Una ekki lengur við hálfklárað verk

Með tvöföldun Reykjanesbrautarinnar var umferð úr gagnstæðum áttum aðskilin til ...
Með tvöföldun Reykjanesbrautarinnar var umferð úr gagnstæðum áttum aðskilin til að koma í veg fyrir frekari banaslys með framúrakstri og framanákeyrslum.Tvö­föld­un hef­ur enn ekki verið kláruð á nokkr­um stöðum á leiðinni. mbl.is/Golli

„Þetta er ekki pólitískt mál, þetta er samfélagsmál,“ segir Ísak Ernir Kristinsson, einn stofnenda Facebook-hópsins Stopp, hingað og ekki lengra! sem er hugsaður sem vettvangur til að þrýsta á yfirvöld um að klára tvöföldun Reykjanesbrautar. Banaslys varð á henni á fimmtudag.

Frétt mbl.is: Þúsundir styðja tvöföldun Reykjanesbrautar

Á rúmum sólarhring hafa tæplega 13 þúsund manns gengið í hópinn og miðað við ummæli fólks í hópnum virðast margir langeygðir eftir að tvöföldun verði kláruð. Að sögn Ísaks er hópurinn vettvangur til að beisla þann kraft sem er nú uppi í samfélaginu og beina honum í réttan farveg.

„Með auknum ferðamannastraumi hefur umferðin auðsjáanlega þyngst mjög mikið. Fjöldi íbúa á svæðinu hefur einnig aukist og stór hluti stundar atvinnu sína við flugstöðina. Við verðum að tryggja að fólk geti í upphafi ferðar sinnar, eða í sínu nánasta umhverfi, verið nokkuð öruggt í umferðinni,“ segir Ísak.

Engin banaslys á tvöfalda kaflanum

Öðrum áfanga tvöföldunar brautarinnar lauk í október 2008 og síðan þá hefur ekkert banaslys orðið á þeim kafla. Er það stór breyting á því sem áður var þegar nokkrir létust á ári á þessum 24 kílómetra kafla. Nokkur banaslys hafa þó orðið á einföldum köflum brautarinnar síðustu ár, það síðasta á fimmtudag þegar ökumaður bifhjóls, sem lenti í árekstri við vörubifreið, lést.

Að sögn Ísaks verður nú ekki lengur unað við hálfklárað verk, en litlar sem engar framkvæmdir hafa átt sér stað í þessum efnum í tæplega átta ár. „Stærstu áföngunum er lokið og þetta eru litlir áfangar sem eru eftir. Það þarf bara örfáa milljarða til að klára Reykjanesbrautina,“ segir Ísak og bendir á að gríðarleg verðmæti hafi skapast á Suðurnesjunum síðustu ár svo peningarnir séu til staðar.

Slysagildra þegar þvera þarf brautina

„Við erum með einn flottasta vegakafla landsins á Reykjanesbrautinni þar sem hún er tvöföld, en á móti kemur að þegar farið er í betrumbætur á vegakerfinu þá færast álagspunktarnir og slysagildrurnar,“ segir Ísak og bendir á að mörg alvarleg slys hafi orðið á einfalda kafla brautarinnar í Hafnarfirði, t.a.m. við gatnamótin inn á Vellina og að álverinu.

Á hinum endanum sé einfaldur kafli frá Fitjum og að Leifsstöð þar sem á nokkrum stöðum þurfi að þvera Reykjanesbrautina til að komast inn á hana. „Fyrsta skrefið væri að gera lágmarksbetrumbætur eins og að banna vinstribeygjur svo fólki þurfi ekki að þvera Reykjanesbrautina. Það er slysagildra,“ segir Ísak og bendir á að þegar séu til staðar hringtorg og ekki þurfi að fara miklar krókaleiðir til að láta þetta ganga upp.

Lokun vega ekki endilega leið til árangurs

Ísak segir að stofnendur hópsins hafi viljað leyfa umræðunni að gerjast til að byrja með og framhaldið sé ekki komið í ljós. Búið sé þó að bjóða stjórnmálamönnum og bæjarstjórum allflestra sveitarfélaga í hópinn. „Ég hef rætt við þá allflesta í síma og þeir styðja vissulega þetta mál, enda ekki annað hægt,“ segir Ísak. 

Þá hafi verið ákveðið að stofna framkvæmdahóp nokkurra aðila líkt og gert var með Á-hópnum, sem stofnaður var í desember 2000 eftir banaslys sem varð á brautinni, og var ætlað að þrýsta á stjórnvöld um tvöföldun. Sá hópur muni ákvarða hver séu næstu skref og hvernig sé hægt að auka á þrýsting við stjórnvöld. „Við viljum höfða til stjórnvalda á eðlilegum og uppbyggilegum nótum. Við teljum að mótmæli eins og lokun vega sé ekki endilega leið til árangurs,“ segir Ísak að lokum.

mbl.is

Innlent »

Fundu kannabisplöntur, landa og amfetamín

10:52 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærmorgun kannabisræktun í íbúðarhúsnæði, en þar var að finna rúmlega 150 kannabisplöntur. Í húsnæðinu fannst einnig töluvert magn af landa sem verið var að brugga. Meira »

Fara fram á frávísun

10:44 Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður núverandi og fyrrverandi liðsmanna Sigur Rósar og endurskoðanda hljómsveitarinnar, lagði í dag fram frávísunarkröfu á grundvelli mannréttindasjónarmiða, við fyrirtöku máls er varðar meint skattsvik sveitarinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira »

Losun frá flugi og iðnaði eykst áfram

10:18 Raunlosun íslenskra flugrekenda og losun frá íslenskum iðnaði hélt áfram að aukast í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar sem segir fjóra af fimm íslenskum flugrekendum hafa gert upp heimildir sínar. WOW air, skilaði losunarskýrslu en gerði ekki upp losun sína í tæka tíð. Meira »

Pabbinn í vímu með börnin í bílnum

09:42 Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum tók úr umferð í gær vegna gruns um fíkniefnaakstur var með tvo unga syni sína í bifreiðinni og var annar þeirra án öryggis- og verndarbúnaðar. Meira »

Joly lögmaður í máli gegn Landsbanka

09:18 Eva Joly, fyrrverandi ráðgjafi sérstaks saksóknara, er einn þeirra lögmanna sem aðstoða hóp franskra innlánseigenda sem höfðuðu mál gegn stjórnendum Landsbankans í Lúxemborg. Fólkið segir að starfsmenn bankans hafi elt eftirlaunaþega uppi og lofað þeim gulli og grænum skógum. Raunin reyndist önnur. Meira »

Telur þátttökubann ólíkleg viðurlög

08:42 „Okkur hefur ekki borist neitt frá EBU og sjáum til hvort svo verður,“ sagði Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri á Rás 2 í morgun. Sjálfur telur hann ólíklegt að Íslandi verði meinuð þáttaka á næsta ári og telur formlega athugasemd líklegri. Meira »

Lundar sestir upp í Hrísey

08:18 Settir hafa verið upp um 150 plastlundar á þremur stöðum á Hrísey í þeirri von að félagar þeirra, hinir lifandi, sem fljúga orðið í miklum mæli inn í Eyjafjörð til að afla sér fæðu, setjist þar að. Meira »

Nýi bakkinn fær heitið Sundabakki

07:57 Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu um að nýr hafnarbakki utan Klepps fái heitið Sundabakki, en eldri bakki með því nafni verði kallaður Vatnagarðabakki. Meira »

Arfberar greiða fyrir þróun manna

07:37 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var einn af þeim sem héldu erindi á opnu húsi Brakkasamtakanna í gær.  Meira »

Ungt fólk sem styður EES

07:23 Alls eru andlit 272 ungmenna á auglýsingu í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni: „Ekki spila með framtíðina okkar. Við styðjum áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum. Við viljum frjálst, opið og alþjóðlegt samfélag og stöndum saman gegn einangrunarhyggju.“ Meira »

Próflausir og dópaðir í umferðinni

06:57 Þrír ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær og gærkvöldi sem allir voru undir áhrifum fíkniefna. Enginn þeirra er með bílpróf þar sem tveir höfðu áður verið sviptir ökuréttindum og einn hafði aldrei hlotið ökuréttindi. Sá fjórði var síðan stöðvaður eftir miðnætti. Meira »

Engin von um 20 stig

06:45 Engin von er um að það mælist 20 stiga hiti einhvers staðar á landinu í þessari viku, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Umskipti hafa orðið og verður kaldast á norðaustanverðu landinu. Þrátt fyrir norðaustanátt kemur lægðardrag í veg fyrir sól á suðurhluta landsins. Meira »

Þingið árétti afstöðu Íslands

05:30 „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta alveg skýrt og ég fékk það staðfest á fundum mínum með bæði Juncker og Tusk að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. Meira »

Með 169 nefndir og ráð

05:30 Fjórir af ellefu ráðherrum í ríkisstjórn Íslands hafa svarað fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um hve margar nefndir, ráð, starfshópar og faghópar störfuðu á vegum hvers ráðuneytis og hver kostnaður hafi verið af þeim á síðasta ári. Meira »

Borgin endurnýjar gönguleiðir

05:30 Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum á árinu 2019. Meira »

Nýbyggingin kynnt þingmönnum

05:30 „Við ákváðum að gera eitthvað sameiginlega og það mæltist mjög vel fyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um Alþingisdaginn sem haldinn var sl. föstudag. Meira »

Fyrsti Þristur kom í gær og 11 koma í dag

05:30 Fyrsti Þristurinn, af gerðinni DC-3/C-47, í leiðangrinum D-Day Scuadron, kom til Reykjavíkur í gær á leið sinni frá Bandaríkjunum til Frakklands til að taka þátt í athöfn í Normandí 6. júní nk. Meira »

Vill umræðu um álit Trausta

05:30 „Þarna er óvissu eytt um að það er ekki hægt að afla fjárheimilda eftir á með að borgarfulltrúar skrifi upp á ársreikning borgarinnar, því ef sú væri raunin, þá þyrfti ekki að útvega heimildir eða hafa eftirlit, heldur væri hægt að skrifa upp á allt eftir á“. Meira »

Styðja Ara sem þjóðleikhússtjóra

05:30 Þjóðleikhúsráði og mennta- og menningarmálaráðuneytinu barst í byrjun mánaðarins yfirlýsing frá deildarstjórum allra deilda Þjóðleikhússins þar sem lýst var yfir stuðningi við Ara Matthíasson þjóðleikhússtjóra. Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
Smart sumarföt, fyrir smart konur
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...