Sorglegt að neyðarbrautinni verði lokað

Ríkið þarf að loka svokallaðri neyðarflugbraut á Reykja- víkurflugvelli innan …
Ríkið þarf að loka svokallaðri neyðarflugbraut á Reykja- víkurflugvelli innan 16 vikna, samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er í fyrsta lagi öryggismál og í öðru lagi er sorglegt að þessari braut sé lokað,“ segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, en félagið sinnir nær öllu sjúkraflugi innan Íslands samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið.

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að ríkinu sé skylt að loka norðaustur-/suðvesturflugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að niðurstaða Hæstaréttar verði virt.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag er Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur,  mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. „Mér finnst hún skýr og þetta er fullnaðarsigur í málinu. Meginniðurstaðan er að þessir samningar halda og brautinni verður lokað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »