Afnema vinstri beygju við Hafnaveg

Ekki á að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar fyrir 2018.
Ekki á að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar fyrir 2018. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Til stendur að afnema vinstri beygju frá Hafnavegi út á Reykjanesbraut. Banaslys varð á gatnamótunum á fimmtudag. Slysið er áttunda banaslysið í umferðinni á árinu.

„Þegar útboð var gert á hringtorginu við Fitjar hefði síðasta verkið í þeirri vinnu átt að vera að taka vinstri beygjuna frá Hafnavegi út á Reykjanesbraut af,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.

Verkið tafðist hins vegar vegna veðurs. Nú hefur verið samþykkt að gera undirgöng á þessum vegarkafla og segir G. Pétur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að hentugast sé að vinna að þessum verkefnum samtímis, sem fyrst.

Átta banaslys hafa orðið í umferðinni það sem af er ári. Sex slys áttu sér stað á síðastliðnum fimm vikum, nú síðast á fimmtudag þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi með þeim afleiðingum að bíllinn og bifhjól á suðurleið skullu saman og ökumaður bifhjólsins lést.

Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að ekki sé tímabært að fullyrða hvort um sérstaklega hættulega vegarkafla sé að ræða í tilvikunum sex, þó að slysið á fimmtudag hafi átt sér stað á kafla sem Vegagerðin hefur haft áform um að breyta. „Vegsýnið er slæmt og þetta eru ekki góð gatnamót yfirhöfuð,“ segir Ágúst.

Stofna framkvæmdahóp um tvöföldun Reykjanesbrautar

Á fimmtudag var stofnaður hópur á Facebook undir nafninu Stopp hingað og ekki lengra! að frumkvæði Ísaks Ernis Kristinssonar og Guðbergs Reynissonar. Rúmlega 15.000 manns hafa skráð sig í hópinn á þremur sólarhringum, en markmið hópsins er að hvetja stjórnvöld til að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar.

„Við bjuggumst ekki við þessu þegar við fórum af stað með hópinn, þó svo að þetta sé eitthvað sem við vissum að allir Suðurnesjamenn vilja,“ segir Ísak. Hann segir hópinn vera hluta af 20 ára baráttu íbúa sveitafélaganna á Reykjanesi fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar, nánast allar fjölskyldur á Suðurnesjum tengist á einhvern hátt alvarlegum slysum sem hafa átt sér stað á brautinni í gegnum tíðina.

Næstu skref átaksins eru að stofna framkvæmdahóp sem verður komið af stað á næstu dögum. „Við ætlum að eiga uppbyggilegt og hnitmiðað samtal við ráðamenn, þetta er fyrst og fremst samfélagsmál. Framkvæmdahópurinn mun setja fram hverjar kröfur okkar eru. Við viljum klára verkið sem byrjað var á,“ segir Ísak.

Samkvæmt samgönguáætlun fyrir tímabilið 2015 til 2018 verður þó ekki lokið við tvöföldun Reykjanesbrautar fyrir árið 2018. Ásamt því að klára tvöföldun Reykjanesbrautar að fullu telur Ísak meðal brýnna verkefna að banna allar vinstri beygjur út á Reykjanesbrautina.

Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, hefur staðið til að fjarlægja vinstri beygjuna þar sem slysið átti sér stað á fimmtudag. „Þegar útboð var gert á hringtorginu við Fitjar hefði síðasta verkið í þeirri vinnu átt að vera að taka vinstri beygjuna frá Hafnavegi út á Reykjanesbraut af.“ Verkið tafðist hins vegar vegna veðurs, en verkið var unnið að vetri til. Nú hefur verið samþykkt að gera undirgöng á þessum vegarkafla og segir G. Pétur að hentugast sé að vinna að þessum verkefnum samtímis. Útboð á verkinu fer fram á næstu vikum. „Það hefur því alltaf staðið til að þessi beygja verði tekin af. Ef verkið með undirgöngin frestast munum við setja verkefnið þannig upp að beygjan verði samt sem áður tekin.“

Frétt mbl.is: Bifhjólamaðurinn sem lést

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Dúxinn með 9,83 í MH

Í gær, 21:37 126 nemendur voru brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð á laugardaginn. Flestir þeirra útskrifuðust af opinni braut, 43 talsins. Átta náðu ágætiseinkunn, það er meðaleinkunn yfir 9. Meira »

Flutningaskip sigldi inn í Kleppsbakka

Í gær, 19:27 Danskt flutningaskip stórskemmdi bryggjuna við Kleppsbakka í morgun þegar það sigldi á hana og skemmdi. Tjónið hleypur á tugum milljóna. Orsakir slyssins liggja ekki fyrir. Meira »

Kepptust um veiðina við Ólafsvík

Í gær, 18:19 Nóg var um að vera á bryggjunni í Ólafsvík í gær og á föstudag, þegar fram fór árlegt mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness. Tæplega þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks og héldu til veiða frá bryggjunni í Ólafsvík klukkan sex á föstudagsmorgun. Meira »

Saltkóngurinn í Svíþjóð

Í gær, 18:02 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi, eins og viðskipti, kaup og sala veðhlaupahesta og siglingar. Meira »

Harður árekstur í Árbæ

Í gær, 17:44 Harður árekstur varð þegar tveir bílar skullu saman á mótum Hraunbæjar og Bitruháls í Árbænum í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Farþegar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrír hlutu minni háttar meiðsl. Meira »

„Fólki finnst þetta ekki í lagi lengur“

Í gær, 17:32 „Það kom svolítið á óvart að heilt yfir skuli viðhorfið hafa verið neikvætt, sama hvaða hóp verið var að skoða,“ segir Soffía Halldórsdóttir, sem nýverið skilaði meistaraverkefni sínu sem ber heitið „Selur kynlíf?“ og fjallar um femínisma, kyn og kynferðislegar tengingar í auglýsingum. Meira »

„Sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“

Í gær, 16:52 „Getur verið að þingmenn í öllum flokkum telji sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“ spyr Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann ræðir umfjöllun mbl.is fyrir viku hvar greint var frá því að utanríkisráðuneytið og Evrópusambandið væru sammála um að umsókn Íslands um inngöngu í sambandið frá 2009 hefði ekki verið dregin til baka eins og haldið var fram á sínum tíma. Meira »

Borgarbókasafnið fékk 18,5 milljónir

Í gær, 16:34 Dagur barnsins er í dag. Styrkjum var úthlutað úr Barnamenningarsjóði í Alþingishúsinu um hádegi við það tilefni. 36 voru styrkirnir, að heildarupphæð 97,5 milljónir. Umsóknirnar voru 108. Meira »

Skynsamlegt skref að banna svartolíuna

Í gær, 16:00 „Við hjá Faxaflóahöfnum höfum lengi nefnt að það sé ástæða til að takmarka notkun svartolíu í landhelgi Íslands, undir þeim formerkjum að til þess að ná árangri í loftslagsmálum að þá verður að grípa til aðgerða. Þess vegna erum við sammála þessari aðferðarfræði,“ segir hafnarstjóri Faxaflóahafna. Meira »

Barn flutt á slysadeild

Í gær, 15:31 Flytja þurfti barn á slysadeild á þriðja tímanum í dag með talsverða áverka eftir að það hafði orðið fyrir bifreið á Sogaveg í Reykjavík en barnið var þar á reiðhjóli. Meira »

Ragnar Þór segist „pólitískt viðundur“

Í gær, 15:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra, fyrir að lýsa yfir stuðningi við þá þingmenn sem haldið hafa uppi málþófi á Alþingi undanfarið gegn innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Bjarni á fund páfa

Í gær, 15:08 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er nú staddur í Rómarborg á Ítalíu þar sem hann kemur til með að hitta Frans páfa í Vatíkaninu á morgun, ásamt fjármálaráðherrum fleiri ríkja. Meira »

Lést við störf í Þistilfirði

Í gær, 12:07 Karlmaður á sjötugsaldri lést skammt frá bóndabæ í Þistilfirði um hádegisbil í gærdag. Maðurinn hafði verið við störf á fjórhjóli úti á túni. Meira »

Allir vilja upp við bestu aðstæðurnar

Í gær, 11:45 Fjallgöngumaðurinn Leifur Örn Svavarsson, sem stóð á toppi Everest fjalls ásamt Lýði Guðmundssyni í vikunni, segir að enginn óski sér þess, hvað þá Íslendingar sem séu vanir því að vera einir á fjöllum, að vera á hæsta punkti veraldar í mannmergð. Það skemmi aðeins upplifunina. Meira »

Eldur í gámum á Selfossi

Í gær, 11:32 Eldur logaði í tveimur ruslagámum fyrir aftan verslun Krónunnar á Selfossi í nótt og voru Brunavarnir Árnessýslu kallaðar til á þriðja tímanum í nótt til þess að slökkva eldinn. Meira »

Þurfa að bíða í allt að sjö mánuði

Í gær, 09:55 „Þetta er alvarleg staða. Það er ekki hægt að láta börn og foreldra bíða. Þetta á bara að vera í lagi,” segir Eyrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins, um langa bið eftir meðferð á fjölskyldumálum hjá embættinu. Meira »

Snýst í norðanátt og kólnar

Í gær, 08:27 Rólegheitaveður verður á landinu í dag og víða bjart fyrir norðan, en skýjað og stöku skúrir sunnan- og austantil. Það mun þó létta til við Faxaflóa eftir hádegi. Hiti verður 8-15 stig, hlýjast á Vesturlandi, en mun svalara með austurströndinni. Á morgun snýst í norðanátt og kólnar. Meira »

Lögreglumaður sleginn í Garðabæ

Í gær, 07:31 Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um ágreining sambúðarfólks í húsi í Garðabæ og er lögregla kom á staðinn um kl. 23, réðst konan á lögreglumann og sló hann. Hún var handtekin í kjölfarið og eyddi nóttinni í fangageymslu lögreglu. Meira »

Þetta er adrenalínfíkn

í fyrradag Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Húsnæði óskast í sumar í Hafnarfirði.
Húsnæði óskast frá 15/06-15/09, í 221 Hafnarfjarði, 3-4 svefnherbergi. Helst með...
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf í læknisfræði...
Frímerkjasafnarar
Frímerkjasafnarar Þýskur alvöru frímerkjasafnari vill komast í kynni við íslensk...