E, F, N, O, P, U, X, Y, Æ og Ö

Viðreisn hefur fengið úthlutað listabókstafnum C. Stjórnmálasamtök hafa mjög rúman …
Viðreisn hefur fengið úthlutað listabókstafnum C. Stjórnmálasamtök hafa mjög rúman tíma til að sækja um listabókstaf en flestir vilja eflaust gera það sem fyrst, enda er listabókstafurinn oftar en ekki áberandi í kynningarefni flokkanna. mbl.is/skjáskot

Fimmtán listabókstafir eru „fráteknir“ eftir síðustu þingkosningar og þá hefur einn flokkur fengið úthlutað listabókstaf á yfirstandandi kjörtímabili. Fleiri hafa sótt um bókstaf en úthlutun listabókstafs jafngildir ekki formlegri tilkynningu um framboð.

Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis skal innanríkisráðuneytið halda skrá um listabókstafi stjórnmálasamtaka sem buðu fram lista við síðustu almennu þingkosningar. Stjórnmálasamtökum er heimilt að sækja um listabókstaf hvenær sem er á yfirstandandi kjörtímabili, en halda honum aðeins ef þau bjóða fram í næstu kosningum.

Fimmtán flokkar sem fengu úthlutað listabókstaf fyrir síðustu þingkosningar, sem fóru fram 27. apríl 2013, buðu sannarlega fram og halda því sínum listabókstaf að óbreyttu. Þá hefur ein stjórnmálahreyfing fengið úthlutað listabókstaf á kjörtímabilinu; Viðreisn, sem fékk listabókstafinn C.

Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er hægt að stofna stjórnmálasamtök og sækja um listabókstaf og bjóða fram allt að þremur dögum áður en framboðsfrestur rennur út og fimmtán dögum áður en kosningar fara fram.

Íslenska stafrófið samanstendur af 32 bókstöfum en til að fyrirbyggja rugling hefur ekki tíðkast að úthluta broddstöfum sem listabókstöfum. Ef horft er til þess að fimmtán stjórnmálahreyfingar „eiga“ enn bókstaf frá síðustu kosningum og að einum hefur verið úthlutað, eru því tíu á lausu.

Þeir eru: E, F, N, O, P, U, X, Y, Æ og Ö.

Stjórnarflokkarnir hafa tilkynnt að gengið verði til kosninga í haust …
Stjórnarflokkarnir hafa tilkynnt að gengið verði til kosninga í haust en nákvæm tímasetning hefur ekki verið ákveðin. mbl.is/Ómar Óskarsson



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert