Evrurnar fimm á Víðimýri

„Þetta er alveg upprunalegt,“ segir Sigríður Stefánsdóttir sem er kirkjuvörður ...
„Þetta er alveg upprunalegt,“ segir Sigríður Stefánsdóttir sem er kirkjuvörður á Víðimýri. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Ferðamenn sem koma hingað heim að Víðimýri eru margir hverjir alveg undarlega sparsamir. Okkur telst svo til að hingað heim á hlað komi um 20 þúsund túristar á ári, en aðeins helmingur þeirra er tilbúinn að borga aðgangseyri í kirkjuna. Þó kostar þetta ekki nema 700 krónur eða fimm evrur. Margir snúa við þegar þeir sjá skiltið hér þar sem þetta stendur.“

Þetta segir Sigríður Stefánsdóttir á Víðimýri í Skagafirði í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Víðimýrarkirkja, sem er sóknarkirkja íbúa í Varmarhlíðarþorpi og þar í kring, er með fjölsóttari ferðamannastöðum. Torfkirkja þessi er raunar alveg sér á báti, reist árið 1834 og er enn upphafleg að allri gerð, svo sem innviðir og ýmsir innanstokksmunir. Snemma á 20. öldinni var orðið nokkuð tvísýnt um afdrif kirkjunnar sem þá var mjög farin að láta á sjá. Í þeim aðstæðum tók Þjóðminjasafn Íslands kirkjuna undir sinn verndarvæng og var þá hafist handa um endurbætur.

„Öðru hvoru þarf að lagfæra torfþak og hleðslur. Annað er alveg upprunalegt,“ segir Sigríður. Þau Einar Örn Einarsson, eiginmaður hennar, sem er hinn formlegi kirkjuvörður, hafa gegnt starfinu frá árinu 2004 en því fylgir sú skylda að búa á staðnum.

Heimsækja kennarann

„Við bjuggum áður úti á Sauðárkróki, en að fara aftur í sveitina var fínt því hér á næsta bæ eru rætur mínar. Ég hélt þó áfram að vinna úti á Krók, þar sem ég er kennari á grunnstiginu. Kenni börnum í 1. til 4. bekk og í 2. bekk koma krakkarnir alltaf í sveitina. Ég skal ekki segja til um áhuga þeirra á kirkjunni en þeim hefur þó alltaf fundist upplifun að heimsækja kennarann sinn í sveitina,“ segir Sigríður um ánægjulega heimsóknir nemenda sinna.

Skötuhjú frá Danmörku

Stærstur hluti kirkjugesta á Víðimýri er erlendir ferðamenn.

„Útlendingarnir eru um 97% allra sem hingað koma. Fyrir nokkrum árum komu hingað t.d. skötuhjú frá Danmörku sem fannst þetta slík upplifun að þau mættu aftur ári seinna til þess að láta gifta sig. Þau hafa komið hingað reglulega síðan,“ segir Sigríður sem til skamms tíma var starfsmaður Þjóðminjasafns Íslands. Fyrir skemmstu var svo sú breyting gerð að umsjón kirkjunnar var falin Byggðasafni Skagafjarðar. Er það vel við hæfi því víða í Skagafirði hafa torfbæir varðveist vel, mun betur en annars staðar á landinu.

Heldri konur sátu í stúkunni

Innréttingar í Víðimýrarkirkju eru um margt athyglisverðar. Þær þykja, segir á vef Þjóðminjasafns Íslands, bera vitni um rótgróna hefð í sætaskipan íslenskra kirkna eftir siðbreytingu. Í því birtast einnig ýmsir siðir sem giltu um rétt og stöðu karla og kvenna fyrr á tíð. Karlmenn sátu sunnanvert, heldri menn í kór en konur norðanvert og þær heldri í stúku.

Ýmsir gamlir munir eru í kirkjunni, sumir úr eldri kirkjum á staðnum. Altaristaflan, með ártalinu 1616, er líklega dönsk að uppruna og sýnir miðmyndin síðustu kvöldmáltíðina. Eru í kirkjum landsins einmitt afar margar slíkar altarismyndir, enda er máltíð frelsarans með lærisveinum sínum einn af hápunktunum í frásögnum Biblíunnar.

Margir af eldri gripum Víðimýrarkirkju eru nú varðveittir á Þjóðminjasafni Íslands en kirkjan hefur verið hluti af húsasafni þess frá 1936. Þar er hún í dýru gildi höfð, en torfkirkjurnar á Íslandi eru orðnar fáar og má telja á fingrum handar sinnar.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Skiptir engu hvort þingmenn segi satt

12:02 „Þingmenn verða núna hræddari við að segja sannleikann um mögulega spillingu,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og einn nefndarmanna í forsætisnefnd Alþingis. Forsætisnefnd hefur fallist á niðurstöðu siðanefndar þess efn­is að Þór­hild­ur S. Ævars­dótt­ir hafi brotið siðaregl­ur þingmanna. Meira »

Fjórir höfundar til Gautaborgar

12:02 Fjórir rithöfundar; Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Jónasson og Sigrún Eldjárn, munu taka þátt í bókamessunni í Gautaborg í haust en hún er stærsta og um leið fjölsóttasta bókamessa Norðurlanda. Meira »

Til marks um að samningar standist

11:41 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir að veðjað hafi verið á að vaxtalækkanir væru í kortunum við gerð lífskjarasamninga ASÍ og SA í vor. Því sé vaxtalækkunin nú til marks um að markmið samninganna um að bæta lífskjör vinnandi fólks á breiðum grunni hafi gengið eftir. Meira »

Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald

11:21 Þrír voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. júlí á grundvelli almannahagsmuna að kröfu jögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi. Mennirnir voru handteknir fyrr í mánuðinum. Meira »

Þurrkar minnka tekjur veiðihúsa

11:12 Þurrkatímabilið sem staðið hefur hér á landi í maí og júní hefur haft slæm áhrif á veiði í helstu veiðiám landsins, og veiðihúsin verða af tekjum vegna þessa. Meira »

Ný stjórnendastefna ríkisins kynnt

11:07 Ný stjórnendastefna ríkisins sem Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út er fyrsta heildstæða stefnan um starfsumhverfi forstöðumanna ríkisstofnana. Stefnunni er ætlað að vera liður í því að efla stjórnun hjá ríkinu, vinna að betri þjónustu við samfélagið sem miðar að því að bæta lífskjör í landinu. Meira »

Ráðherra fylgir Hafró í öllu

11:02 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu næsta fiskveiðiár. Er þar í öllu fylgt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Íslensk stjórnvöld á réttri leið

10:57 Íslensk stjórnvöld eru á réttri leið með að styrkja stjórn­kerfi Íslands til þess að draga úr hætt­unni á spill­ingu og óviðeig­andi fram­göngu í starf­semi stjórn­valda og lög­gæslu­stofn­ana. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá GRECO, hópi ríkja gegn spill­ingu á vett­vangi Evr­ópuráðsins. Meira »

Vaxtalækkun fagnaðarefni en ekki óvænt

10:45 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vaxtalækkun Seðlabankans, sem kynnt var nú í morgun, eigi ekki að koma á óvart. Helstu tíðindi væru þau að lækkunin hafi ekki verið meiri en raun bar vitni. Meira »

Töluvert um umferðarlagabrot á Suðurnesjum

10:14 Allmörg umferðarlagabrot hafa komið á borð lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Ökumaður sem var stöðvaður í hraðakstri var jafnframt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Mikil aðsókn í tölvuleikjanám

10:12 Alls bárust 92 umsóknir í nýja námsleið til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð hjá Keili. „Það má segja að aðsóknin sé framar væntingum þar sem þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem þetta nám er í boði,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins. Meira »

Kastaðist sjö metra af mótorhjóli

09:33 Rúmlega fertugur karlmaður var fluttur á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi um helgina eftir mótorhjólaslys.   Meira »

Meirihlutinn telur sig búa við öryggi

08:34 Fólk á leigumarkaði telur sig ekki jafn öruggt á húsnæðismarkaði og þeir sem búa í eigin húsnæði en heilt yfir virðist húsnæðisöryggi vera nokkuð mikið á Íslandi en 85% landsmanna telja sig búa við það. Meira »

Reyna aftur við Belgíu

08:30 Fiskiskipin tvö sem sigla á frá Ísafirði til Belgíu, Ísborg ÍS 250 og Hera ÞH 60, þar sem þau verða rifin í brotajárn, þurftu að snúa við í fyrrinótt vegna bilunar í rafmagni. Meira »

Skúmi fjölgar á Ingólfshöfða

08:18 Aukning hefur orðið á varpi skúms á Ingólfshöfða í Austur-Skaftafellssýslu á meðan töluverð fækkun hefur orðið á varpi á Breiðamerkursandi. Þetta staðfestir dr. Meira »

„Vildum óska að hún hefði aldrei komið“

07:57 Listaverkið „Orbis et Globus“, átta tonna steinkúla sem hefur verið kennileiti heimskautsbaugsins á Grímsey síðan haustið 2017 hefur verið milli tannanna á fólki í bænum frá því hún var færð á eyjuna. Meira »

Færri bóka ferðir á síðustu stundu

07:37 Sólskinsveðrið í júní hefur áhrif á sölu sumarferða og hafa færri bókað ferðir til sólarlanda á síðustu stundu í ár en í fyrra, að sögn Ingibjargar Elsu Eysteinsdóttur, forstöðumanns Úrvals-Útsýnar. Hún segir þó að salan á sólarlandaferðum hafi verið mjög góð í sumar og ívið betri en í fyrra. Meira »

Fer í 22 stiga hita

07:01 Spáð er björtu og hlýju veðri á austanverðu landinu í dag og fer hitinn hæst í 22 gráður. Aftur á móti er dálítil væta vestan til og bætir í úrkomu þar í kvöld. Meira »

Handteknar með fíkniefni og þýfi

06:09 Tvær ungar konur voru handteknar á fimmta tímanum í nótt í Breiðholti fyrir að fara inn í bifreiðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þær í annarlegu ástandi með fíkniefni og þýfi meðferðis. Þær eru báðar vistaðar í fangageymslum lögreglunnar. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 484.500,-
Stapi er hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað og reglur. ...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
Glæsilegt 6 manna sumarhús í Hvalfirði
Glæsilegt 6 manna sumarhús til leigu í Hvalfirði einungis 55 km frá Reykjavík. H...