Var í fólksbifreið á norðurleið

Banaslys varð í Hvalfjarðargöngunum um klukkan tvö í dag.
Banaslys varð í Hvalfjarðargöngunum um klukkan tvö í dag. mbl.is/Golli

Hinn látni var í fólksbifreið á norðurleið í slysinu í Hvalfjarðargöngunum fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti skullu jeppi sem var suðurleið og fólksbifreið sem var á norðurleið saman er jeppinn fór yfir á rangan vegarhelming. Í jeppanum var ökumaður ásamt tveimur farþegum en í fólksbílnum ökumaður og farþegi.

Einn af þeim fimm sem lentu í árekstrinum lést og var hann farþegi í fólksbifreiðinni á norðurleið. Allir sem í bílunum voru eru Íslendingar.

Frétt mbl.is - Banaslys í Hvalfjarðargöngum  

Rannsókn málsins er enn á frumstigi.
Rannsókn málsins er enn á frumstigi. mbl.is/Golli

Fjór­ir voru flutt­ir slasaðir á Land­spít­ala og liggja þrír þeirra á gjör­gæslu en sá fjórði er enn í rann­sókn­um sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­spít­ala.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er rannsókn málsins enn á frumstigi og ekki er vitað hvað olli slysinu. 

Frétt mbl.is - Nokkrir fluttir á Landspítala 

Frétt mbl.is - Viðbragðsáætlun virkjuð á Landspítala 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert