Okkur verður allt að gulli í Limsfélaginu

Fögnuður. Limsfélagar fögnuðu ógurlega þegar Siggi Matt sýndi þeim Glaum ...
Fögnuður. Limsfélagar fögnuðu ógurlega þegar Siggi Matt sýndi þeim Glaum í reið, enda full ástæða til, eins og sjá má á mynd á síðunni hér við hliðina. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Limsfélagið var stofnað í kreppunni til að vinna gegn þunglyndi og leiðindum. Nokkrir félagar keyptu þá fola sem fékk nafnið Limur og ævinlega hefur gleðin verið í fyrirrúmi í félagsskapnum.

Limur var seldur úr landi en nú eru fjórir folar í eigu félagsins. Þeir komu saman á dögunum og af því tilefni var boðað til fagnaðar. Sá elsti var sýndur í braut og eistanu var fagnað sem hafði verið saknað í Kolfinni.

Þetta byrjaði allt á því að okkur langaði til að búa til gleðifélag í kringum graðhest, af því okkur fannst nóg um þungann og leiðindin eftir hrunið. Við keyptum ungan lofandi fola en hann var nánast aukaatriði, þetta snerist um að létta lundina. Við höfðum leitað mikið en lokalendingin var vestur í Dölum á Leiðólfsstöðum, þar sem við fundum Álfsson. Við skoðuðum Sóldísi systur hans sem var svakalega flott og gæði hennar urðu til þess að við létum vaða og keyptum folann. Hann var rauðskjóttur sem var í áttina að þeim zebrahestslit sem við leituðum að. Hann hafði fengið nafnið Lymur, með ypsiloni, hjá ræktendum sínum Haraldi G. Haraldssyni og Finni Kristjánssyni, en þegar við nýju eigendurnir vorum komnir í gleðina þá þótti okkur vel við hæfi að skipta ypsiloninu út fyrir einfalt i, og úr varð að hann fékk nafnið Limur,“ segja þeir Sigurður Svavarsson skemmtanastjóri í Limsfélaginu og Haraldur Sigursteinsson gjaldkeri.

Stofnfélagar Limsfélagsins voru um hundrað og lofað hafði verið að sýna gripinn á stofnfundinum.

„Við sýndum lullgenga skjótta meri og sögðum hana vera nýkeypta folann. Menn fengu áfall, héldu að þeir væru búnir að fjárfesta í drasli,“ segja þeir og skellihlæja. Limur átti heldur betur eftir að sanna sig, Sigurður Matthíasson rúllaði honum í fyrsta sæti á fyrstu sýningu og hann var lengi vel efsti stóðhesturinn undan Álfi. Allar götur síðan höfum við Limsfélagar sagt að allt verði okkur að gulli sem við snertum á.“

Rukum norður í blindspreng

Limsfélagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum að vori og hausti, farið er í ferðir þar sem hrossaræktunarbú eru heimsótt og eru það miklar menningar- og vísindaferðir með léttu ívafi.

„Fyrst þetta heppnaðist svona vel með Liminn þá fórum við aftur á stjá. Við vissum að Geirmundur Valtýsson hafði haldið meri undir Spuna frá Vesturkoti þegar hann var ungur. Þessi hryssa hafði skilað gæðum svo við rukum norður í blindspreng og gengum frá kaupunum á Glaum. Hann hefur staðið sig vel og er kominn í fyrstu verðlaun. Í framhaldi af kaupunum á þessum öðrum graðhesti okkar héldum við fyrstu hrossakjötsveisluna sem er orðinn árlegur viðburður í janúar. Þá er keypt eðalhrossakjöt undan stóðhestum andstæðinganna, saltað og reykt, og við étum það með bestu lyst,“ segir Sigurður en Haraldur tekur fram að það fari ekki inn fyrir hans varir. Á hátíðinni er fenginn verðugur ræðumaður og sá hinn sami fær hluti í þeim hesti sem þá er verið að selja hlut í.

Gert grín að eineistingi

Félagið einsetur sér að kaupa veturgamlar vonarstjörnur, tilvonandi graðhesta, og nú eru fjórir hestar í eigu félagsins.

„Það stóð ekki til að bæta hesti í hópinn, en við gátum ekki hamið okkur með að kaupa Forleik, þann yngsta, af því hann er undan hryssunni Sóldísi, sem er systir Lims og hún er örlagavaldur hjá okkur.“

Hinir unglingarnir í félaginu eru Alsæll tveggja vetra, sem þeir segjast hafa keypt þegar þeir voru nokkuð góðglaðir, og svo Kolfinnur þriggja vetra, en hann var afskrifaði auminginn þar til nýlega, því aðeins var gengið niður í honum annað eistað.

„Það er búið að gera gríðarlegt grín að okkur fyrir að hafa keypt eineisting og þótti síðasta sort að rækta undan honum, en einn Limsfélagi á folald undan honum, hann gat auðveldlega fyljað með einu eista. Við misstum ekki vonina og ákváðum að bíða og nú hefur hitt eistað komið niður og meðal Limsfélaga ríkir því mikil gleði. Kolfinnur fer í tamningu í haust og þetta er lofandi gripur, Spunasonur.“ Glaumur er elstur í hópnum, sex vetra flaggskip, fulltaminn og búinn að landa fyrstu verðlaunum á síðasta landsmóti á Hellu.

Limsnafni breytt fyrir dóm

Limur var seldur til Austurríkis, og gárungarnir segja að ofurmódelið Claudia Schiffer hafi verið kaupandinn, en hvorki játa þeir því né neita.

„Þá var búið að breyta nafni Lims í Glym, með ypsiloni, en það kom til af því að sá sem átti að fara með hann í dóm neitaði að gera það undir þessu nafni. Við seldum þennan fyrsta hest okkar ágætlega og gáfum 5000 krónur af hverjum hlut til Mæðrastyrksnefndar rétt fyrir jól. Við viljum láta gott af okkur leiða og höfum einnig styrkt Dropann, félag sykursjúkra barna, með andvirði myndar af Lim sem Bjarni Þór málaði og við buðum upp.“

Helgi múrari, Guðfaðir félagsins, óskilgetinn faðir stóðhestanna og mafíósinn yfir starfseminni, segir að auratal sé bannorð í Limsfélaginu.

„Af því þá endar það bara í fýlu. Þetta er ekki aurafélag, en tveir elstu hestarnir okkar hafa heppnast vel, og það er vissulega bónus, “ segir Helgi og tekur fram að hann sé starfsmaður á plani, kúskur. „En þó allt sé þetta í gríni gert þá er heilmikil vinna í kringum hestana og við vöndum okkur. Þó það sé bannað í félaginu að velta sér upp úr verðmæti hestanna og við látum eins og þeir séu aukaatriði, þá fá þeir gott atlæti og við veljum gott fólk til að þjálfa þá. Jóhann Ragnarsson frumtamdi Lim og Sara Sigurbjörns frumtamdi Glaum. Sigurður Matthíasson hefur séð um að sýna bæði Lim og Glaum, en hann er sjálfur meðlimur í félaginu.“

Missum ekki sjónar á gleðinni

Það hefur verið ýmislegt brallað í Limsfélaginu. Siggi á Vatni gaf félaginu til dæmis gráan hrút, sem hét Tvistur.

„Við förum að sjálfsögðu í ferð til að heimsækja hrútinn á fengitíma og smökkuðum í leiðinni bjór í bruggverksmiðjunni Steðja. Við sömdum við bruggarann að brugga fyrir okkur Limsbjór og Folamjöð, sem hann og gerði og þær flöskur skörtuðu miða með mynd af Lim. Við buðum svo upp á Limsbjórinn í næsta hrossakjötsveisla, en við reynum alltaf að vera með eitthvað óvænt og skemmtilegt í hverri slíkri veislu. Í einni veislunni var afhjúpað listaverk sem gert var úr skeifunum sem við drógum undan Glaumi eftir að hann fór í fyrstu verðlaun. Mikið adrenalín var í blóði félagsmanna eftir velgengnina og við ákváðum að splæsa í listaverk. Sigga á Grund, tréútskurðarkona í Flóanum, tálgaði út stórglæsilegan platta sem skeifurnar fjórar standa á og mynda stæði fyrir koníaksflösku. Þetta köllum við Glaumsjárnið og það er alltaf til staðar á hrossakjötshátíðinni. Þessi átveisla er okkar framlag til að fá fólk saman til að skemmta sér. Ef við missum sjónar á gleðinni, þá er þetta orðið eins og hvert annað rifrildis-graðhestafélag. Og það má aldrei verða,“ segir kúskurinn Helgi og bætir við að Glaumur fari á komandi landsmót á Hólum sem einstaklingur í flokki sex vetra stóðhesta. „Þar mun hann fylgja föður sýnum Spuna frá Vesturkoti í afkvæmasýningu og við teljum hann vera flaggskip föður síns.“

Heimasíðan: www.limur.123.is Facebook/Limsfélagið

Ekki lengur eineistungur. Sigurður skemmtanastjóri heldur í Kolfinn á meðan ...
Ekki lengur eineistungur. Sigurður skemmtanastjóri heldur í Kolfinn á meðan Grétar Þórisson limsfélagi sannreynir hvort eistun séu orðin tvö. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Baldinn. Forleikur er undan Konsert f. Hofi og Sóldísi f. ...
Baldinn. Forleikur er undan Konsert f. Hofi og Sóldísi f. Leiðólfsstöðum.
Kolfinnur. Við hann eru bundnar miklar vonir, en hann er ...
Kolfinnur. Við hann eru bundnar miklar vonir, en hann er undan Spuna frá Vesturkoti og Hörpudís frá Kjarnholtum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Glaumur. Hann fór vel undir Sigga Matt í sýningunni. Glaumur ...
Glaumur. Hann fór vel undir Sigga Matt í sýningunni. Glaumur er undan Spuna frá Vesturkoti og Súlu frá Búðarhól. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Stór stund. Folarnir fjórir, sem félagið á um þessar mundir, ...
Stór stund. Folarnir fjórir, sem félagið á um þessar mundir, saman á einum stað ásamt hluta af Limsfélögum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Limur frá Leiðólfsstöðum. Ævintýrið hófst með Álfssyninum skjótta.
Limur frá Leiðólfsstöðum. Ævintýrið hófst með Álfssyninum skjótta.
Al­sæll. Í hon­um renn­ur Ófeigs­blóð, hann er und­an Ari­on frá ...
Al­sæll. Í hon­um renn­ur Ófeigs­blóð, hann er und­an Ari­on frá Eystra-Fróðholti og Framtíð frá Bakka­koti. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

WOW færi sömu leið og Air Berlin

Í gær, 22:15 Eftir að Icelandair greindi frá því að viðræðum við WOW air hefði verið slitið fór af stað umræða um mögulega kosti síðarnefnda félagsins. Viðmælandi mbl.is leiddi líkur að því að WOW air gæti farið sömu leið og Air Berlin. Meira »

Aron og Embla vinsælustu nöfnin

Í gær, 21:30 Vinsælasta nafn stúlkna árið 2018 var Embla og í tilfelli drengja var það Aron. Fengu 26 stúlkur það fyrra og 51 drengur það síðarnefnda, að því er fram kemur í skýrslu Þjóðskrár Íslands. Er dreifing meiri með nafngjöfum stúlkna en drengja. Meira »

„Búum okkur undir hið versta“

Í gær, 20:41 „Þetta er grafalvarleg staða. Við verðum að bíða og sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um viðræðuslit WOW air og Icelandair. Meira »

WOW air verður endurskipulagt

Í gær, 20:11 Stefnt er að því að kynna á morgun áætlun um endurskipulagningu WOW air. Felur hún í sér að skuldum verði umbreytt í hlutafé. Reiknað er með nýjum fjárfestum að félaginu. Meira »

Með Sigfús í eyrum í Arizona

Í gær, 19:38 Í eyðimörkinni í Tuscon í Arizona býr skartgripahönnuðurinn Lauren Valenzuela og rekur þar hönnunarfyrirtæki sitt sem heitir hvorki meira né minna en Sigfús Designs. Meira »

„Maður skyldi aldrei segja aldrei“

Í gær, 19:16 „Það var ekki fýsilegt fyrir Icelandair að kaupa félag í þessari skuldastöðu og ef Icelandair metur það þannig núna að líkurnar á því að MAX-inn verði kyrrsettur til lengri tíma séu minni þá hefur hvatinn til þess að teygja sig í áttina að WOW minnkað,“ segir Steinn Logi. Meira »

WOW air enn í viðræðum við kröfuhafa

Í gær, 19:14 Meirihluti skuldabréfaeigenda WOW air og aðrir kröfuhafar félagsins eiga í viðræðum um að komast að samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins. Meira »

Funduðu með ráðgjafa Íslands í hruninu

Í gær, 18:50 Michael Ridley, ráðgjafi sem lengi starfaði hjá fjárfestingabankanum J.P. Morgan, var á meðal þeirra sem sátu á fundi í Stjórnarráðinu í dag eftir að í ljós kom að Icelandair hefði slitið viðræðunum við WOW air. Meira »

„Minnumst helfararinnar“

Í gær, 18:34 Dauðahaf samtímans er Miðjarðarhafið en um tíu þúsund manns á leið til lífs hafa drukknað þar á þremur árum. Gæta þarf að því hvernig við tölum um fólk sem er að leita þess að komast í skjól, til lífs, segir Morten Kjærum, framkvæmdastjóri Raoul Wallenberg-stofnunarinnar. Minnumst helfararinnar. Meira »

Aðkoman hefði reynst of áhættusöm

Í gær, 18:22 Forsvarsmenn Icelandair Group komust að þeirri niðurstöðu að það fæli í sér of mikla áhættu fyrir fyrirtækið að kaupa WOW air í heild sinni eða einstaka eignir út úr rekstrinum. Öllum steinum hafi hins vegar verið velt í viðleitni til að finna lausn á málinu. Meira »

Icelandair slítur viðræðum við WOW air

Í gær, 17:35 Icelandair hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu að rekstri WOW air. Þetta var tilkynnt í gegnum Kauphöll rétt í þessu.  Meira »

Árvökull og brást hratt við aðstæðum

Í gær, 17:31 „Það sem skiptir máli er að það urðu engin slys á fólki og ekkert umhverfisslys,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs, í samtali við mbl.is um flutningabíl fyrirtækisins sem lenti utan vegar á Hellisheiði í morgun. Meira »

Mótmæltu hvalveiðum

Í gær, 16:01 Hvalaverndunarsinnar efndu til mótmæla fyrir framan Alþingishúsið í hádeginu í dag.  Meira »

Hafðist að ná olíuflutningabílnum aftur upp á veg

Í gær, 14:31 Aðgerðum á Hellisheiði, þar sem olíuflutningabifreið fór út af veginum í morgun, er lokið og er búið að opna aftur fyrir umferð. „Þetta gekk bara vel, það voru svolítil átök að ná honum upp á veginn,“ segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við mbl.is. Meira »

„Okkur er öllum brugðið“

Í gær, 13:50 „Þetta er eitthvað sem allir sem koma að þessum málum á Norður-Atlantshafi hafa haft áhyggjur af og Norðmenn fá þetta kannski fyrstir og ég held að okkur sé öllum brugðið sem höfum með þessa hluti að gera,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Meira »

Skiptast á að leika Matthildi

Í gær, 12:15 Erna Tómasdóttir, Salka Ýr Ómarsdóttir og Ísabel Dís Sheehan bregða sér í hlutverk Matthildar í nýjum söngleik í Borgarleikhúsinu. Vinkonurnar þrjár eru allar 10 ára gamlar og ætla sér stóra hluti í leiklistinni. Barnablað Morgunblaðsins hitti þær í leikhúsinu sem er þeirra annað heimili. Meira »

Kom í veg fyrir slys með snarræði

Í gær, 11:51 Aðgerðir standa enn yfir á Hellisheiði þar sem olíuflutningabifreið fór út af veginum um kl. 9 í morgun. Vegagerðin ákvað að loka Hellisheiði til austurs á meðan slökkvilið og aðrir vibragðsaðilar athafna sig á vettvangi. Ökumaður flutningabílsins kom í veg fyrir slys með því að bregðast hratt við. Meira »

Tillögur greiði fyrir kjarasamningum

Í gær, 11:24 „Við höfum áfram haft í óformlegum samræðum við verkalýðshreyfinguna og atvinnurekendur og viljum, og það auðvitað birtist í fjármálaáætluninni, skýrar fyrirætlanir okkar um aðgerðir sem við hugsum til þess að greiða fyrir kjarasamningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í morgun. Meira »

Olíuflutningabíll út af á Hellisheiði

Í gær, 09:53 Olíuflutningabíll á vegum Skeljungs fór út af á Hellisheiði í rétt fyrir klukkan 9 í morgun. Engin slys urðu á fólki né leki frá bílnum en um borð eru 40.000 lítrar af olíu sem ætlað var til dreifingar á Suðurlandi. Meira »
ERNA 95 ára, hreinsum til á lagernum.
25 til 75% afsláttur. Silfurmunir, skartgripir, armbandsúr og gjafavara. Gott tæ...
Handlaug til sölu tilboð óskast
Ein handlaug ónotuð fæst fyrir lítið. uppl. 8691204....
Davíð Stefánsson
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Til sölu ljóðabréf frá Davíð Stefánssyni til vin...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...