Semja um einkarekna heilsugæslu

Heilsugæsla miðbæjarins við Vesturgötu.
Heilsugæsla miðbæjarins við Vesturgötu. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkiskaup ætla að ganga til samninga um rekstur tveggja einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Önnur verður staðsett á Bíldshöfða í Reykjavík en hin í Urriðahvarfi í Kópavogi. Tilboði í þriðju stöðina, í Glæsibæ í Reykjavík, var hafnað.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Markmiðið með rekstri nýju stöðvanna er að mæta vanda heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu en þar er stór hluti íbúa án heimilislæknis.

Ríkiskaup auglýstu eftir tilboðum í rekstur þriggja heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu en aðeins eitt tilboð barst í hverja stöð.

Útboðið kemur í kjölfar breytinga á greiðslukerfi ríkisins til heilsugæslustöðva sem taka eiga gildi um næstu áramót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert