Hafa engar upplýsingar um bókhald Herjólfs

Herjólfur í Landeyjahöfn.
Herjólfur í Landeyjahöfn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að Alþingi hafi engar upplýsingar um rekstur Herjólfs sem siglir til Vestmannaeyja. Þrátt fyrir það fái Eimskip 718 milljóna króna ríkisstyrk á ári til þess að sinna siglingunum.

Ásmundur segist hafa leitað til Vegagerðarinnar og Eimskips vegna málsins. Frá Vegagerðinni fékk hann þær upplýsingar að tölurnar lægju ekki fyrir og hjá Eimskip fékk hann þau svör að umræddar tölur væru viðskiptaleyndarmál, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Vegagerðin hafði í raun engar upplýsingar um rekstur ferjunnar frá því reksturinn var boðinn út árið 2011. Það sem hefur gerst síðan er að fólksflutningar hafa aukist úr 100 þúsund í 300 þúsund á ári og því fylgja miklar tekjur,“ segir Ásmundur en ríkisstyrkurinn hefur hækkað í takt við verðlagsþróun. „Mér finnst undarlegt að bókhald af rekstri sem er niðurgreiddur af ríkinu sé ekki aðgengilegt fyrir þá sem taka ákvörðun um hve miklu fé sé veitt til rekstursins,“ segir Ásmundur og bætir því við að til samanburðar sé styrkur til flugreksturs um 200 milljónir króna á ári á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert