Geta tryggt sér milljarðatekjur af EM

Frammistaða landsliðsins á EM hefur hreyft við mörgum.
Frammistaða landsliðsins á EM hefur hreyft við mörgum. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hefur þegar tryggt sér rúmar 490 milljónir króna í verðlaunafé frá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir afrek landsliðsins í Frakklandi.

Fyrir að komast á Evrópumótið fékk KSÍ átta milljónir evra frá UEFA eða 1.130 milljónir króna. Allar 24 þátttökuþjóðirnar fengu sama styrk.

UEFA greiddi 140 milljónir króna fyrir sigur og 70 milljónir fyrir jafntefli í riðlakeppninni. Fyrir að komast upp úr riðlinum á Evrópumótinu fékk KSÍ 210 milljónir króna í bónus.

Miklar upphæðir eru í knattspyrnu og takist Íslandi að leggja England að velli í 16 liða úrslitunum fær sambandið 350 milljónir, að því er fram kemur í umfjöllun um fjárhagslegan ávinning af frammistöðu landsliðsins á EM í fótbolta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert