Fasteignaverð hækkar enn

Kaupendur íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hafa að meðaltali greitt 337 þúsund …
Kaupendur íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hafa að meðaltali greitt 337 þúsund krónur á fermetra það sem af er þessu ári. mbl.is/Golli

Það íbúðarhúsnæði sem gengið hefur kaupum og sölum á höfuðborgarsvæðinu það sem af er þessu ári hefur að meðaltali kostað um 39,6 milljónir króna samkvæmt tölum sem Þjóðskrá hefur tekið saman fyrir Morgunblaðið.

Er það um 2,2 milljónum hærra meðalverð en mældist yfir árið 2015, mælt á föstu verðlagi, og 4,8 milljónum hærra en á árinu 2014, að því er fram kemur í umfjöllun um þróun fasteigaverðsins í ViðskiptaMogganum í dag.

Að sögn Ara Skúlasonar, hagfræðings hjá Landsbankanum, hefur umframeftirspurn á markaðnum þau áhrif að fasteignaverð hækkar glatt og mun að öllum líkindum halda áfram að rísa. Lítið framboð birtist orðið í minni umsvifum á markaðnum. „Þetta sést á tölum yfir kaupsamninga. Það virðist eiga upptök sín í fjölbýlishúsaeignum en það smitar svo út í sérbýlið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert