Æfir frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin

Helsti styrkleiki Ragnheiðar Söru felst í lyftingum.
Helsti styrkleiki Ragnheiðar Söru felst í lyftingum. mbl.is/

„Stefnan er sett á að vinna heimsleikana, það er ekkert annað í boði,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Evrópumeistari í crossfit. Ragnheiður Sara kom heim til Íslands fyrir rúmri viku og hefur verið á stífum æfingum síðan. Eftir Evrópuleikana fór hún beinustu leið til Boston í myndatöku fyrir Nike en hún er á fjögurra ára samningi hjá fyrirtækinu.

„Ég held að ég sé eini Íslendingurinn sem hefur verið á svona stórum samningi hjá Nike en ég var að skrifa undir nýjan samning sem gildir næstu fjögur árin,“ segir Ragnheiður Sara. Í samningnum felst að Ragnheiður Sara fer í um þrjár myndatökur á ári fyrir íþróttarisann og má aðeins klæðast æfingafötum frá fyrirtækinu.

Með þjálfara á Mallorca og í Danmörku 

Nú fer mestallur tími Ragnheiðar Söru í æfingar fyrir heimsleikana í crossfit sem fram fara í Kaliforníu um miðjan júlí. „Maður getur ekkert gefið eftir þar sem það eru bara fimm vikur í mót.“

Ragnheiður Sara æfir í CrossFit Suðurnesjum í Sporthúsinu í Keflavík og fer mestallur dagurinn í æfingar fyrir mót. „Ég æfi frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin með nokkrum hléum inn á milli,“ segir Ragnheiður Sara. Hún er með tvo þjálfara, einn í Mallorca og annan í Danmörku, sem skiptast á að kíkja á æfingar til hennar á Íslandi. Sjálf sér þó Ragnheiður Sara um mataræði sitt en það samanstendur af hreinni fæðu og fitu til að safna kaloríum.

Ragnheiður Sara er nautsterk, eins og sést vel á þessari ...
Ragnheiður Sara er nautsterk, eins og sést vel á þessari mynd. Ljósmynd/Ragnheiður Sara

Lyftingar helsti styrkleikinn 

Fyrir Evrópuleikana í crossfit fá keppendur að vita tveimur vikum fyrir mót í hvaða greinum verður keppt. Það sama gildir ekki um heimsleikana en þar er það ekki tilkynnt fyrr en leikarnir hefjast í hverju keppt verður. Keppendur þurfa því að æfa sig og standa sem best að vígi í öllum greinum. „Það getur hvað sem er komið á heimsleikunum þannig að maður þarf í raun að einblína á allt,“ segir Ragnheiður Sara. Aðspurð segir hún sinn helsta styrleika felast í lyftingum en aftur á móti séu fimleikaæfingar sinn helsti veikleiki í crossfitinu. 

Stefnan hjá Ragnheiði Söru er sett á að mæta til Kaliforníu ekki seinna en 26. júní til að ná nokkrum æfingum með æfingafélaga sínum sem býr í Bretlandi. Hún segir íslensku stelpurnar ekki hittast mikið meðan á leikunum standi þar sem hver og ein sé með sitt æfingaplan. „Þetta er svo einstaklingsbundið og maður tímir ekki alveg að fórna sinni æfingu til þess að geta æft með einhverjum öðrum.“

Spurð um framtíðina segir Ragnheiður Sara að hún hafi ekki tekið ákvörðun um hvort hún flytjist út til að æfa eða ekki. „Þetta er svolítið mikið vesen núna út af vísa. En það er spurning hvort maður skoði það betur seinna þegar það kemur kannski eitthvert betra tækifæri.“

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Evrópumeistari í crossfit.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Evrópumeistari í crossfit. Ljósmynd/Berserkur

Allt eða ekkert 

Ragnheiður Sara hóf crossfitferil sinn í janúar árið 2012 en slasaðist þá illa á úlnlið. „Úlnliðurinn er allt  í crossfit og því þurfti ég að bíða í ár til þess að geta farið af stað fyrir alvöru.“ Það var því í janúar 2013 sem hún byrjaði á fullu en rétt fyrir Evrópuleikana 2013 datt hún úr lið í handstöðulyftu sem gerði það að verkum að hún var afar vör um sig á leikunum. Árið 2014 voru svo afar margar fimleikaæfingar á leikunum sem eru ekki sterkasta svið Ragnheiðar Söru.

„Eftir þessi tvö ár fékk ég gott spark í rassinn og hugaði að ég ætlaði aldrei aftur að lenda í einhverju svona, ég þyrfti bara að vera góð í öllu ef ég ætlaði að vera í crossfit.“ Ragnheiður Sara vann Evrópuleikana í crossfit tvö ár í röð, 2015 og 2015, og ætlar sér að fara með sigur af hólmi í heimsleikunum í crossfit í ár.

mbl.is

Innlent »

Tjónvaldur í vímu og á vanbúnum bíl

06:12 Lögreglunni var tilkynnt um umferðaróhapp á Seltjarnarnesi síðdegis í gær og að tjónvaldur hafi stungið af. Hann fannst skömmu síðar og reyndist undir áhrifum fíkniefna. Bifreið hans var einnig vanbúin til aksturs þar sem meðal annars hjólbarðar hennar voru ónýtir. Meira »

Tíu milljónir í endurgreiðslu ár hvert

05:30 „Þessi framleiðsla uppfyllir umrædd skilyrði og því fær framleiðandinn þessa endurgreiðslu,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV. Meira »

Kerecis metið á 9,5 milljarða

05:30 Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis, sem framleiðir sáraumbúðir úr fiskroði, vinnur nú að hlutafjáraukningu og hyggst sækja 7,5 milljónir dollara, jafnvirði 900 milljóna króna, til þess að styðja við frekari vöxt þess á komandi misserum. Meira »

Fjármögnun tillagna á byrjunarstigi

05:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að fjármögnun tillagna átakshóps um aukið framboð á húsnæði, sem snúa að ríkinu, sé á byrjunarreit. Meira »

Makar veikjast vegna álags

05:30 „Við vitum af tugum hjóna þar sem heilbrigður maki veikist vegna álags við umönnun á veikum maka. Fólk segir ekki frá þar sem um viðkvæm persónuleg mál er að ræða. Landssamband eldri borgara hefur miklar áhyggjur af þessari þróun,“ segir Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður landssambandsins. Meira »

Sameining prestakalla í Breiðholti

05:30 Breiðholt verður eitt prestakall með þremur sóknum verði breytingartillaga þess efnis samþykkt á kirkjuþingi í haust. Unnið var að sameiningu Breiðholtsprestakalls og Fella- og Hólaprestakalls en nú er hugmyndin að Seljaprestakall verði einnig með í sameiningunni. Meira »

Fengu 153 kærumál og afgreiddu 188

05:30 Alls bárust Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála 153 kærumál á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðatölum sem fengust hjá nefndinni í gær. Tekist hefur að fækka óafgreiddum málum hjá nefndinni. Meira »

Heimavellir seldu fyrir 6,2 milljarða

05:30 Heimavellir, stærsta leigufélag landsins, hefur verið að endurskipuleggja eignasafnið sitt en á síðasta ári seldi félagið alls 210 íbúðir fyrir 6,2 milljarða króna. Þar af var eignasala á fjórða ársfjórðungi 2,9 milljarðar króna. Meira »

Vilja að hætt verði við kísilverið

Í gær, 23:55 Arion banki og Thorsil eru í yfirlýsingu frá meirihluta bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ hvött til að falla frá öllum áformum um uppbyggingu og rekstur kísilmálmverksmiðja í Helguvík. Hvetja bæjarfulltrúarnir fyrirtækin þess í stað til að taka frekar þátt í annarri atvinnuuppbyggingu Meira »

„Risastórt lífskjaramál“

Í gær, 22:20 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði húsnæðismál risastórt kjaramál í viðtali við Kastljós í kvöld, en átakshópur um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði kynnti í dag tillögur sínar í þeim efnum. Meira »

Hrói höttur í Firðinum

Í gær, 21:50 Bogfimi er kennd víða um land og nýjasta félagið á þeim vettvangi er Bogfimifélagið Hrói höttur í Hafnarfirði. Félagið var stofnað 3. september 2018 og fyrsta námskeiðið hófst í íþróttahúsi Hraunvallaskóla 3. desember síðastliðinn. Meira »

Ráðherra hafi ekki verið hæfur

Í gær, 21:30 Mál Laxinn lifi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Akurholts ehf., Geiteyrar ehf., Ara P. Wendel, Víðis Hólm Guðbjartssonar, Atla Árdal Ólafssonar, Varplands hf. og Veiðifélags Laxár á Ásum, gegn Arctic Sea Farm hf. annars vegar og Fjarðarlaxi ehf. hins vegar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Skoða tímabundna notkun Sólvangs

Í gær, 21:10 Mikil vinna hefur verið unnin í heilbrigðisráðuneytinu svo fjölga megi hjúkrunarrýmum og finna leiðir til að tryggja mönnum hjúkrunarfræðinga. Þetta kom fram í svörum heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. 140 ný hjúkrunarrými bætist við í ár og þá sé verið að skoða tímabundna notkun Sólvangs. Meira »

Hafi sætt „ofbeldi, ofsa og yfirgangi“

Í gær, 20:40 Sveitarstjórnarmenn voru ómyrkir í máli í bókunum sínum á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag þegar tekin var ákvörðun um að auglýsa aðalskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir Teigskógarleið á Vestfjarðavegi. Lögðu þeir m.a. til að réttarstaða gegn Vegagerðinni yrði skoðuð. Meira »

Skapað verði aðgengi að Ófeigskirkju

Í gær, 20:20 Gert er ráð fyrir því að gera færslu Ófeigskirkju skil í tengslum við friðlýsingu Gálgahrauns. Sumir telja að söguleg álfakirkja sé í grjótbjarginu, sem var fyrir vikið fært úr götustæðinu við gerð Álftanesvegar árið 2015. Meira »

Spaugstofan var afar mikilvæg

Í gær, 20:05 Fyrir stjórnmálin og samfélagið almennt er nauðsynlegt að fjölmiðlar hafi á dagskrá pósta þar sem sagt er frá atburðum líðandi stundar á gamansaman hátt. Hver sá sem hefur ekki húmor fyrir sjálfum sér er illa settur,“ segir Karl Ágúst Úlfsson og telur Spaugstofuna hafa verið mikilvæga að þessu leyti. Meira »

Loksins almennileg norðurljós

Í gær, 19:40 Leiðsögumenn í ferðaþjónustu hafa kvartað undan lítilli norðurljósavirkni í vetur. Á morgun miðvikudag er þó von á að það verði breyting á því. Allmikilli norðurljósavirkni er spáð en jafnframt góðu skyggni víða um land. Meira »

170 viðburðir á Íslandi á formannsárinu

Í gær, 19:35 170 norrænir og alþjóðlegir fundir og viðburðir fara fram á Íslandi næsta árið í tengslum við formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni. Þetta var meðal þess sem fram kom á kynningu í Norræna húsinu nú síðdegis, en Ísland tók formlega við formennskunni um síðustu áramót. Meira »

„Samræmist okkar kröfum mjög vel“

Í gær, 18:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ánægð með tillögur átakshóps um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði sem kynntar voru í Hannesarholti í dag. Spurð hvernig tillögurnar horfi við yfirstandandi kjaraviðræðum segir hún þær samræmast kröfum Eflingar vel. Meira »
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...