Laugavegur sprunginn

Margir hefja göngu um Laugaveginn í Landmannalaugum.
Margir hefja göngu um Laugaveginn í Landmannalaugum. mbl.is/RAX

„Ferðafélagið hefur sett hátt í milljarð króna í uppbyggingu, þjónustu og rekstur á Laugaveginum á síðustu tíu árum, það eru um 100 milljónir á ári,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands (FÍ).

„Það má alveg segja að Laugavegurinn sé sprunginn á háannatímanum út frá gistiaðstöðu og eins umgengni við náttúruna,“ bætir hann við í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Göngufólkið á Laugaveginum, milli Landmannalauga og Þórsmerkur, er líklega um 70% erlendir ferðamenn. Þeir koma ýmist á eigin vegum eða í skipulögðum ferðum á vegum íslenskra og erlendra ferðaskrifstofa. Gistirými á vinsælustu hálendisstöðum er víða uppbókað. Aukning ferðamannastraumsins birtist í því að æ fleiri ferðamenn gista í tjöldum á hálendinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert