Andlát: Einar Laxness

Einar Laxness.
Einar Laxness.

Einar Laxness sagnfræðingur lést á heimili sínu mánudaginn 23. maí, 84 ára að aldri. Einar fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1931, en foreldrar hans eru Halldór Kiljan Laxness rithöfundur og Ingibjörg Einarsdóttir, skrifstofumaður og leikkona.

Einar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951, lauk cand. mag. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1959 og stundaði framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla 1961. Hann var skrifstofumaður hjá Sláturfélagi Suðurlands 1957-1960, kennari í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu 1961-1966 og kennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð 1966-1987, framkvæmdastjóri Menningarsjóðs 1987-1992 og skjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands 1993-2001. Hann var í stjórn Sögufélags 1961-1988, þar af sem forseti 1978-1988, ritstjóri Sögu, tímarits Sögufélags, 1973-1978 og í stjórn Hins íslenska þjóðvinafélags 1967-1988. Eftir Einar liggja fjölmörg ritverk, greinar og ritgerðir, einkum um sagnfræði.

Einar kvæntist Elsu Jónu Theódórsdóttur (f. 20. nóvember 1929) fóstru. Börn Einars og Elsu Jónu eru Sigríður (f. 13. mars 1958), Halldór (f. 18. september 1959), Margrét (f. 29. desember 1961) og Einar (f. 9. ágúst 1965).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »