni á álverssvæðunum verið um 530. „Það hefur skapað fyrirtækjum í heimabyggð margvísleg tækifæri þegar álver úthýsa þeirri starfsemi, sem heyrir ekki til kjarnarekstrar þeirra,“ sagði hann.

Þetta væri samfélagslega ábyrg stefna sem stuðlaði að uppbyggingu þjónustu í nærsamfélaginu og skapaði tækifæri fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki til að vaxa. Hagfræðistofnun hefði metið það svo í sinni skýrslu frá 2009 að störf í áliðnaði ásamt afleiddum störfum væru um fimm þúsund á Íslandi.

Greiddu sex milljarða í skatta og gjöld

Þá hafi laun og launatengd gjöld numið um sextán milljörðum í fyrra, en Magnús Þór benti á ða kjarakannanir hefðu ítrekað sýnt að álfyrirtækin greiði umtalsvert hærri laun en meðallaun eru á almennum vinnumarkaði. Skattar og opinber gjöld álfyrirtækjanna námu um sex milljörðum árið 2015.

Álver á Íslandi greiddu tæpa 30 milljarða fyrir kaup á vörum og þjónustu af hundruðum fyrirtækja í fyrra og eru raforkukaup þá undanskilin. „Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi álframleiðslu á Íslandi fyrir þessi fyrirtæki, en þrátt fyrir að álverð hafi verið lágt síðasta árið er gróskan mikil í íslenskum áliðnaði,“ sagði Magnús.

Áhugi á frekari fjárfestingum

Til marks um það nefndi hann að nýfjárfestingar námu rúmum fjórum milljörðum króna. Ljóst væri að áhugi fyrirtækjanna stæði til að fjárfesta frekar í sínum rekstri á Íslandi á næstu árum.

Fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá því í fyrra að heildarframlag álklasans til landsframleiðslu hafi numið nálægt 6,8% á árunum 2011 og 2012, en það samsvarar um 120 milljörðum árið 2012. Ef einnig er horft til eftirspurnaráhrifa var framlagið tæp 9% árið 2012 eða um 160 milljarðar.

Frétt mbl.is: Bein útsending frá ársfundi Samáls

Magnús Þór Ásmundson, stjórnarformaður Samáls, á ársfundinum í morgun.
Magnús Þór Ásmundson, stjórnarformaður Samáls, á ársfundinum í morgun. Ljósmynd/Samál
Álver Norðuráls á Grundartanga.
Álver Norðuráls á Grundartanga. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Svæðið ekki lokað á hálendiskorti

21:11 Leiðin á milli Kerlingarfjalla og Setursins undir Hofsjökli var ekki merkt lokuð á hálendiskorti Vegagerðarinnar þegar tveir ökumenn festu jeppa sína utan vegar á svæðinu á sunnudag. Meira »

Mikil samstaða með ljósmæðrum

21:05 Mikil samstaða var meðal fólks sem safnaðist saman á Austurvelli í dag til þess að vekja athygli á slæmri stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu ljósmæðra. Nokkur hundruð manns mættu á svæðið. Meira »

Kjærsgaard ávarpar Alþingi

20:56 Forseti danska þingsins, Pia Kjærsgaard, mun flytja ávarp á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á morgun. Kjærsgaard er fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins og stofnandi flokksins en flokkurinn hefur rekið harða stefnu í málefnum innflytjenda. Meira »

„Það er frost!“

20:01 Bóndinn Unnsteinn Hermannsson í Dalabyggð, rétt austan við Búðardal, birti síðastliðna nótt myndskeið þar sem sjá má hvar hann er við slátt á bænum Svarfhóli í Laxárdal í frosti. Meira »

Ammoníakleki í húsnæði Hvals

19:41 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna ammoníakleka í húsnæði Hvals hf. í Hafnarfirði um fimmleytið í dag. Tveir dælubílar voru sendir á vettvang ásamt bíl sem er sérstaklega útbúinn til þess að eiga við eiturefnaleka, segir Bjarni Ingimarsson, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Funda með MAST um heyútflutning

19:34 Fulltrúar Matvælastofnunar funduðu með fulltrúum norskra yfirvalda í gær í þeim tilgangi að skoða fýsileika þess að flutt verði hey frá Íslandi til Noregs. Þetta segir framkvæmdastjóri markaðsstofu MAST. Útflutningnum er ætlað að mæta fóðurskorti sem orðið hefur í Noregi vegna mikilla þurrka. Meira »

738 leituðu sér aðstoðar vegna áverka eftir hund

18:59 Samtals 738 einstaklingar leituðu sér aðstoðar á sjúkrahúsum og heilsugæslum hér á landi á fimm ára tímabili frá 2013 til 2017 vegna áverka eftir hund. Að meðaltali gera það 147 skipti á ári. Fæst voru þau árið 2015 eða 123 talsins, en flest árið 2014 þegar tilvikin voru 163. Meira »

„Við erum að tala um fæðandi konur“

18:33 „Ástandið hefur verið erfitt, alveg frá mánaðamótum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti en næsti fundur í kjaradeilunni er eftir sex daga. Meira »

Isavia ósammála niðurstöðunni

18:29 „Isavia vill taka það fram að farið verður að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og gjaldtöku hætt strax í dag.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en fyrr í dag úrskurðaði Samkeppniseftirlitið að Isa­via ohf. skyldi tíma­bundið hætta gjald­töku á ytri rútu­stæðum (fjar­stæðum) við Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar meðan Sam­keppnis­eft­ir­litið skoðar kæru Gray Line. Meira »

Eini sumardagurinn í bili

18:19 Veður hefur verið með besta móti á höfuðborgarsvæðinu í dag og nýttu ferðamenn jafnt sem Íslendingar langþráð blíðviðrið til þess að spóka sig í miðborginni. Veðurfar hefur ekki verið upp á marga fiska og hefur grámi og væta sett svip sinn á höfuðborgarsvæðið í sumar. Meira »

„Algjört virðingarleysi við konur“

17:36 „Mér finnst þetta algjört virðingarleysi við konur yfir höfuð. Þetta endar ekki vel ef þetta heldur svona áfram. Þetta er grafalvarlegt mál,“ segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir í samtali við mbl.is. Meira »

Komu heim á tryggingunni

17:34 Ferðaskrifstofa Austurlands fór í rekstrarstöðvun í apríl, en á sama tíma var hópur á vegum fyrirtækisins staddur í Alicante á Spáni. Virkja þurfti lögbundnar tryggingar Ferðamálastofu til þess að koma hluta hópsins heim til Íslands. Meira »

Fyllast von þegar sólin lætur sjá sig

17:06 Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa margir orðið varir við auknar vegaframkvæmdir á síðustu tveimur sólarhringum, svo sem í Ártúnsbrekku. Fyrirsvarsmenn malbikunarfyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu hafa beðið óþreyjufullir að undanförnu eftir þurru og hlýju veðri svo unnt sé að klára þau stóru verk sem hafa hrannast upp í vætutíðinni. Meira »

Kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir

15:53 Áætlaður heildarlaunakostnaður ríkisins vegna aðstoðarmanna ráðherra og ríkisstjórnar er 427 milljónir á þessu ári, en ráðherrar og ríkisstjórnin eru með samtals 22 aðstoðarmenn. Meira »

Sólböð og ísát í veðurblíðunni

15:41 Víða er veðurblíða á landinu í dag en samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er hæstu hitatölurnar að finna á Suðurlandi. Hitinn fór mest upp í 17,1 stig á Básum í Goðalandi. „Hér er alveg bongó,“ segir Freyja Ingadóttir, skálavörður í Básum, í samtali við mbl.is. Meira »

Meðalflutningstími sjúklinga 111 mínútur

15:35 Meðalflutningstími sjúklinga sem fóru með sjúkraflugi á síðasta ári var 111 mínútur, en þá er horft til heildarflutnings frá því þar sem sjúklingur er sóttur og fluttur í flug, svo með flugi og að lokum frá flugvelli að sjúkrastofnun. Lengri tími fór í að flytja sjúklinga að flugvél en flugið sjálft. Meira »

Mótmælin hafin á Austurvelli

15:23 Mótmælafundur er hafinn á Austurvelli þar sem nokkur hundruð eru saman komin til þess að vekja athygli ríkisstjórnarinnar á slæmri stöðu í kjaradeilu ljósmæðra. Meira »

Vilja fagna fullveldinu með nýjum frídegi

15:05 Undirbúningur hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum á morgun, vegna 100 ára fullveldis landsins, var efni þingfundar dagsins. Þingmenn lýstu yfir þakklæti vegna fullveldisins og þá sagði Miðflokkurinn að fagna ætti afmælisárinu með því að gera 1. desember, fullveldisdaginn, að almennum frídegi. Meira »

Rútufyrirtækin fagna í kvöld

14:10 „Við erum afskaplega ánægð með þessa niðurstöðu en hún er alveg í takt við það sem við áttum von á,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður rútufyrirtækisins Gray Line. Hann segir ljóst að Gray Line og önnur rútufyrirtæki muni fagna í kvöld. Meira »
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...
Mercedes Benz GLK 250 CDI - 2011 árgerð
Bens GLK 250cdi, árgerð 2011, ekinn 92 þús km., krókur, leður o.fl. Verð 3 millj...