Björn Steinbekk kærður til lögreglu

Björn Steinbekk hefur verið kærður til lögreglu.
Björn Steinbekk hefur verið kærður til lögreglu. mbl.is/Kristinn

Athafnamaðurinn Björn Steinbekk hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greinir frá þessu. Í frétt RÚV kemur fram að Bryndís Björk Guðjónsdóttir hafi lagt fram kæru á fimmtudaginn en hún er ein þeirra sem sátu eftir með sárt ennið eftir að hafa keypt miða af Birni á leik Íslands og Frakklands á Evrópumótinu.

Engin hópmálsókn lögð fram

Eins og mbl.is greindi frá í síðustu viku hefur fjöldi fólks haft samband við lögfræðinga til að leita réttar síns eftir að hafa keypt miða af Birni. Eins og fram hefur komið komust margir þeirra sem greitt höfðu fyrir miðana aldrei inn á leikvanginn. Stofnaður var lokaður hópur á Facebook þar sem undirbúin var málsókn, en að sögn lögmanns, sem mbl.is ræddi við og hópurinn hefur haft samband við, hefur þó engin hópmálsókn verið lögð fram. Eru kröfur ólíkar og því erfitt að sækja málið sameiginlega. 

Sami lögfræðingur sagði í síðustu viku að ekki væri ósennilegt að um refsiverða háttsemi væri að ræða. Get­ur at­hæfi Björns því hugs­an­lega fallið und­ir fjár­svik í skiln­ingi hegn­ing­ar­laga. Marg­ir hafi orðið fyr­ir fjár­hags­legu tjóni eft­ir viðskipti sín við Björn auk þess sem viðskipta­vin­ir hans hafi marg­ir hverj­ir orðið fyr­ir til­finn­inga­leg­um óþæg­ind­um og sorg. Þá hafi fólk orðið fyr­ir öðru tjóni sem felst til dæm­is í ferðakostnaði eða vinnu­tapi.

Sé um fjár­svik og blekk­ing­ar í viðskipt­um að ræða eigi tjónþolar þann kost að sækja bæt­ur fyr­ir dóm­stól­um, eins og lög kveði á um. Hugs­an­legt sé að meint­ir tjónþolar sam­ein­ist í mál­sókn með svo­kallaðri sam­lagsaðild, en málið sé þó enn á frum­stigi. Því sé ekki tíma­bært að leggja dóm á mál sem eigi eft­ir að leiða til lykta með rétt­um leiðum. 

Borgaði 150 þúsund fyrir þrjá miða

Í frétt RÚV kemur fram að Bryndís hafi borgað Birni tæplega 150 þúsund krónur fyrir þrjá miða á leikinn. Hún hafi millifært peningana á bankareikning Sónar Reykjavík ehf. en ekki Björns. Eins og mbl.is greindi frá sagði Björn af sér sem framkvæmdastjóri félagsins Sónar Reykjavík ehf. í síðustu viku.

Þá kemur fram að Bryndís hafi í tvígang haft samband við lögmannsstofuna Forum til að fá miðana endurgreidda, en ekki fengið svör. Björn fól lögmannsstofunni að annast samskipti varðandi kröfur vegna endurgreiðslu á miðum. Bryndís segist hafa tilkynnt Forum á fimmtudaginn að hún hygðist kæra Björn til lögreglu. 

Björn sagði í sam­tali við mbl.is í síðustu viku að miðar sem komust ekki til skila yrðu end­ur­greidd­ir. „Við höf­um unnið hart að því í dag að koma þess­um mál­um í ferli til að sýna fólki að við ber­um fulla ábyrgð á því ástandi sem er komið upp,“ sagði Björn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Í gær, 19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

Í gær, 18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

Í gær, 19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

Í gær, 17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

Í gær, 16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

Í gær, 16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

Í gær, 16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Í gær, 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

Í gær, 15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

Í gær, 15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

Í gær, 15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

Í gær, 15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

Í gær, 14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...