8% þjóðarinnar á EM

Fyrstu opinberu tónleikar EM voru haldnir við Eiffelturninn í París …
Fyrstu opinberu tónleikar EM voru haldnir við Eiffelturninn í París í gærkvöldi. Rík stemmning, gleði og fjör, var þar allsráðandi. AFP

Um 27 þúsund Íslendingar sóttu um miða á Evrópumótið í knattspyrnu karla, sem hefst í Frakklandi í kvöld, eða um 8% þjóðarinnar. Þetta er 15. úrslitakeppni EM en opnunarleikur mótsins er á milli Frakka og Rúmena.

Síðan rekur hver leikurinn annan þar til kemur að úrslitaleiknum 10. júlí. Ísland leikur fyrsta leikinn gegn Portúgal á þriðjudag, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun um EM í fótbolta í Morgunblaðinu í dag.

Talið er að Íslendingar muni á keppnisstað eyða 5-6 milljörðum króna. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, segir að samkvæmt UEFA muni hver stuðningsmaður sem sækir Frakkland heim eyða að meðaltali 93 þúsund krónum. „Við vitum í raun ekkert hve miklu Íslendingar eiga eftir að eyða á mótinu og það verður líka að hafa í huga að inni í þessari tölu er hvorki flug né miðaverð á leiki.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »