Þyrftu að flýta haustfundinum

Miðstjórnin hélt fund sinn í gömlu Rúgbrauðsgerðinni.
Miðstjórnin hélt fund sinn í gömlu Rúgbrauðsgerðinni. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki var borin fram tillaga um að flýta haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokks, á vorfundi hennar sem haldinn var á laugardag. Í 9. kafla laga Framsóknarflokksins segir að haustfund miðstjórnar þurfi til að boða til flokksþings.

Ljóst þykir því að flýta þurfi haustfundinum ef halda á flokksþing fyrir þingkosningar sem áformað er að halda í október.

„Það væri framkvæmdastjórnar flokksins að gera tillögu um að flýta haustfundi miðstjórnar,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður flokksins, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert