Í allt öðrum veruleika en venjulegt fólk

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í eldhúsdagsræðu sinni á Alþingi í kvöld Panamaskjölin hafa sýnt það svart á hvítu að tvær þjóðir búi í þessu landi. Ein legði mikið á sig til að ná endum saman en hin byggi í allt öðrum veruleikum.

„Hún hefur aðgang að fólki og fjármagni sem við hin höfum ekki. Tekur lán í erlendri mynt á mun lægri kjörum en aðrir geta nokkurn tíma látið sig dreyma um. Og sumir fara jafnvel með peningana sína í skjól frá íslenskum skattayfirvöldum,“ sagði hún.

En fæst okkar vildum hafa þetta svona.

„Ég held að við viljum flest að fólk geti haft það gott á Íslandi og jafnvel grætt dáldið af peninginum. Og það er ekkert að því að efnast vel.

En á sama tíma viljum við að tækifærin til þess séu jöfn, að það séu ekki til hópar sem fái sérmeðferð. Við viljum að þegar hlutabréf eru boðin út á okkar litla landi hafi allir sömu tækifæri til að fjárfesta, við viljum að þegar fyrirtæki eru seld út úr fjármálastofnunum sé söluferlið gagnsætt og allir eigi jafnan möguleika á að fjárfesta. Það verður ekki fyrr en stjórnvöld og atvinnulífið allt fara undir öllum kringumstæðum að vinna í anda gagnsæis og skýrleika í ferlum, að við getum búist við því að traust fari að skapast á ný í okkar samfélagi,“ nefndi Katrín í ræðu sinni.

Hún beindi sjónum að hópi í samfélaginu sem hún sagði samfylkingarfólk hafa miklar áhyggjur af: Unga fólkinu, sem réttara væri að kalla gleymdu kynslóðina.

Þetta væri fólkið sem stæði til að mynda frammi fyrir því að framhaldsskólinn væri fjársveltur og lokaður fyrir 25 ára og eldri.

Mikil þörf væri fyrir aukna fjármuni í háskólastigið. Þar væri mikið til keyrt á stundakennurum á „lúsarlaunum“. Framfærsla námslána væri of lág og nú ætlaði ríkisstjórnin að fara að hækka vextina og þyngja endurgreiðslubyrðina.

„Hvaða áhrif mun það hafa ef áætlanir ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga að afnema tengingu við tekjur fyrir til dæmis leikskólakennara með fimm ára nám á bakinu?“ spurði Katrín.

Næstu kosningar snúist um unga fólkið

Þá væru húsnæðismálin í ólestri. Húsaleigan himinhá, fasteignaverð himinhátt og vaxtabæturnar færu sílækkandi.

Eins hefðu hámarksgreiðslur fæðingarorlofs staðið í stað allt kjörtímabilið með þeim afleiðingum að færri karlar væru að taka orlof og fæðingum hefði fækkað. „Hverjir eiga að standa undir samfélaginu þegar okkar kynslóðir fara á eftirlaun með þessu áframhaldi?“

Jafnaðarmenn vildu fjárfesta í unga fólkinu og því þyrfti að snúa af þessari braut. Brýnt væri að opna framhaldsskólann aftur og tryggja þeim fjármuni, taka upp styrki til framfærslu á háskólastigi en gæta vel að endurgreiðslubyrðinni svo nám borgi sig. Þá þyrfti að grípa til víðtækra aðgerða á húsnæðismarkaði til að tryggja aðgengi að ódýrara leiguhúsnæði sem jafnframt væri öruggt ásamt öflugum stuðningi við leigu og kaup á húsnæði.

„Næstu kosningar verða að snúast um þessa gleymdu kynslóð og ég skora á okkur öll hér inni að taka málefni þeirra föstum tökum, koma okkur upp úr þessum bitru skotgröfum og fortíðarhjakki og fjárfesta í framtíðinni,“ sagði Katrín að lokum.

mbl.is

Innlent »

Spáir sólríkum marsmánuði

08:52 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur spáir því að veður hér á landi í mars verði fremur hæglátt. Spáir hann mildum suðaustlægum vindum og að það verði sólríkt og þurrviðrasamt. Meira »

Starfshópur um frjálsíþróttavöll

08:18 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur ráðuneyta, Reykjavíkurborgar og FRÍ til að annast nauðsynlegar viðræður og undirbúning að þjóðarleikvangi fyrir frjálsar íþróttir. Meira »

Telja ákvörðun skipulagsnefndar ólögmæta

07:57 Biokraft sem á tvær vindrafstöðvar í Þykkvabæ telur að ákvörðun skipulags- og umferðarnefndar Rangárþings ytra um að synja breytingum á deiliskipulagi sem heimila stærri vindrafstöðvar sé ólögmæt. Meira »

Engu nær eftir 4 ára þrautagöngu

07:37 Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa hefur hafnað öllum kröfum Karls Sigurhjartarsonar á hendur Orkuveitu Reykjavíkur vegna hitunarkostnaðar sumarhúss Karls í Borgarfirði. Meira »

Hvessir mjög á landinu

06:47 Spáð er suðaustanstormi eða -roki víða á landinu á morgun, jafnvel ofsaveðri vestantil.  Meira »

Minni skjálftar í nótt

05:36 Tugir skjálfta urðu við Grímsey í nótt en allir voru þeir litlir, sá stærsti var 2,2 stig. 71 jarðskjálfti yfir 3 af stærð hefur orðið á landinu síðustu tvo sólarhringa. Meira »

Fjarlægja þarf olíu í Skerjafirði

05:30 Nauðsynlegt getur reynst að fara í umfangsmikla hreinsun áður en ný íbúðarbyggð rís við Skerjafjörð. Vitað er að mikil olíumengun er í jarðvegi þar sem athafnasvæði Skeljungs var á árum áður. Meira »

Búist við enn stærri skjálfta

05:30 Skjálftahrinur eru algengar á Grímseyjarbeltinu, en hrinur af svipaðri stærð og sú sem nú stendur yfir urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »

Háar dagsektir vegna rafvagna

05:30 Strætó bs. reiknar 50 þúsund króna sektir á vagn á kínverska rafbílaframleiðandann Yutong Eurobus fyrir hvern dag sem afhending strætisvagna frá fyrirtækinu dregst. Meira »

Alls óákveðið hjá ASÍ

05:30 Þau fjórtán aðildarfélög BHM sem gengu frá endurnýjun kjarasamninga við samninganefnd ríkisins á dögunum hafa nú samþykkt samningana. Meira »

Girt fyrir lán gegn veðum í eigin bréfum

05:30 Bönkum hefur verið óheimilt að lána gegn veði í eigin hlutabréfum frá árinu 2010. Hið sama gildir um aðra samninga sé undirliggjandi áhætta á eigin bréf þeirra. Meira »

Sveitarfélög ráði fjölda fulltrúa

05:30 „Við teljum að sveitarfélögin eigi að ákveða sjálf fjölda fulltrúa í sveitarstjórn,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum. Meira »

Lítið næði til loðnuveiða

05:30 Íslensk, færeysk og grænlenskt loðnuskip voru í gær að veiðum út af Vík, en lítið næði hefur verið til veiða þar vegna veðurs síðan á sunnudag og veðurútlit er ekki gott í vikunni. Meira »

Föst í sjö mánuði í Kvennaathvarfinu

Í gær, 22:57 Maaria Pïvinen frá Finnlandi hefur neyðst til að dvelja í Kvennahvarfinu í tæpa sjö mánuði vegna þess að forræðisdeila hennar við íslenskan barnsföður hefur dregist á langinn. Meira »

Herbergjum á lungnadeild lokað

Í gær, 22:05 Í eftirlitsheimsókn starfsmanna Vinnueftirlitsins á lungnadeild A6 í Landspítalanum að Fossvogi þann 29. janúar fundust meðal annars rakaskemmdir og megn fúkkalykt í vaktherbergi merktu 618 og lyfjaherbergi nr. 626. Fyrir vikið var öll vinna bönnuð í herbergjunum þar til búið er að gera þar úrbætur. Meira »

Ljósabekkjum fækkar stöðugt

05:30 Ljósabekkjum hefur fækkað umtalsvert á síðustu árum, samkvæmt talningu sem Geislavarnir ríkisins stóðu fyrir.  Meira »

„Risavaxnir“ almannahagsmunir

Í gær, 22:44 „Ég er hjartanlega sammála hæstvirtum þingmanni um að um þetta eigi að ríkja eins mikið gagnsæi og mögulegt er því að hér er um risavaxna almannahagsmuni að ræða,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag um söluna á hlut ríkisins í Arion banka. Meira »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...