Erlendir ökuníðingar á Austurlandi

Háreksstaðaleið.
Háreksstaðaleið. mbl.is

Mikið var um hraðakstur á Austurlandi í dag. Lögreglan á Egilsstöðum var við mælingar á Þjóðvegi 1 við Jökuldal og á Háreksstaðaleið, milli Vopnafjarðarafleggjara og Jökuldals, og tók allt í allt 14 bílstjóra fyrir of hraðan akstur.

Að sögn Þrastar Sigurðssonar, lögreglumanns hjá lögreglunni á Egilsstöðum, voru allir 14 bílstjórarnir erlendir ferðamenn á bílaleigubílum. Hann segir að um leið og sólin hafi farið að hækka aftur hafi hraðinn á vegum aukist.

Sá sem ók hraðast fór á 128 km hraða á klukkustund en Þröstur segir flesta hafa ekið á um 120 km/klst. Allir ökumennirnir gerðu upp sektirnar á staðnum.

mbl.is