Misnotuð ofan á Stubba-sængurfötum

Allt að fjórum sinnum líklegra er að fötluð kona verði fyrir kynferðisbroti en fatlaður karl. Gerendur tengjast flestir brotaþola og vita þar af leiðandi um fötlunina. Oftast er um stakt brot að ræða, verknaðirnir eru grófir og eru brotaþolar þvingaðir til samfara í flestum tilvikum.

Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík, á málþinginu Fatlaðir þolendur kynferðisbrota sem fór fram í HR í dag.

Erindið bar yfirskriftina Rannsókn á íslenskum dómum vegna kynferðisbrota gegn fötluðum þolendum og fjallaði um niðurstöður rannsóknar sem Vigdís Gunnarsdóttir lögfræðingur vann undir leiðsögn Svölu vegna lokaverkefnis til meistaraprófs í lögfræði.

Í einum dómanna sem notaðir voru við rannsóknina var fötluð kona handjárnuð á höndum og fótum og fest við ofn. Hafðar voru samfarir við hana gegn vilja hennar, hún bitin og lamin með hundaól og henni ógnað með hnífi í hjartastað. Þá voru þvottaklemmur klemmdar á geirvörtur hennar og skapabarma og hún brennd með sígarettu. Í þessu máli beitti gerandi óvenju grófu ofbeldi ef litið er til dómanna í heild sinni.

Þolendur oftast andlega fatlaðir

Rannsóknin tók til dóma héraðsdóma og Hæstaréttar árin 1920-2012 þar sem ákært var fyrir brot gegn 2. mgr. 194. gr. eða 197. gr. hgl. og þolandi er fatlaður, andlega eða líkamlega.

Í öðru lagi var leitað í dómum í málum vegna kynferðisbrota með leitarorðum eins og „fatlaður“, „þroskahömlun“, „þroskaheftur“, „greindarskertur“, „vangefinn“, „einhverfur“, „misþroska“, „með andlega annmarka“, „tornæmi“ eða „þroskaraskanir“ og kannað hvort þau ættu við brotaþola. Tuttugu og fimm dómar fundust á hvoru dómsstigi.

Í dómunum fimmtíu var sérstaklega tekið fram í 74% ákæruskjala að brotaþoli væri fatlaður. Í þeim 26% tilvika þar sem það var ekki tekið fram var fötlun brotaþola m.a. væg þroskahömlun, greindarskerðing, hreyfihömlun og heyrnarskerðing.

Í langflestum tilvikum reyndist brotaþoli andlega fatlaður, eða í 82% tilvika. Brotaþoli var bæði andlega og líkamlega fatlaður í 10% tilvika og í 8% tilvika var brotaþoli einungis líkamlega fatlaður. Ákæruskjölin hafa þróast í þá átt að vera nákvæmari og ítarlegri en þau voru, sagði Svala.

Átján brotaþolar voru börn, eða 43,9%. Þolendur voru alls 41, þar af 32 konur en 9 karlar. Samkvæmt því eru fatlaðar konur fjórum sinnum líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi en karlar.

„Fræðimenn telja að fatlaðir séu í fjórum til tíu sinnum meiri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi en aðrir. Almennt talið að hættan aukist um helming vegna fötlunarinnar. Aukin hætta ef hinn fatlaði á tjáskiptaörðugleika að stríða. Heyrnarlaus börn hafa reynst viðkvæmur hópur í þessu sambandi,“ sagði Svala. Meðaldur brotaþola var 24 ár, sá yngsti þriggja ára og sá elsti 69 ára.

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Golli

Voru þar sem þau áttu að vera örugg

Í 64,3% tilvika voru gerendur einstaklingar sem þolendur áttu að geta treyst vegna fjölskyldutengsla, vináttu eða umönnunarhlutverks. Brotin áttu sér oftast stað á yfirráðasvæði geranda eða í 59,6% tilvika, s.s. á heimili hans, í bifreið hans, vinnustað hans, á sameiginlegu heimili aðila eða í hjólhýsi geranda. Brotin eru almennt gróf. Algengast var að þolandi væri þvingaður til kynferðismaka.

Í flestum tilvikum, eða í 39% tilvika, sagði brotaþoli ættingja frá því að hann hefði verið beittur kynferðislegu ofbeldi og í 12,2% tilvika kærði brotaþoli sjálfur. Í 29,2% tilvika kemur tilkynning um brot í gegnum yfirvöld.

Með yfirvöldum er átt við félagsmálayfirvöld, skóla, lögreglu og umönnunaraðila sem eru starfsmenn á sambýlum þar sem þolandi býr eða stuðningsfulltrúa. Þannig tilkynnti brotaþoli umönnunaraðila í 7,3% tilvika.

Þvingaðar til að hafa þvag- og saurlát

Svala nefndi sem dæmi dóm Hæstaréttar nr. 290/2000. Í því máli var gerandi talinn þjást af þvagsækni (e. urophilia). Hann beitti fjórar stúlkur kynferðislegu ofbeldi og þvingaði m.a. þrjár þeirra til að hafa ýmist þvag- og/eða saurlát í baðkar, poka eða glös. Stúlkurnar voru heyrnarskertar/heyrnarlausar og ein þeirra auk þess misþroska og með tornæmi. Verulegar líkur voru taldar á að gerandinn væri haldinn barnagirnd.

Hún nefndi einnig dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-167/1998. Í því máli beitti gerandi óvenju grófu ofbeldi. Hann m.a. handjárnaði brotaþola á höndum og fótum og festi við ofn, hafði samfarir við hann gegn vilja hans, beit hann og lamdi með hundaól, ógnaði honum með hnífi í hjartastað, klemmdi þvottaklemmur á geirvörtur hans og skapabarma og brenndi með sígarettu. 

Svala lauk máli sínu á þessum orðum:

„Í stofu prýða innrammaðar myndir af hundum veggi og einnig má sjá bangsa, litla skraut­muni og dúkkuvagn á gólfi. Svefnherbergi hennar er lítið og þar hefur hún raðað fjölda smástytta á skrifborð og í gluggakistu. Á náttborði er gulur sparigrís og við hlið þess uppbúið rúm.

Er óumdeilt að ákærði hafði samræði við hana í rúmi þessu og að þau hafi legið ofan á sæng með sama sængurfatnaði og sést á ljós­myndunum. Er hér um að ræða sængur- og koddaver með litprentaðri mynd af stubbunum eða „Teletubbies“, sem eru vinsælt sjónvarpsefni hér á landi hjá yngstu kynslóðinni.“

Þennan texta er að finna í dómi í Hæstaréttar nr. 47/2003 þar sem brotið var gegn 47 ára þroskaheftri konu.

mbl.is

Innlent »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

Í gær, 16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

Í gær, 16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

Í gær, 16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

Í gær, 16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

Í gær, 15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

Í gær, 14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »

Missti afl og brotlenti

Í gær, 14:29 Lítilli fisvél hlekktist á í flugtaki á Rifi á Snæfellsnesi um tvö í dag. Tveir voru í vélinni og var einn fluttur á heilsugæslu með minni háttar áverka. Meira »

Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

Í gær, 13:15 Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. Meira »

Hitinn fer í allt að 20 stig

Í gær, 12:37 Spáð er norðaustangolu eða -kalda og súld eða dálítilli rigningu austanlands í dag, en skýjað verður með köflum vestan til á landinu og allvíða skúrir síðdegis. Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi en kaldast við norður- og austurströndina. Meira »
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......
Námskeið í Reiki Heilun.
Lærðu Reiki fyrir sjálfan þig, Reiki iðkun stuðlar að andlegri og líkamlegri vel...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Fjallatjaldvagn til sölu
Upphækkaður með alvöru fjöðrun. Upplitaður og snjáður, en í góðu lagi, Fortjal...