Klukkan 7.11 í morgun mældist 4,4 stiga skjálfti í norðaustanverðri brún Bárðarbunguöskjunnar. Er þetta stærsti skjálfti sem mælst hefur frá goslokum í febrúar 2015, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
„Um 20 eftirskjálftar komu í kjölfar skjálftans, einn þeirra var af stærð 3,3. Það dró verulega úr skjálftavirkni eftir kl. 07:45,“ segir í tilkynningunni.
Veðurstofa fylgist grannt með þróun mála og mun upplýsa um frekari virkni.