Sækjast eftir hlut í 10-11

Verslanir 10-11, Iceland og Dunkin’ Donuts eru dótturfélög Basko.
Verslanir 10-11, Iceland og Dunkin’ Donuts eru dótturfélög Basko. mbl.is/Halldór Kolbeins

Framtakssjóðurinn Horn III stefnir að því að ljúka viðræðum við núverandi eigendur eignarhaldsfélagsins Basko um kaup á umtalsverðum hlut í fyrirtækinu á næstu vikum.

Meðal dótturfélaga Basko eru verslanakeðjurnar 10-11 og Iceland, ásamt kaffi- og kleinuhringjastöðunum Dunkin' Donuts.

Núverandi eigandi Basko er Árni Pétur Jónsson. Hann keypti 10-11 verslanirnar af dótturfélagi Arion banka árið 2011 og árið 2013 bættist við meirihluti í Iceland-keðjunni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert