Rússar gera nýjar kröfur

Í kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki.
Í kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Ég upplifi það mjög sterkt að það er ekki vilji stjórnvalda í Rússlandi að heimila okkur að flytja út. Það koma sífellt nýjar kröfur þegar við höfum uppfyllt það sem þeir kröfðust síðast,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki.

Stóru sláturleyfishöfunum sem bannað var að flytja kjöt til Rússlands á síðasta ári hefur ekki tekist að fá útflutningsleyfi. Sláturleyfishafarnir bættu úr þeim ágöllum sem rússneska matvælastofnunin taldi vera á húsunum en þá komu nýjar kröfur. Svona hefur þetta gengið síðan, alltaf koma nýjar kröfur, segir Ágúst í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nú hefur KS beðið í fimm vikur eftir svari við síðustu úrbótum. „Við héldum að við værum að ná í gegn núna en í [gær]morgun kom enn eitt bréfið þar sem óskað var eftir frekari gögnum. Það segir mér að það sé einhver pólitík í þessu, frekar en eðlileg viðskiptasjónarmið,“ segir Ágúst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Loka