Kominn með erlendan fagfjárfesti að fluglestinni

Ein hugmynda um legu Fluglestarinnar gerir ráð fyrir að hún ...
Ein hugmynda um legu Fluglestarinnar gerir ráð fyrir að hún nái að Straumsvík og almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins taki við farþegum þar. mbl.is/Árni Sæberg

Búið er að stofna þróunarfélag um fluglest milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins og þá hefur erlendur fagfjárfestir, Per Aarsleff A/S, verið fenginn til að koma að verkefninu með bæði fjármagn og þekkingu. Þetta kom fram í kynningu Runólfs Ágústssonar, verkefnisstjóra Fluglestarinnar, á málþingi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem fór fram í Listasafni Reykjavíkur nú í morgun.

Runólfur segir danska fyrirtækið Per Aarsleff A/S vera stórt í lagningu lesta, en hundruð manns starfi í lestardeild þess. „Þeirra aðkoma skapar okkur aðgang að mikilvægri sérþekkingu,” segir hann.

Unnið hefur verið að fluglestarverkefninu á óformlegum grunni sl. þrjú ár og nemur kostnaðurinn hingað til um um 170 milljónum króna.  „Nú er verið að formgera þróunarfélag sem tekur þá við verkefninu og gengur frá samningi við sveitarfélögin.“ Stofnun félagsins veiti tækifæri á að fá inn nýja aðila með fjármagn og þekkingu sem sé nauðsynlegt svo hægt sé að taka verkefnið lengra.

Samstarfssamningurinn í ferli

Runólfur segir samstarfssamning við sveitarfélögin nú vera í ferli. „Borgarráð Reykjavíkur afgreiddi í gær eignaraðild sína að félaginu og samstarfssamningurinn hefur þegar verið samþykktur hjá fimm af átta sveitarfélögum.“  Garðabær og öll sveitarfélögin á Suðurnesjum séu búin að samþykkja samninginn, en hann  bíði afgreiðslu hjá Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. „En við gerum ráð fyrir að hann verði afgreiddur á næstu vikum.“

Þrjár tillögur að legu fluglestarinnar voru kynntar á málþinginu og hafa þær mismikil samlegðaráhrif  við Borgarlínuna, þ.e. nýjan samgönguás almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.  Runólfur segir hluta af skipulagssamstarfi fluglestarinnar við sveitarfélögin felast í því að finna heppilegustu leguna. „Þar eru tvenn sjónarmið uppi sem þarf að samþætta. Annars vegar hvað hentar sveitarfélögunum og þessum samfélögum best og hins vegar arðsemi verkefnisins.“

Mega ekki keppa hvort við annað

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir Fluglínuna vera verkefni sem þurfi að greina í samhengi við Borgarlínuna.„Það er mjög mikilvægt að þessi verkefni séu ekki að keppa hvort við annað, heldur gangi vel saman og allt er þetta hluti af framtíð sem er að færast býsna nálægt okkur. Þannig að á þessu ári og því næsta þarf að taka margar stórar ákvarðanir sem tengjast þessu,“ segir Dagur.

Runólfur segir þó ekki enn liggja fyrir hvað muni koma út úr vinnu varðandi legu Fluglínunnar, en hluti þeirrar vinnu sé samningur sem þróunarfélagið er að gera við alþjóðlega verkfræðifyrirtækið Tractebel, sem sérhæfir sig í framkvæmdum sem þessum.  „Við erum að semja við þá um að gera markaðsgreiningu og könnun meðal erlendra ferðamanna í sumar og vetur og að leggja í framhaldi mat á mismunandi kosti í legu fluglestarinnar.“

Runólfur segir að þótt margir hafi efast um hagkvæmni fluglestar þegar lagt var af stað fyrir þremur árum, þá vinni flest með þessu verkefni nú.

„Það sem er að gera þetta verkefni stöðugt betra hvað arðsemi og raunhæfni varðar er hvað ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega mikið. Hluti af þeim upplýsingum sem við birtum í morgun var greining á áhrifum á umferð á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur í ljós að þetta verkefni mun draga úr umferð á yfirborðinu um 2–10% eftir leiðum,“ segir hann og kveðst þar eiga við þær leiðir sem liggja frá suðurhluta Hafnarfjarðar og niður í bæ. „Og það munar um minna á tímum þar sem umferð þyngist stöðugt á höfuðborgarsvæðinu.“

mbl.is

Innlent »

Önnur lögmál gilda á netinu

16:38 Íslenskur sjávarútvegur þarf að búa sig undir að sala á fiski færist úr stórmörkuðum yfir til netverslana. Neytendur láta ekki sömu hluti ráða valinu þegar þeir velja fisk af tölvuskjá og þegar þeir standa fyrir framan kæliborð fisksalans. Meira »

Glæpur, gáta og metoo

15:56 „Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum. Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Í öðru lagi er þetta fjörgömul gáta að hætti Da Vinci Code. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“ Meira »

Munu ekki loka veginum vegna holunnar

15:01 „Við lögum þetta á morgun. Þetta er nú ekkert stórvægilegt,“ segir Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, um stærðar holu sem myndaðist í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnaðist á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann á hættu að stórskemmast. Meira »

„Alvöru“ vetrarveður ekki í kortunum

14:02 Úrkoma í Reykjavík sl. sólarhring, frá 9 í gærmorgun þar til kl. 9 í morgun, var mesta úrkoma á einum sólarhring í nóvember frá upphafi mælinga. Óvenju hlýtt hefur verið í veðri undanfarið miðað við árstíma og alvöru vetrarveður er ekki í kortunum að sögn veðurfræðings. Meira »

15 ára á toppinn eftir ársþjálfun

13:32 Hinn fimmtán ára gamli Gauti Steinþórsson gerði sér lítið fyrir og varð yngsti Íslendingurinn til þess að klífa Island Peak, 6.200 metra háan tind í Himalajafjöllum, eftir skyndihugdettu og ársundirbúning. Meira »

„Á að tala um sjálfsvíg sem veikindi“

13:02 „Við erum mjög stutt frá þeirri umræðu að fólk talaði um sjálfsvíg sem eitthvert val, eigingjarna athöfn og siðlausa athöfn,“ sagði Vigfús Bjarni í Þingvöllum í dag þar sem því var m.a. velt upp hvers vegna Ísland hefði haft eina hæstu sjálfsvígstíðni ungra manna undanfarin tíu ár. Meira »

„Á dagskrá til að fela fjárlögin“

12:48 „Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins kvaðst segja hvað sem er sem auðveldaði Sjálfstæðismönnum að taka þátt í baráttunni. Meira »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »

Benda á möguleika íslenskunnar

11:15 Á Akureyri var haldið upp á Dag íslenskrar tungu meðal annars með því að fagna fjölbreytileika íslenskunnar. Það var gert með því að blása til ritlistarsamkeppnar fyrir börn á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Meira »

Úrkoman mikil á alla mælikvarða

10:39 Úrkoman á höfuðborgarsvæðinu er mikil á alla mælikvarða segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook –síðu sinni í dag. Það sé þó ekkert miðað við Bláfjöll þar sem mælirinn hafi sýnt 250 mm frá því um miðjan dag á föstudag. Meira »

Varasamt ferðaveður á Norðurlandi

10:16 Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt verður á landinu í dag og sums staðar stormur á Norðurlandi fram eftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra og segir Veðurstofan vera varasamt ferðaveður á þeim slóðum. Meira »

Hegðunarvandamál nánast úr sögunni

09:35 Geturðu platað krakka til að hafa gaman af að læra? Hákon Sæberg velti því fyrir sér í kennaranáminu þar sem hann heillaðist af kennsluaðferðum leiklistar og aðferðinni sérfræðingskápan. Nemendur í 4. bekk Árbæjarskóla hafa lært um hvali í hlutverki sjávarlíffræðinga og um fjöll í hlutverki spæjara. Meira »

Ágúst Ólafur og Willum Þór með Björt á Þingvöllum

09:12 Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða meðal gesta Björt Ólafsdóttur í þættinum Þingvöllum á K100 nú í morgun og má því telja nokkuð ljóst að fjárlagafrumvarpið verði tekið til umræðu í þættinum. Meira »

Enn logar á Hvaleyrarbraut

07:33 Enn logar eldur í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og hefur slökkvilið verið með vakt á staðnum í alla nótt. Verulega hefur þó dregið úr umfanginu og voru tveir menn á vakt þar í nótt er veður var sem verst. Vonir standa þó til að vettvangur verði afhentur lögreglu í dag. Meira »

Gömlu Hringbraut lokað í janúar

07:05 Stefnt er að lokun gömlu Hringbrautarinnar 7. janúar 2019. Lokunin hafa í för með sér miklar breytingar á umferð og samgöngum á Landspítalalóðinni, meðal annars á leiðakerfi Strætó bs. Meira »

25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi

Í gær, 22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn“, eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

Í gær, 22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »

Sé ekki eftir neinu

Í gær, 22:10 „Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag. Meira »
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk..205/55R16.. Verð kr 12000..Sími 8986048......
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 2500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...