Fluttu út ál fyrir 237 milljarða

Álverin fluttu út tæp 860 þúsund tonn af áli og ...
Álverin fluttu út tæp 860 þúsund tonn af áli og álafurðum í fyrra. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Útflutningstekjur áls námu 237 milljörðum króna í fyrra. Það eru um 38% af vöruútflutningi þjóðarinnar. Þetta kom fram í máli Magnúsar Þórs Ásmundssonar, stjórnarformanns Samáls, samtaka álframleiðenda, á ársfundi samtakanna í Kaldalóni í Hörpu í morgun.

Alls fluttu álverin út tæp 860 þúsund tonn af áli og álafurðum í fyrra.

Magnús Þór sagði að innlend útgjöld álvera hafi numið um 92 milljörðum króna á síðasta ári eða rúmum 250 milljónum á dag. Þrátt fyrir lægra álverð hafi útgjöldin verið tíu milljörðum hærri en árið þar á undan.

Samanlögð raforkukaup álvera á Íslandi námu um 41 milljarði árið 2015 og er þá miðað við meðalverð Landsvirkjunar til stóriðju. „Það undirstrikar mikilvægi álsins að á grunni samninga íslenskra orkufyrirtækja við áliðnaðinn hefur byggst upp eitt öflugasta raforkukerfi í heiminum, þrátt fyrir að Íslendingar séu fámenn þjóð í stóru og harðbýlu landi,“ sagði Magnús í erindi sínu.

Hann nefndi að starfsmenn álvera á Íslandi hafi verið um 1.452 í fyrra, en auk þess hafi fastir starfsmenn verktaka inni á álverssvæðunum verið um 530. „Það hefur skapað fyrirtækjum í heimabyggð margvísleg tækifæri þegar álver úthýsa þeirri starfsemi, sem heyrir ekki til kjarnarekstrar þeirra,“ sagði hann.

Þetta væri samfélagslega ábyrg stefna sem stuðlaði að uppbyggingu þjónustu í nærsamfélaginu og skapaði tækifæri fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki til að vaxa. Hagfræðistofnun hefði metið það svo í sinni skýrslu frá 2009 að störf í áliðnaði ásamt afleiddum störfum væru um fimm þúsund á Íslandi.

Greiddu sex milljarða í skatta og gjöld

Þá hafi laun og launatengd gjöld numið um sextán milljörðum í fyrra, en Magnús Þór benti á ða kjarakannanir hefðu ítrekað sýnt að álfyrirtækin greiði umtalsvert hærri laun en meðallaun eru á almennum vinnumarkaði. Skattar og opinber gjöld álfyrirtækjanna námu um sex milljörðum árið 2015.

Álver á Íslandi greiddu tæpa 30 milljarða fyrir kaup á vörum og þjónustu af hundruðum fyrirtækja í fyrra og eru raforkukaup þá undanskilin. „Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi álframleiðslu á Íslandi fyrir þessi fyrirtæki, en þrátt fyrir að álverð hafi verið lágt síðasta árið er gróskan mikil í íslenskum áliðnaði,“ sagði Magnús.

Áhugi á frekari fjárfestingum

Til marks um það nefndi hann að nýfjárfestingar námu rúmum fjórum milljörðum króna. Ljóst væri að áhugi fyrirtækjanna stæði til að fjárfesta frekar í sínum rekstri á Íslandi á næstu árum.

Fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá því í fyrra að heildarframlag álklasans til landsframleiðslu hafi numið nálægt 6,8% á árunum 2011 og 2012, en það samsvarar um 120 milljörðum árið 2012. Ef einnig er horft til eftirspurnaráhrifa var framlagið tæp 9% árið 2012 eða um 160 milljarðar.

Frétt mbl.is: Bein útsending frá ársfundi Samáls

Magnús Þór Ásmundson, stjórnarformaður Samáls, á ársfundinum í morgun.
Magnús Þór Ásmundson, stjórnarformaður Samáls, á ársfundinum í morgun. Ljósmynd/Samál
Álver Norðuráls á Grundartanga.
Álver Norðuráls á Grundartanga. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónsson, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar / annarlegs ástands. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austan storm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víðar um land á morgun. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Smart föt, fyrir smart konur !
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
 
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...