Óvissa um salerni í sumar

Skortur er á salernum víða við þjóðvegi landsins.
Skortur er á salernum víða við þjóðvegi landsins. mbl.is/Golli

Ekki er ljóst hvort það tekst að bæta úr skorti á salernisaðstöðu fyrir ferðamenn við þjóðvegi landsins í sumar.

Alþingi samþykkti nýverið að senda þingsályktunartillögu um uppbyggingu áningastaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi til ríkisstjórnarinnar. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sagði að á fundi með umhverfis- og samgöngunefnd hefði Vegagerðin gert áætlun um að setja upp bráðabirgðasalerni á um 30 stöðum.

Stjórnstöð ferðamála fékk EFLU verkfræðistofu til að greina þörfina fyrir salerni fyrir ferðamenn. Í þeirri greiningu kom m.a. fram að vegna aðstöðuleysis og fjölda gesta væri talið nauðsynlegt að ráðast í úrbætur við Jökulsárlón, Goðafoss, Dettifoss, Seljalandsfoss, Grábrók, Látrabjarg, Hjálparfoss, Dyrhólaey og Kerið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert