Búist var við meiru

Hrygningarstofn þorsks hefur stækkað á undanförnum árum og ekki verið …
Hrygningarstofn þorsks hefur stækkað á undanförnum árum og ekki verið stærri í 40 ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar kynntu í gær ráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár. Samkvæmt henni verða aflaheimildir í þorski auknar um 5.000 tonn, fara í 244 þúsund tonn.

Óbreytt ráðgjöf er í ufsa, eða 55 þúsund tonn, og aflahámark í ýsu lækkar um 1.800 tonn, fer niður í 34.600 tonn.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, áætla að tekjuaukning af auknum veiðiheimildum umfram samdrátt gæti numið um milljarði króna. Aukinn þorskkvóti skilar um tveimur milljörðum króna en á móti er samdráttur í löngu, ýsu og íslenskri sumargotssíld. Formaður SFS, Jens Garðar Helgason, segir að þar á bæ hafi verið búist við meiru, einkum í þorski. Þá segjast smábátasjómenn hafa orðið fyrir vonbrigðum með ráðgjöfina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »