Vitni gáfu skýrslu í veiðiþjófamáli

Veiðiþjófarnir veiddu allt sem hreyfðist að sögn ferðaþjónustuaðila sem stóð …
Veiðiþjófarnir veiddu allt sem hreyfðist að sögn ferðaþjónustuaðila sem stóð þá að verki. Ljósmynd/Rúnar Karlsson

Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á veiðiþjófamálinu sem kom upp í Hornvík á Hornströndum á Vestfjörðum síðustu helgi er enn á frumstigi. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum.

Fimm karlmenn voru við neyðarskýli á svæðinu, vopnaðir byssum og öðrum veiðarfærum, þegar ferðaþjónustuaðila bar að garði um helgina. Höfðu þeir þá verið á svæðinu í tæpa viku, gert sig heimakomna í skýlinu, skotið og veitt fjöldann allan af dýrum.

Karl Ingi segir lögreglu enn vera að safna saman gögnum í málinu, þar á meðal skýrslum af vitnum í málinu.

Fréttir mbl.is um málið:

mbl.is - Drukku kaffi með veiðiþjófum

mbl.is - Mennirnir ekki á vegum Strandferða

mbl.is - Veiðiþjófar staðnir að verki

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert