Flugfreyjur felldu samninginn

Frá Jómfrúarferð Bombardier Q400 flugvélar Flugfélags Íslands.
Frá Jómfrúarferð Bombardier Q400 flugvélar Flugfélags Íslands. mbl.is/ Skapti Hallgrímsson

Samningur sem flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands í Félagi íslenskra flugfreyja skrifuðu undir við flugfélagið hinn 30. júní sl. hefur verið felldur af félagsmönnum með afgerandi hætti.

Af þeim 42 félagsmönnum sem voru kjörgengir felldi 81% samninginn. Að sögn Sig­ríðar Ásu Harðardótt­ur, for­manns fé­lags­ins, verður á næstu dögum kallaður saman félagsfundur og í framhaldinu sest aftur niður við samningaborðið. 

mbl.is greindi frá því í síðasta mánuði að slitnað hefði upp úr viðræðunum. Hinn 30. júní lögðu flugfreyjur hins vegar fram tillögu sem var samþykkt af samninganefnd flugfélagsins. Samn­ingur­inn var í kjölfarið kynnt­ur fé­lags­fólki, en ljóst er að ekki hefur verið sátt um hann.

Frétt mbl.is: Flugfreyjur sömdu í gærkvöldi

Frétt mbl.is: Kjaraviðræður í strand

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert