Frummat á 55 MW Hvalárvirkjun

Hvalárfoss.
Hvalárfoss. mbl.is/RAX

Vesturverk hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði í Árneshreppi á Ströndum. Virkjunin er í orkunýtingarflokki Rammaáætlunar.

Kynningarfundur um skýrsluna verður í félagsheimilinu í Trékyllisvík í dag klukkan 14. Ekki er frágengið hvernig tengingu virkjunar við landskerfið verður háttað en nokkrar hugmyndir hafa verið skoðaðar með Landsneti, sem mun sjá um undirbúning að tengingu Hvalárvirkjunar við flutningskerfið, að því er fram kemur í frummatsskýrslunni.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Vesturverk áformar að virkja rennsli ánna Hvalár, Rjúkanda og Eyvindarfjarðarár til orkuöflunar. Miðað við núverandi hönnun er gert ráð fyrir að afl virkjunarinnar verði um 55 MW og orkuframleiðsla um 320 GWh á ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »