Fellir niður Hlíðamálið

Hlíðahverfið í Reykjavík.
Hlíðahverfið í Reykjavík. mbl.is/Júlíus

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að fella niður mál gegn tveimur karlmönnum sem voru sakaðir um að hafa nauðgað konu í Hlíðunum í Reykjavík í fyrra, svokallað Hlíðamál. Ríkissaksóknari hefur þar með staðfest ákvörðun héraðssaksóknara. 

Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við mbl.is. Málið barst á borð embættisins 3. mars sl. 

Málið vakti mikla athygli og óhug, en 9. nóvember í fyrra greindi Fréttablaðið frá málinu. Þar kom m.a. fram að tveir karl­menn væru grunaðir um hrotta­leg kyn­ferðis­brot en hefðu ekki verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald.

„Íbúð í Hlíðunum út­bú­in til nauðgana“ var fyr­ir­sögn frétt­ar­inn­ar sem var á forsíðu blaðsins. Þar sagði að rann­sókn lög­regl­unn­ar beind­ist að hús­næði í fjöl­býl­is­hús í Reykja­vík og sagðist blaðið hafa heim­ild­ir fyr­ir því að íbúðin væri búin tækj­um til of­beld­isiðkun­ar.

Helgi Magnús segir í samtali við mbl.is að ákveðið hafi verið að fella málið niður þar sem það þyki ekki líklegt til sakfellingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert