Mun endurgreiða miðana

At­hafnamaður­inn Björn Stein­bekk seldi nokk­ur hundruð miða á leik Íslands …
At­hafnamaður­inn Björn Stein­bekk seldi nokk­ur hundruð miða á leik Íslands og Frakk­lands. mbl.is/Kristinn

Miðar sem athafnamaðurinn Björn Steinbekk seldi stuðningsmönnum íslenska landsliðsins á leikinn gegn Frakklandi og komust ekki til skila, þrátt fyrir að greitt hefði verið fyrir þá, verða endurgreiddir. Þetta staðfestir Björn í samtali við mbl.is. 

Eins og fjallað hef­ur verið um sátu tug­ir Íslend­inga eft­ir með sárt ennið í Par­ís í gær þegar þeir fengu ekki miðana sína af­henta. Björn hafði selt nokk­ur hundruð miða á leik­inn, sem fram fór á Stade de France, en hluti þeirra sem keypt höfðu miða af hon­um komst aldrei inn á leik­vang­inn.

„Berum fulla ábyrgð á því ástandi sem er komið upp“

„Við höfum unnið hart að því í dag að koma þessum málum í ferli til að sýna fólki að við berum fulla ábyrgð á því ástandi sem er komið upp,“ segir Björn. Lögmannsstofan Forum lögmenn er nú komin í málið og mun annast samskipti varðandi kröfur vegna endurgreiðslu á miðum. 

Þá hefur lögmannsstofan tekið við fjárhæð sem Björn segist telja að samsvari þeim miðafjölda sem ekki fékkst afhentur, til varðveislu á meðan málið verður leyst. 

Fyrr í dag sagði fjölmiðlafulltrúi UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, að miðarnir hefðu ekki komið frá sambandinu. „Við höf­um ít­rekað brýnt fyr­ir al­menn­ingi að ein­ung­is sé hægt að kaupa miða á vef okk­ar, UEFA.com. Miðar sem eru ekki keypt­ir þaðan eru falsaðir eða ógild­ir,“ sagði hann.

Vinnur að því að komast til botns í málinu

Aðdragandi málsins er sá að Björn fékk tölvu­póst sem und­ir­ritaður var af „Nicole“ sem sagðist vera fram­kvæmda­stjóri miðasölu hjá UEFA. Í tölvu­póst­in­um var hvorki eft­ir­nafn né net­fang hjá henni, og aðspurður seg­ir fjöl­miðlafull­trúi UEFA að eng­in Nicole starfi við miðasöl­una. Björn vinnur þó að því núna að komast til botns í málinu og ná í þá sem seldu honum miðana.

Þá kem­ur fram í póst­in­um að milli­göngumaður Björns sé Gaetano Marotta, fram­kvæmda­stjóri Gama sport. Mbl.is reyndi að ná sam­bandi við Marotta í dag án ár­ang­urs. 

Keypti miða af Birni fyrir 5,3 milljónir

Ólaf­ur Árni Hall og kær­asta hans, Erla Dögg Aðal­steins­dótt­ir, voru á meðal þeirra sem lentu í miðasvik­unum, en Ólaf­ur sagði í sam­tali við mbl.is fyrr í dag að um hafi verið að ræða „svik, skipu­lags­leysi og barna­skap“.

Parið keypti miða í gegn­um vefsíðuna net­midi.is af Kristjáni Atla Bald­urs­syni, en hann hafði keypt 100 miða og skipu­lagt ferð með leiguflugi frá Ak­ur­eyri til Frakk­lands. Miðana keypti hann af Birni Stein­bekk og borgaði fyr­ir þá 5,3 millj­ón­ir króna.

Frétt mbl.is: Miðarnir komu ekki frá UEFA

Frétt mbl.is: „Svik, skipu­lags­leysi og barna­skap­ur“

Frétt mbl.is: Franska lög­regl­an rann­sak­ar miðasvik­in

Frétt mbl.is: Voru svik­in um miða á leik­inn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert