EM jók neysluna á grillmat

Góðgæti af grillinu.
Góðgæti af grillinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Margir gerðu vel við sig í mat á meðan íslenska karlalandsliðið keppti á EM í knattspyrnu. Bæði Sláturfélag Suðurlands (SS) og Kjarnafæði fundu fyrir aukinni sölu á grillmat.

„Það er ljóst að þegar þjóðin sameinast af einhverju tilefni gerir fólk vel við sig í mat. Við sjáum það skila sér í aukinni sölu,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri SS, í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að mikil sala væri á grillmat fyrir atburði eins og leiki íslenska landsliðsins á EM.

Ólafur Már Þórisson, markaðsstjóri hjá Kjarnafæði, segir að aukin sala í kringum EM-leikina hafi  ekki leynt sér. „Það verður meiri sala í hamborgurum, grillpylsum og öðru sem er fljótlegt og þægilegt að grilla. Líka í krydduðum kjötsneiðum,“ segir Ólafur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »