Markaðsmisnotkunarmáli frestað til hausts

Lárus Welding er ákærður í öllum liðum ákærunnar, fyrir markaðsmisnotkun …
Lárus Welding er ákærður í öllum liðum ákærunnar, fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. mbl.is/Kristinn

Markaðsmisnotkunarmáli Glitnis var frestað til 29. september eftir að málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Verjendur hinna ákærðu óskuðu eftir því að fá lengri tíma til þess að fara yfir gögn málsins.

Málið verður því næst tekið fyrir í haust, en þá verður tekin ákvörðun um hvenær eigi að skila greinargerðum. Ekki liggur því fyrir á þessari stundu hvenær aðalmeðferð í málinu hefst, að sögn Björns Þorvaldssonar saksóknara.

Ákæra í málinu var gefin út í marsmánuði á þessu ári en ákærðir eru þeir Lár­us Weld­ing, fyrr­um banka­stjóri Glitn­is, Jó­hann­es Bald­urs­son, fyrr­um fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta, auk þeirra Jónas­ar Guðmunds­son­ar, Val­g­arðs Más Val­g­arðsson­ar og Pét­urs Jónas­son­ar, sem voru starfsmenn bankans.

Lár­us er ákærður fyr­ir markaðsmis­notk­un og umboðssvik en hinir fjór­ir fyr­ir markaðsmisnotkun. 

Fimmmenningarnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins í apríl.

Lárus Welding og Jóhannes Baldursson fyrir miðri mynd, en þeir …
Lárus Welding og Jóhannes Baldursson fyrir miðri mynd, en þeir eru báðir ákærðir í málinu. Reimar Pétursson, lögmaður Jóhannesar, er til hægri. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert