„Eftir tíu ár verður Reykjavík uppfull af tómum hótelum"

Klaus Ortlieb varð ástfanginn af Íslandi þegar hann var unglingur. ...
Klaus Ortlieb varð ástfanginn af Íslandi þegar hann var unglingur. Hann segir að ferðamenn til Íslands vilji sjá það sem er upprunalegt og séríslenskt og að borgaryfirvöld sýni skammsýni með því að breyta ásýnd miðborgarinnar með ótal nýjum hótelum. Myndin er tekin á Hlemmur Square. Iceland Monitor/ Árni Sæberg

Þýski hótelmógúllinn Klaus Ortlieb hefur unnið í hótelbransanum í meira en þrjátíu ár. Meðal þeirra hótela sem hann hefur sett á fót og rekið eru meðal annars hin víðfrægu Claridge's í London, Cooper Square, The Mercer, Gotham hotels og fleiri í New York og Hotel Modern í New Orleans. 

Ortlieb kynntist Íslandi sem táningur og hefur alltaf borið sterkar taugar til lands og þjóðar. Fyrir um fjórum árum opnaði hann hótelið Hlemmur Square við Hlemm í byggingu frá 1930 sem meðal annars hýsti náttúrugripasafn Íslands. Greinar um hótelið hafa birst í víðfrægum tímaritum eins og Vogue og Condé Nast Traveller

Hann segist vera spenntur fyrir þeim breytingum sem hafa orðið á hverfinu í kringum Hlemm á undanförnum árum og nefnir meðal annars fyrirhugaðan matarmarkað á Hlemmi sem verður opnaður með haustinu. 

Allir að reyna að græða

Spurður hvað honum finnst um öll þau nýju hótel sem er verið að reisa í miðborg Reykjavíkur til að mæta auknu ferðamannaflæði til landsins finnst honum yfirvöld vera mjög skammsýn í þeim málum. „Fjölgun ferðamanna til landsins hefur verið ótrúleg og í stöðugum uppgangi. En sá tími mun koma að draga mun úr þessu flæði. Ísland getur ekki verið einn vinsælasti ferðamannastaður heims árum saman. Mér finnst ríkja mikil skammsýni í því að reisa endalausar nýjar hótelbyggingar í miðborginni og finnst að allir séu að reyna að græða. Eftir tíu ár verður Reykjavík uppfull af tómum hótelum. Ég er mjög hræddur um það. Ísland ætti að taka skref til baka og halda áfram að vera eins og það er. Þið verðið að muna hvað það er sem laðar ferðamenn til landsins. Fólk kemur hingað vegna náttúrunnar, og vegna þess að Reykjavik er öðruvísi, það vill sjá upprunalegu, skrýtnu, skemmtilegu hliðarnar á borginni.“

Óttast Disneyland í útjaðri Reykjavíkur

Ortlieb segist óttast að einn góðan veðurdag detti einhverjum í hug að byggja risastóran rússíbana og Disneyland rétt fyrir utan Reykjavík. „Mér sýnist allt benda í þá átt. Borgaryfirvöld virðast ekki vera að reyna að halda í það sem laðaði ferðamenn hingað til að byrja með. Ég segi þetta vegna þess að mér þykir afskaplega vænt um þessa borg og um þetta land. Ísland er orðið hluti af lífi mínu og þetta er mín sannfæring.“

Ítarlegt viðtal við Klaus Ortlieb má lesa á enska vef Mbl.is, Iceland Monitor, HÉR.

Ortlieb opnaði hótel í þessari byggingu við Hlemm sem er ...
Ortlieb opnaði hótel í þessari byggingu við Hlemm sem er frá 1930 og er ánægður með að hverfið í kringum Hlemm sé að byggjast upp og verða meira spennandi. Ljósmynd: Hlemmur Square
mbl.is

Innlent »

Dansar þegar nýja nýrað kemur

12:02 María Dungal mun loksins fá nýtt nýra í september eftir áralanga baráttu við nýrnabilunarsjúkdóm. Fréttirnar fékk hún í gær. Hún ætlar ekki í fallhlífastökk, en ætlar í ræktina og að bjóða fólki í mat að aðgerð lokinni. Meira »

Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst

09:53 Fjölmargir forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorður. Þá ekki hvað síst forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Lítið hefur hins vegar gerst. Meira »

Hamsturinn kominn heim

08:28 Hamstur, sem lenti í átökum við kött í Reykjanesbæ í fyrradag, er kominn í hendur eiganda síns. Þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum frá á facebooksíðu sinni. Meira »

Fuglalífið blómstrar í borginni í sumar

08:18 Náttúran skartar sínu fegursta þessa dagana og þar er fuglalífið engin undantekning. Víða eru komnir ungar og þeir sem fyrst komust á legg í vor eru löngu orðnir fleygir. Meira »

Hvött til að stofna nýtt framboð

08:01 „Ég ætla ekki að fara í opinber rifrildi við fyrrum samstarfsfólk,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og einn stofnenda flokksins, á facebooksíðu sinni. Meira »

625 nemendur í skóla fyrir 450

07:57 Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, hafa óskað eftir aukafundi í ráðinu sem fyrst vegna málefna Norðlingaskóla og annarra skóla þar sem stefnir í að skólastarf verði í uppnámi við skólabyrjun í haust. Meira »

Átti í ágreiningi vopnaður hnífi

07:42 Horfa þurfti í ýmis horn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt. Í mörgum tilfellum vegna einstaklinga undir áhrifum vímuefna. Meira »

Drottningin langa bakkaði að bryggjunni

07:37 Það fjölgaði mjög í höfuðborginni í gærmorgun þegar farþegar skemmtiferðaskipsins Queen Mary 2 stigu frá borði og lögðu af stað í skoðunarferðir. Farþegarnir eru alls 2.630 og fóru þeir flestir í skipulagðar ferðir. Meira »

Eignarhaldið virðist vera á huldu

07:30 Hér um bil 60 jarðir á Íslandi eru komnar í eigu erlendra fjárfesta og viðskiptafélaga þeirra. Talningin byggist á fasteignaskrá og fréttum og gæti talan verið hærri. Með kaupunum hafa fjárfestarnir eignast stór svæði í nokkrum landshlutum og tilheyrandi veiðiréttindi. Meira »

Loftrýmisgæsla NATO hefst á ný

05:30 Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar bandaríska flughersins.  Meira »

Nú hillir undir byggingu ódýrari íbúða

05:30 Sex aðilar hyggjast hefja byggingu á ódýrari íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á næstunni, ef áform og fjármögnun ganga eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ákvörðunin kemur á óvart

05:30 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), kom af fjöllum spurð hvort það setti ekki þrýsting á SÍS að Reykjavíkurborg hefði ákveðið að greiða öllum starfsmönnum sínum 105 þúsund króna eingreiðslu 1. ágúst, vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamninga. Meira »

Útboð vegna Stjórnarráðslóðar stendur

05:30 Minjastofnun Íslands fékk í síðustu viku umsókn um rannsóknarleyfi á Stjórnarráðsreitnum frá VG-fornleifarannsóknum, sem eru undirverktaki hjá Hellum og lögnum ehf. sem buðu lægst. Meira »

Orkupakkamálið líklegasta skýringin

05:30 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins nú 19%. Er þetta minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í könnun MMR til þessa. Meira »

Leki á tveimur stöðum á Seltjörn

05:30 Leki kom upp á tveimur stöðum á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi sem vígt var í febrúar. Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts, félags á vegum ríkisins sem rekur Seltjörn, segir að aðeins sé um smit að ræða sem sé óverulegt og trufli ekki starfsemina. Meira »

Bræðurnir vissu ekki hvor af öðrum

05:30 Natan Dagur Berndsen, 10 ára íslenskur strákur, hitti hálfbróður sinn, Isak Ahlgren, í fyrsta sinn í Svíþjóð í fyrradag. Natan Dagur, Isak og 10 ára drengur í Danmörku eru allir getnir með gjafasæði sama manns. Meira »

Fjölmenn skötumessa

Í gær, 23:12 „Þetta var ótrúlega magnað, það hafa aldrei áður mætt svona margir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður og frumkvöðull Skötumessunnar í Garðinum. Fjölmennasta Skötumessan til þessa var haldin á miðvikudagskvöld í Miðgarði Gerðaskóla. Meira »

Malbikunin gengið „gríðarlega vel“

Í gær, 22:32 Áætlað er að malbikun á Hellisheiði ljúki um kl. 4 í nótt og verður þá opnað fyrir alla umferð bæði til austurs og vesturs.   Meira »

Sér ekki eftir ákvörðunum Isavia

Í gær, 21:58 „Vélin er farin, ekki af því að við gerðum eitthvað rangt, heldur út af því að héraðsdómur úrskurðaði með röngum hætti,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia í samtali við mbl.is. Hann segist ekki sjá eftir þeim ákvörðunum sem Isavia hafi tekið í málinu. Meira »
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald. Verð kr 4000. 4 manna tjald Verð kr 10000. Samanbrjót...
Hvaða efni er í Hornstrandabókunum?
Dæmi: Viðtal Stefáns Jónssonar við Alexander Einarsson frá Dynjanda Viðamikið ...
Sprautulökkun
Ónotað síubox til sölu, stærð breidd 241 cm, dýpt 78 cm og hæð 115 cm + plús gri...